Jökull í Kaleo í Glæstar vonir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2024 16:50 Jökull og félagar í Kaleo hafa í nógu að snúast í Los Angeles. Jökull Júlíusson söngvari Kaleo mun verða í gestahlutverki í einum frægustu sápuóperuþáttum veraldar, Glæstum vonum. Hann mun flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. Bandaríski miðillinn Deadline greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að Jökull muni taka upp atriðið í dag. Þátturinn verði birtur í sjónvarpinu á sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil. Fram kemur að framleiðandi þáttanna hafi beðið Jökul um að vera með í þáttunum þar sem þeir hittust á Andrea Bocelli tónleikum. Bocelli hefur einmitt sjálfur brugðið fyrir í sápuóperuþáttunum vinsælu og er ekki sá eini. Jökull fetar í fótspor tónlistarmanna Lil Nash og Usher, svo fáeinir séu nefndir. Nóg er að gera hjá Jökli og félögum í Los Angeles ef marka má bandaríska miðilinn, en næst setja þeir stefnuna á að heimsækja spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í þætti hans á morgun. Bíó og sjónvarp Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríski miðillinn Deadline greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að Jökull muni taka upp atriðið í dag. Þátturinn verði birtur í sjónvarpinu á sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil. Fram kemur að framleiðandi þáttanna hafi beðið Jökul um að vera með í þáttunum þar sem þeir hittust á Andrea Bocelli tónleikum. Bocelli hefur einmitt sjálfur brugðið fyrir í sápuóperuþáttunum vinsælu og er ekki sá eini. Jökull fetar í fótspor tónlistarmanna Lil Nash og Usher, svo fáeinir séu nefndir. Nóg er að gera hjá Jökli og félögum í Los Angeles ef marka má bandaríska miðilinn, en næst setja þeir stefnuna á að heimsækja spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel í þætti hans á morgun.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein