Juventus og Atalanta byrja á stórsigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2024 21:34 Byrja af krafti. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Atalanta og Juventus hefja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á öruggum sigrum. Á Spáni gerðu Atlético Madríd og Villareal 2-2 jafntefli. Atalanta hefur undanfarin ár verið með skemmtilegri liðum Serie A og á því virðist engin breyting ætla að verða á. Liðið sótti Lecce heim í kvöld og vann 4-0 stórsigur. Athygli vekur að Ademola Lookman, hetja liðsins í sigrinum á Bayer Leverkusen í úrslitum Evrópudeildarinnar í vor, var ekki með í kvöld þar sem hann er orðaður við stórlið París Saint-Germain. Í fjarveru Lookmans þá stigu Marco Brescianini og Mateo Retegui upp. Báðir skoruðu tvö mörk í gríðarlega þægilegum sigri gestanna. Á sama tíma fór Juventus illa með nýliða Como sem voru hrent út sagt engin fyrirstaða. Lokatölur 3-0 en sigurinn hefði getað verið stærri þar sem mark var dæmt af Dušan Vlahović í síðari hálfleik þegar staðan var orðin 2-0. Þar áður hafði hinn tvítugi Samuel Mbangula komið heimamönnum yfir og Timothy Weah tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var svo í uppbótartíma síðari hálfleiks sem Andrea Cambiaso skoraði eftir sendingu Mbangula, lokatölur 3-0 og Thiago Motta byrjar veru sína hjá Juventus á sigri. Í spænsku úrvalsdeildinni gerðu Villareal og Atl. Madríd jafntefli þar sem öll fjögur mörkin komu í fyrri hálfleik, lokatölur 2-2. Arnaut Danjuma kom Villareal yfir, Marcos Llorente jafnaði metin áður en Koke varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og heimaliðið komið 2-1 yfir. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik sem Alexander Sørloth jafnaði metin. Staðan 2-2 í hálfleik og þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik þá reyndust það lokatölur. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Atalanta hefur undanfarin ár verið með skemmtilegri liðum Serie A og á því virðist engin breyting ætla að verða á. Liðið sótti Lecce heim í kvöld og vann 4-0 stórsigur. Athygli vekur að Ademola Lookman, hetja liðsins í sigrinum á Bayer Leverkusen í úrslitum Evrópudeildarinnar í vor, var ekki með í kvöld þar sem hann er orðaður við stórlið París Saint-Germain. Í fjarveru Lookmans þá stigu Marco Brescianini og Mateo Retegui upp. Báðir skoruðu tvö mörk í gríðarlega þægilegum sigri gestanna. Á sama tíma fór Juventus illa með nýliða Como sem voru hrent út sagt engin fyrirstaða. Lokatölur 3-0 en sigurinn hefði getað verið stærri þar sem mark var dæmt af Dušan Vlahović í síðari hálfleik þegar staðan var orðin 2-0. Þar áður hafði hinn tvítugi Samuel Mbangula komið heimamönnum yfir og Timothy Weah tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var svo í uppbótartíma síðari hálfleiks sem Andrea Cambiaso skoraði eftir sendingu Mbangula, lokatölur 3-0 og Thiago Motta byrjar veru sína hjá Juventus á sigri. Í spænsku úrvalsdeildinni gerðu Villareal og Atl. Madríd jafntefli þar sem öll fjögur mörkin komu í fyrri hálfleik, lokatölur 2-2. Arnaut Danjuma kom Villareal yfir, Marcos Llorente jafnaði metin áður en Koke varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og heimaliðið komið 2-1 yfir. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik sem Alexander Sørloth jafnaði metin. Staðan 2-2 í hálfleik og þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik þá reyndust það lokatölur.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira