„Fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þings Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. ágúst 2024 10:39 Þingmenn eiga það til að mæta undir áhrifum í þingsal þegar þingfundir dragast á langinn. vísir/vilhelm Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbýður drykkjan á þingi. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins. Mismunandi upplifun Birgir Ármannsson forseti Alþingis lítur ekki svo á að áfengisneysla á þingi sé viðvarandi vandamál. „En þetta kom til umræðu í forsætisnefnd í sumar, eftir lokadaga fyrir þinglok. Einhverjir töldu ákveðna þingmenn hafa verið fullþaulsetna á einhverjum veitingastöðum þegar fundir drógust frameftir að kvöldi. Upplifun fólks var nú með mismunandi hætti um þetta.“ Þingmenn hafi komið til atkvæðagreiðslu eftir setuna, en áfengisneyslan ekki truflað þingstörf. Niðurstaða Birgis er samt sú að hann hyggst ræða við þingflokksformenn um málið. Birgir sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þinginu. vísir/vilhelm „Þannig að það sé skýrt að allir verða að gæta sín í þessu sambandi,“ segir Birgir. „Ýmsum í forsætisnefnd þótti einhver brögð að þessu.“ Hann áréttir að engar veigar hafi verið í boði á vegum þingsins. Þá hafi ekki verið kvartað yfir nafngreindum þingmönnum til nefndarinnar. „Það er ekki verið að vísa til neinna tiltekinna atvika, ekki svo ég viti til. En ég tek það fram að upplifun fólks í forsætisnefnd var nú að einhverju leyti misjöfn hvað þetta varðaði.“ Meira á árum áður Hefð hafði skapast fyrir því á árum áður að drekka áfengi á lokadegi þings. Birgir segir hins vegar ljóst að áfengisneyslan hafi færst til mun betri vegar á síðustu árum. „En það hefur oft komið fyrir, yfir langan tíma, að þegar þingfundir dragast frameftir að kvöldi sé fólk að koma í atkvæðagreiðslu eftir að hafa verið út að borða eða eitthvað þess háttar. En það er ekki þannig að þetta sé að trufla störf þingsins.“ Menn séu einnig meðvitaðri um að fara varlega. „Ég held að stóra breytingin hafi verið á sínum tíma þegar farið var að sýna þingfundi í beinni útsendingu, fyrir einhverjum áratugum síðan.“ Það sé ekki hlutverk forseta að hafa áfengismæla við dyrnar, einungis að sjá til þess að þingfundir gangi vel fyrir sig. Alþingi Vinstri græn Áfengi og tóbak Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbýður drykkjan á þingi. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins. Mismunandi upplifun Birgir Ármannsson forseti Alþingis lítur ekki svo á að áfengisneysla á þingi sé viðvarandi vandamál. „En þetta kom til umræðu í forsætisnefnd í sumar, eftir lokadaga fyrir þinglok. Einhverjir töldu ákveðna þingmenn hafa verið fullþaulsetna á einhverjum veitingastöðum þegar fundir drógust frameftir að kvöldi. Upplifun fólks var nú með mismunandi hætti um þetta.“ Þingmenn hafi komið til atkvæðagreiðslu eftir setuna, en áfengisneyslan ekki truflað þingstörf. Niðurstaða Birgis er samt sú að hann hyggst ræða við þingflokksformenn um málið. Birgir sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þinginu. vísir/vilhelm „Þannig að það sé skýrt að allir verða að gæta sín í þessu sambandi,“ segir Birgir. „Ýmsum í forsætisnefnd þótti einhver brögð að þessu.“ Hann áréttir að engar veigar hafi verið í boði á vegum þingsins. Þá hafi ekki verið kvartað yfir nafngreindum þingmönnum til nefndarinnar. „Það er ekki verið að vísa til neinna tiltekinna atvika, ekki svo ég viti til. En ég tek það fram að upplifun fólks í forsætisnefnd var nú að einhverju leyti misjöfn hvað þetta varðaði.“ Meira á árum áður Hefð hafði skapast fyrir því á árum áður að drekka áfengi á lokadegi þings. Birgir segir hins vegar ljóst að áfengisneyslan hafi færst til mun betri vegar á síðustu árum. „En það hefur oft komið fyrir, yfir langan tíma, að þegar þingfundir dragast frameftir að kvöldi sé fólk að koma í atkvæðagreiðslu eftir að hafa verið út að borða eða eitthvað þess háttar. En það er ekki þannig að þetta sé að trufla störf þingsins.“ Menn séu einnig meðvitaðri um að fara varlega. „Ég held að stóra breytingin hafi verið á sínum tíma þegar farið var að sýna þingfundi í beinni útsendingu, fyrir einhverjum áratugum síðan.“ Það sé ekki hlutverk forseta að hafa áfengismæla við dyrnar, einungis að sjá til þess að þingfundir gangi vel fyrir sig.
Alþingi Vinstri græn Áfengi og tóbak Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira