Brúin yfir Fossvog Sigurður Oddsson skrifar 20. ágúst 2024 14:00 Borgarlínubrúin Alda yfir Fossvog er Gaga frá upphafi til enda: Eigi Borgarlína að virka verða vagnarnir koma á 5-10 mínútna fresti. Fáist ekki nógu margir farþegar til að það gangi upp verður enn meira tap á rekstrinum en á strætó. Í fyrstu skyldi ég ekki val fyrsta áfanga Borgarlínu milli BSÍ og Hamraborgar Kópavogi. Ég sá ekki hvaðan farþegarnir ættu að koma. Margir aðrir vegkaflar hefðu borgað sig með fjölda farþega, eins og ráðgjafi borgarinnar Jarrett Walker benti á fyrir mörgum árum. Hefði meirihlutinn borið gæfu til að fara að ráðum hans væri mikill hluti léttu Borgarlínunnar kominn. Ég skil nú, að valið byggist á að fá flugvallarsvæðið undir íbúðir. Helsta tekjulind borgarinnar er jú lóðasala og gatnagerðargjöld, þar sem innviðir eru komnir. Fyrir einu eða tveimur árum átti að rífa byggingar, sem voru í vegi fyrir veg frá BSÍ að brúarstæðinu. Með brúnni verður líka greiðari leið fyrir túrista úr miðbænum í Sky Lagoon Kópavogi. Kannski er valið hrossakaup Bæjarstjórans og Borgarstjórans. Grundvallarskekkja er að leyfa ekki einkabíla á brúnni, sem verður að mestu borguð með sköttum. Flestir skattgreiðendur nota bíla, sem verða bannaðir á 7-10 miljarða krónu brúnni. Það er fáránlegt að byggja svona brú án þess að leyfa þann ferðamáta, sem flestir velja. Forstjóri Vegagerðarinnar sagði fjármagnsskort ástæðu þess að ekki var hægt að byggja nægilega breiða brú fyrir bílaumferð. Einföld lausn á því er ein akrein fyrir Borgarlínuna í stað tveggja. Borgarlínuvagnar munu örsjaldan mætast á brúnni, en komi það fyrir getur sá sem kemur seinna að henni beðið í nokkrar mínútur þar til hinn er kominn yfir. Með þessari leiðréttingu væri hægt að hafa 1+1 fyrir bíla án þess að auka verulega við heildarkostnað brúarinnar. Þar fyrir utan væri hægt að fjármagna hana með gjaldtöku á bíla. Útboðið er sér kapítuli. Lagt var upp með hámarks kostnað tvo milljarða. Eitt tilboð var um þrír milljarðar og þar með 50% (1000.milljón kr) yfir hámarki. Tilboðinu hefði átt að vísa frá strax, en var valið best. Það var réttlætt með því að brúin úr ryðfríu stáli þótti svo mikið fallegri en hinar, sem voru innan hámarks kostnaðar. Allt í einu var milljarður til fyrir ryðfríu stáli. Áður var ekki til fjármagn fyrir bíla á brúnni, sem hefði margfaldað nýtingu hennar. Síðan hefur kostnadaráætlunin margfaldast í krónum á nokkrum árum. Forstjóri Vegagerðarinnar sagði ástæðu hækkunar vera hækkun heimsmarkaðsverðs á stáli vegna Úkraínu stríðisins. Eftir upplýsingar um, að stál kostar nú svipað og 2019 vísaði forstjórinn ábyrgðinni frá sér og segir mistökin vera starfsmanns Vegagerðarinnar. Höfundur Öldu sagðist hafa valið ryðfrítt stál vegna fegurðar. Það segir, að í byrjun fór hann vitandi vits milljarð yfir tveggja milljarða hámarkið. Líklega var ryðfrítt stál valið, vegna þess að brúin er rétt yfir sjávarborðinu og hætt við að ryðga. Gallinn við ryðfría stálið er að sjávarseltan tærir það, þó svo það ryðgi ekki. Nú hefur verið breytt úr ryðfríu stáli í lakkað stál. Við það hefði kostnaður átt að lækka hlutfallslega um það, sem hann hækkaði við að fara í ryðfrítt stál. Við breytingu úr ryðfríu stáli í venjulegt stál eru fegurðar rökin fallin og ber þá að taka næsta tilboði fyrir neðan. Misjafn er smekkur manna. Persónulega finnst mér Aldan lágkúruleg rétt yfir sjávarborðinu. Aftur á móti finnst mér bogabrúin, sem var byggð fyrir öld yfir Fnjóská falleg. Við eigum líka margar hengibrýr, sem reisn er af. Aldan sést varla nema frá fjörunni og sumum húsum neðst við Fossvog. Hún stenst engan vegin að vera kennileiti, eins og að var stefnt. Eftir byggingu brúar tekur við bygging íbúða á svæðinu. Nýlega samþykktar byggingar standa þéttar og eru stærri en flestar í Breiðholti. Það verður því mikill fjöldi íbúa á svæðinu, sem verða að komast til og frá vinnu. Ekki er vinna fyrir þá í miðbænum, sem átti að tengjast flugvallarsvæðinu og heldur ekki þar sem búið er að þétta byggð og fyrirtæki ýmist hætt eða flutt frá Reykjavík. Umferð af flugvallarsvæðinu er beint á Hringbraut/Miklabraut, sem anna ekki núverandi umferð. Það verða því miklar tafir til og frá vinnu í nágrannasveitarfélögin og væntanlegs atvinnusvæðis Reykjavíkur á Hólmsheiði. Þannig eru þeir, sem barist hafa gegn Reykjavík, sem bílaborg sjálfir að breyta henni í bílaborg. Til þess eru vítin að varast þau. Við höfum gert tilraunir með klæðningu á Orkuveituhúsinu, torfþak á leikskólann Brákarborg og ætluðum að láta reyna á ryðfrítt stál í Öldunni yfir Fossvog. Spurning er, hver verður viðhaldskostnaður og líftími brúar úr lökkuðu stáli rétt yfir sjávarborðinu? Er það kannski enn ein efnis tilraunin? Kostnaður við Orkuveituhúsið og Brákarborg eru smáaurar miðað við byggingu nýrrar brúar. Stóri munurinn á Öldunni hinum er, að ekki er búið að byggja brúnna og enn hægt að hætta við.Brúin á að vera tilbúin 2027. Næst eru grjót fyllingar að brúnni og skal byrjað við Kársnes, sem er byrjun á vitlausum enda miðað við ástandið á Reykjanesi. Þó ekki gjósi á flugvellinum í Krflavík geta aðflutningsleiðir hans lokast. Það væri því eðlilegra að byrja hinum megin við enda flugbrautarinnar og eiga grjótið í sjónum verði þrautalendingin að stækka Reykjavíkurflugvöll. Í viðbót við grjótið, sem var sóað er von á meiru sprengdu grjóti frá spítalanum. Stysta og ódýrasta leiðin með það er í sjóinn við enda flugbrautarinnar og halda opnu að flugbrautir megi lengja. Ekki má skemma þann möguleika, eins og vegstæðið, sem Vegagerðin hafði ákveðið yfir Elliðaárvog. Hjá núverandi borgarstjórn virðist tilgangurinn oft helga meðalið og maður spyr sig, hvort brúarstæðið hafi fyrst og fremst verið valið í þeim tilgangi að leggja niður flugvöllinn og fá allt svæðið undir íbúðir. Í því sambandi hef ég velt fyrir mér, hvort kannað hafi verið vegstæði neðan við kirkjugarðinn með brú innar í Fossvoginum með tengingu við Kársnesbraut og þaðan áfram á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ til Hafnarfjarðar. Það að fara með borgarlínu í gegnum íbúðarhverfi að Hamraborg lengir og tefur ferðatíma á lengri leið og er ekki það sem að er stefnt með borgarlínunni. Einfaldara er að fara beint frá BSÍ á Hafnarfjarðarveg og sleppa brúnni yfir Fossvog og borgarlínu í gegnum íbúðarhverfi til Hamraborgar. Í leiðinni sparast hátt í 10 milljarðar, sem mætti nota til að losa umferðarflækjur. Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samgöngur Reykjavík Skipulag Borgarlína Fossvogsbrú Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Borgarlínubrúin Alda yfir Fossvog er Gaga frá upphafi til enda: Eigi Borgarlína að virka verða vagnarnir koma á 5-10 mínútna fresti. Fáist ekki nógu margir farþegar til að það gangi upp verður enn meira tap á rekstrinum en á strætó. Í fyrstu skyldi ég ekki val fyrsta áfanga Borgarlínu milli BSÍ og Hamraborgar Kópavogi. Ég sá ekki hvaðan farþegarnir ættu að koma. Margir aðrir vegkaflar hefðu borgað sig með fjölda farþega, eins og ráðgjafi borgarinnar Jarrett Walker benti á fyrir mörgum árum. Hefði meirihlutinn borið gæfu til að fara að ráðum hans væri mikill hluti léttu Borgarlínunnar kominn. Ég skil nú, að valið byggist á að fá flugvallarsvæðið undir íbúðir. Helsta tekjulind borgarinnar er jú lóðasala og gatnagerðargjöld, þar sem innviðir eru komnir. Fyrir einu eða tveimur árum átti að rífa byggingar, sem voru í vegi fyrir veg frá BSÍ að brúarstæðinu. Með brúnni verður líka greiðari leið fyrir túrista úr miðbænum í Sky Lagoon Kópavogi. Kannski er valið hrossakaup Bæjarstjórans og Borgarstjórans. Grundvallarskekkja er að leyfa ekki einkabíla á brúnni, sem verður að mestu borguð með sköttum. Flestir skattgreiðendur nota bíla, sem verða bannaðir á 7-10 miljarða krónu brúnni. Það er fáránlegt að byggja svona brú án þess að leyfa þann ferðamáta, sem flestir velja. Forstjóri Vegagerðarinnar sagði fjármagnsskort ástæðu þess að ekki var hægt að byggja nægilega breiða brú fyrir bílaumferð. Einföld lausn á því er ein akrein fyrir Borgarlínuna í stað tveggja. Borgarlínuvagnar munu örsjaldan mætast á brúnni, en komi það fyrir getur sá sem kemur seinna að henni beðið í nokkrar mínútur þar til hinn er kominn yfir. Með þessari leiðréttingu væri hægt að hafa 1+1 fyrir bíla án þess að auka verulega við heildarkostnað brúarinnar. Þar fyrir utan væri hægt að fjármagna hana með gjaldtöku á bíla. Útboðið er sér kapítuli. Lagt var upp með hámarks kostnað tvo milljarða. Eitt tilboð var um þrír milljarðar og þar með 50% (1000.milljón kr) yfir hámarki. Tilboðinu hefði átt að vísa frá strax, en var valið best. Það var réttlætt með því að brúin úr ryðfríu stáli þótti svo mikið fallegri en hinar, sem voru innan hámarks kostnaðar. Allt í einu var milljarður til fyrir ryðfríu stáli. Áður var ekki til fjármagn fyrir bíla á brúnni, sem hefði margfaldað nýtingu hennar. Síðan hefur kostnadaráætlunin margfaldast í krónum á nokkrum árum. Forstjóri Vegagerðarinnar sagði ástæðu hækkunar vera hækkun heimsmarkaðsverðs á stáli vegna Úkraínu stríðisins. Eftir upplýsingar um, að stál kostar nú svipað og 2019 vísaði forstjórinn ábyrgðinni frá sér og segir mistökin vera starfsmanns Vegagerðarinnar. Höfundur Öldu sagðist hafa valið ryðfrítt stál vegna fegurðar. Það segir, að í byrjun fór hann vitandi vits milljarð yfir tveggja milljarða hámarkið. Líklega var ryðfrítt stál valið, vegna þess að brúin er rétt yfir sjávarborðinu og hætt við að ryðga. Gallinn við ryðfría stálið er að sjávarseltan tærir það, þó svo það ryðgi ekki. Nú hefur verið breytt úr ryðfríu stáli í lakkað stál. Við það hefði kostnaður átt að lækka hlutfallslega um það, sem hann hækkaði við að fara í ryðfrítt stál. Við breytingu úr ryðfríu stáli í venjulegt stál eru fegurðar rökin fallin og ber þá að taka næsta tilboði fyrir neðan. Misjafn er smekkur manna. Persónulega finnst mér Aldan lágkúruleg rétt yfir sjávarborðinu. Aftur á móti finnst mér bogabrúin, sem var byggð fyrir öld yfir Fnjóská falleg. Við eigum líka margar hengibrýr, sem reisn er af. Aldan sést varla nema frá fjörunni og sumum húsum neðst við Fossvog. Hún stenst engan vegin að vera kennileiti, eins og að var stefnt. Eftir byggingu brúar tekur við bygging íbúða á svæðinu. Nýlega samþykktar byggingar standa þéttar og eru stærri en flestar í Breiðholti. Það verður því mikill fjöldi íbúa á svæðinu, sem verða að komast til og frá vinnu. Ekki er vinna fyrir þá í miðbænum, sem átti að tengjast flugvallarsvæðinu og heldur ekki þar sem búið er að þétta byggð og fyrirtæki ýmist hætt eða flutt frá Reykjavík. Umferð af flugvallarsvæðinu er beint á Hringbraut/Miklabraut, sem anna ekki núverandi umferð. Það verða því miklar tafir til og frá vinnu í nágrannasveitarfélögin og væntanlegs atvinnusvæðis Reykjavíkur á Hólmsheiði. Þannig eru þeir, sem barist hafa gegn Reykjavík, sem bílaborg sjálfir að breyta henni í bílaborg. Til þess eru vítin að varast þau. Við höfum gert tilraunir með klæðningu á Orkuveituhúsinu, torfþak á leikskólann Brákarborg og ætluðum að láta reyna á ryðfrítt stál í Öldunni yfir Fossvog. Spurning er, hver verður viðhaldskostnaður og líftími brúar úr lökkuðu stáli rétt yfir sjávarborðinu? Er það kannski enn ein efnis tilraunin? Kostnaður við Orkuveituhúsið og Brákarborg eru smáaurar miðað við byggingu nýrrar brúar. Stóri munurinn á Öldunni hinum er, að ekki er búið að byggja brúnna og enn hægt að hætta við.Brúin á að vera tilbúin 2027. Næst eru grjót fyllingar að brúnni og skal byrjað við Kársnes, sem er byrjun á vitlausum enda miðað við ástandið á Reykjanesi. Þó ekki gjósi á flugvellinum í Krflavík geta aðflutningsleiðir hans lokast. Það væri því eðlilegra að byrja hinum megin við enda flugbrautarinnar og eiga grjótið í sjónum verði þrautalendingin að stækka Reykjavíkurflugvöll. Í viðbót við grjótið, sem var sóað er von á meiru sprengdu grjóti frá spítalanum. Stysta og ódýrasta leiðin með það er í sjóinn við enda flugbrautarinnar og halda opnu að flugbrautir megi lengja. Ekki má skemma þann möguleika, eins og vegstæðið, sem Vegagerðin hafði ákveðið yfir Elliðaárvog. Hjá núverandi borgarstjórn virðist tilgangurinn oft helga meðalið og maður spyr sig, hvort brúarstæðið hafi fyrst og fremst verið valið í þeim tilgangi að leggja niður flugvöllinn og fá allt svæðið undir íbúðir. Í því sambandi hef ég velt fyrir mér, hvort kannað hafi verið vegstæði neðan við kirkjugarðinn með brú innar í Fossvoginum með tengingu við Kársnesbraut og þaðan áfram á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ til Hafnarfjarðar. Það að fara með borgarlínu í gegnum íbúðarhverfi að Hamraborg lengir og tefur ferðatíma á lengri leið og er ekki það sem að er stefnt með borgarlínunni. Einfaldara er að fara beint frá BSÍ á Hafnarfjarðarveg og sleppa brúnni yfir Fossvog og borgarlínu í gegnum íbúðarhverfi til Hamraborgar. Í leiðinni sparast hátt í 10 milljarðar, sem mætti nota til að losa umferðarflækjur. Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar