Sjónarhornið er það sem skiptir mestu Anton McKee skrifar 20. ágúst 2024 17:01 Eftir að Ólympíuleikarnir í París kláruðust hef ég haft tíma til að gera upp tímabilið, taka skref til baka, líta um öxl og greina þá vegferð sem ég hef verið á linnulaust seinustu ár. Ýmsar hugleiðingar hafa dúkkað upp en sú stærsta snýr að hvernig maður verður sáttur við það sem hefur verið áorkað? Hugleiðingar eins og: „Er hægt að ná öllum markmiðunum sínum?“, „Afhverju er maður aldrei nógu sáttur og vill alltaf meira?“, „Hvað þýðir það að sigra?“ Ef ég svara þessum hugleiðingum einungis út frá þeim stað sem ég er á í dag myndi ég líklegast leita í að svara þeim á neikvæðan hátt. Mig langaði í meira á ÓL. Mér tókst ekki að komast í úrslit á ÓL eins og ég hafði unnið að í fjögur ár. En er þetta rétt sjónarhorn til þess að svara þessum hugleiðingum? Á hverjum einasta degi heyjum við öll við bardaga innra með okkur. Við erum með eld sem knýr drifkraftinn okkar áfram og hvetur okkur til að setja háleit markmið, til þess að leysa hið óleysanlega og takast á við hið ómögulega. Hvort sem bardaginn fer fram í lauginni við að elta sekúndubrot, í að fullkomna vöru til að búa til verðmæti eða leysa úr læðingi sköpunargáfurnar á sviðinu. Þessir bardagar virðast endalausir og þegar ein orrusta vinnst þá er strax kominn tími til að undirbúa þá næstu. Markmiðið sem við setjum okkur þróast og um leið og maður nær einu þá er maður strax kominn með annað stærra. Metnaðarfyllri markmið kalla á betri aðferðir sem knýja mann til þess að finna gallana í seinustu tilraunum. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Það sem er fallegast við þessar endalausu báráttur og það sem er mikilvægast að gera sér grein fyrir er sjónarhornið sem þú hefur fyrir hverja þeirra. Stærðin á þeim er persónubundin og upplifunin er oft að hver þeirra sé jafn stór því markmiðin stækka alltaf. Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Samt er upplifunin að barátturnar séu jafn stórar á þeim tíma sem þær eru háðar. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á ferlinum er að staldra við og einblína á þetta sjónarhorn, þá sérstaklega núna þegar ég er að gera upp ÓL vegferðina. Ef ég set mig í spor 17 ára Antons sem dreymdi um að komast á ÓL og spyr hvort hann yrði sáttur við að keppa á næstu fjórum leikum, vera topp 10 í sinni grein frá upphafi í lok ferilsins, keppa fimm sinnum til úrslita á stórmótum og keppa í undanúrslitum á ÓL, þá myndi sá Anton ekki einu sinni trúa því að þetta væri möguleiki. Sjónarhornið hans var annað og hann varð jafn stressaður fyrir unglingamótum og ég var fyrir ÓL núna. Gegnum allar þær baráttur sem urðu á vegi mínum og gáfu mér tækifæri til að læra og þroskast fékk ég stærra og nýtt sjónarhorn sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ætli þetta ferðalag okkar gegnum lífið snúist ekki að einhverju leyti um þessar baráttur sem veita okkur ný sjónarhorn á lífið. Með réttu sjónarhorni á mína persónulegu vegferð seinustu ára stend ég uppi sem sigurvegari. Drifkrafturinn í okkur er magnaður og með því að læra á og virkja hann rétt mun hann leiða okkur til dáða. Hann er það sem hefur byggt upp samfélagið sem við búum í og ég trúi því að með því að leggja meiri áherslu á að hygla og lyfta hvoru öðru upp og heyja í sameiningu þær baráttur sem við stöndum frammi fyrir munum við halda áfram að blómstra sem samfélag. Ég hvet þig til að fara út í daginn hugsandi um hvað þú, frá þínu sjónarhorni, hefur komist langt. Hvað myndi manneskjan sem þú varst fyrir 10 árum segja um allt það sem þú hefur áorkað? Eins og alltaf, áfram Ísland. Höfundur er afreksmaður í sundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eftir að Ólympíuleikarnir í París kláruðust hef ég haft tíma til að gera upp tímabilið, taka skref til baka, líta um öxl og greina þá vegferð sem ég hef verið á linnulaust seinustu ár. Ýmsar hugleiðingar hafa dúkkað upp en sú stærsta snýr að hvernig maður verður sáttur við það sem hefur verið áorkað? Hugleiðingar eins og: „Er hægt að ná öllum markmiðunum sínum?“, „Afhverju er maður aldrei nógu sáttur og vill alltaf meira?“, „Hvað þýðir það að sigra?“ Ef ég svara þessum hugleiðingum einungis út frá þeim stað sem ég er á í dag myndi ég líklegast leita í að svara þeim á neikvæðan hátt. Mig langaði í meira á ÓL. Mér tókst ekki að komast í úrslit á ÓL eins og ég hafði unnið að í fjögur ár. En er þetta rétt sjónarhorn til þess að svara þessum hugleiðingum? Á hverjum einasta degi heyjum við öll við bardaga innra með okkur. Við erum með eld sem knýr drifkraftinn okkar áfram og hvetur okkur til að setja háleit markmið, til þess að leysa hið óleysanlega og takast á við hið ómögulega. Hvort sem bardaginn fer fram í lauginni við að elta sekúndubrot, í að fullkomna vöru til að búa til verðmæti eða leysa úr læðingi sköpunargáfurnar á sviðinu. Þessir bardagar virðast endalausir og þegar ein orrusta vinnst þá er strax kominn tími til að undirbúa þá næstu. Markmiðið sem við setjum okkur þróast og um leið og maður nær einu þá er maður strax kominn með annað stærra. Metnaðarfyllri markmið kalla á betri aðferðir sem knýja mann til þess að finna gallana í seinustu tilraunum. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Það sem er fallegast við þessar endalausu báráttur og það sem er mikilvægast að gera sér grein fyrir er sjónarhornið sem þú hefur fyrir hverja þeirra. Stærðin á þeim er persónubundin og upplifunin er oft að hver þeirra sé jafn stór því markmiðin stækka alltaf. Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Samt er upplifunin að barátturnar séu jafn stórar á þeim tíma sem þær eru háðar. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á ferlinum er að staldra við og einblína á þetta sjónarhorn, þá sérstaklega núna þegar ég er að gera upp ÓL vegferðina. Ef ég set mig í spor 17 ára Antons sem dreymdi um að komast á ÓL og spyr hvort hann yrði sáttur við að keppa á næstu fjórum leikum, vera topp 10 í sinni grein frá upphafi í lok ferilsins, keppa fimm sinnum til úrslita á stórmótum og keppa í undanúrslitum á ÓL, þá myndi sá Anton ekki einu sinni trúa því að þetta væri möguleiki. Sjónarhornið hans var annað og hann varð jafn stressaður fyrir unglingamótum og ég var fyrir ÓL núna. Gegnum allar þær baráttur sem urðu á vegi mínum og gáfu mér tækifæri til að læra og þroskast fékk ég stærra og nýtt sjónarhorn sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ætli þetta ferðalag okkar gegnum lífið snúist ekki að einhverju leyti um þessar baráttur sem veita okkur ný sjónarhorn á lífið. Með réttu sjónarhorni á mína persónulegu vegferð seinustu ára stend ég uppi sem sigurvegari. Drifkrafturinn í okkur er magnaður og með því að læra á og virkja hann rétt mun hann leiða okkur til dáða. Hann er það sem hefur byggt upp samfélagið sem við búum í og ég trúi því að með því að leggja meiri áherslu á að hygla og lyfta hvoru öðru upp og heyja í sameiningu þær baráttur sem við stöndum frammi fyrir munum við halda áfram að blómstra sem samfélag. Ég hvet þig til að fara út í daginn hugsandi um hvað þú, frá þínu sjónarhorni, hefur komist langt. Hvað myndi manneskjan sem þú varst fyrir 10 árum segja um allt það sem þú hefur áorkað? Eins og alltaf, áfram Ísland. Höfundur er afreksmaður í sundi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun