Fór út fyrir umboð sitt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2024 08:01 Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor. Fyrir kosningarnar var tekizt harkalega á um málið á Alþingi. Niðurstaða þeirra varð hins vegar sú að þeir tveir flokkar sem beittu sér gegn því að stjórnarskrá lýðveldisins yrði skipt úr fyrir aðra byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, fengu meirihluta þingsæta og mynduðu í kjölfarið ríkisstjórn. Ólíkt þjóðaratkvæðinu var kjörsókn í þingkosningunum 81,4%. Fátt ef eitthvað er til marks um það að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti bendir flest til þess að kjósendur hafi í bezta falli takmarkaðan áhuga á málinu. Ekki sízt fylgi flokka hlynntum því að skipta um stjórnarskrá. Nú síðast stórjókst fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum meðal annars eftir að flokkurinn lagði áherzlu á málið á hilluna. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Talsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá halda gjarnan á lofti þeirri sögufölsun að samþykkt hafi verið í þjóðaratkvæðinu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá en ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þar á milli er eðli málsins samkvæmt grundvallarmunur. Veruleikinn er sá að þjóðaratkvæðið var í reynd uppfyllt enda var frumvarpið lagt fram. Það var hins vegar ekki samþykkt. Tekið var fram á kjörseðlinum og í kynningarefni sem sent var til kjósenda í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að Alþingi ætti síðasta orðið um það hvort og að hvaða marki breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni í samræmi við stjórnskipun landsins. Enn fremur að þjóðaratkvæðið væri lögum samkvæmt ráðgefandi, þingið gæti ekki framselt löggjafarvald sitt og þingmenn væru aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Tal sömu aðila um það að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar er óneitanlega nokkuð sérstakt í ljósi þess að í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir lykilhlutverki þingsins við slíkar breytingar. Þannig segir í 113. grein tillagnanna um stjórnarskrárbreytingar að samþykki Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarskrá skuli bera það undir kjósendur. Forsendan er þannig sem fyrr frumkvæði þingsins í þeim efnum. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Mikilvægt er annars að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá og hafði fyrir vikið ekkert umboð til þess. Ráðið fékk þannig einungis það verkefni að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun þess. Hins vegar tók ráðið sér það vald að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá í trássi við umboð sitt. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu þar sem umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Stefna stjórnvalda, um að gerðar verði þær breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins sem talin er þörf á í sem breiðastri sátt og með hliðsjón af þeirri vinnu sem fram hefur farið í þeim efnum, er ekki aðeins í hæsta máta lýðræðisleg heldur í fullu samræmi bæði við þingsályktun Alþingis um skipun stjórnlagaráðs sem og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu um tillögur ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor. Fyrir kosningarnar var tekizt harkalega á um málið á Alþingi. Niðurstaða þeirra varð hins vegar sú að þeir tveir flokkar sem beittu sér gegn því að stjórnarskrá lýðveldisins yrði skipt úr fyrir aðra byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, fengu meirihluta þingsæta og mynduðu í kjölfarið ríkisstjórn. Ólíkt þjóðaratkvæðinu var kjörsókn í þingkosningunum 81,4%. Fátt ef eitthvað er til marks um það að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti bendir flest til þess að kjósendur hafi í bezta falli takmarkaðan áhuga á málinu. Ekki sízt fylgi flokka hlynntum því að skipta um stjórnarskrá. Nú síðast stórjókst fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum meðal annars eftir að flokkurinn lagði áherzlu á málið á hilluna. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Talsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá halda gjarnan á lofti þeirri sögufölsun að samþykkt hafi verið í þjóðaratkvæðinu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá en ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þar á milli er eðli málsins samkvæmt grundvallarmunur. Veruleikinn er sá að þjóðaratkvæðið var í reynd uppfyllt enda var frumvarpið lagt fram. Það var hins vegar ekki samþykkt. Tekið var fram á kjörseðlinum og í kynningarefni sem sent var til kjósenda í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að Alþingi ætti síðasta orðið um það hvort og að hvaða marki breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni í samræmi við stjórnskipun landsins. Enn fremur að þjóðaratkvæðið væri lögum samkvæmt ráðgefandi, þingið gæti ekki framselt löggjafarvald sitt og þingmenn væru aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Tal sömu aðila um það að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar er óneitanlega nokkuð sérstakt í ljósi þess að í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir lykilhlutverki þingsins við slíkar breytingar. Þannig segir í 113. grein tillagnanna um stjórnarskrárbreytingar að samþykki Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarskrá skuli bera það undir kjósendur. Forsendan er þannig sem fyrr frumkvæði þingsins í þeim efnum. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Mikilvægt er annars að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá og hafði fyrir vikið ekkert umboð til þess. Ráðið fékk þannig einungis það verkefni að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun þess. Hins vegar tók ráðið sér það vald að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá í trássi við umboð sitt. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu þar sem umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Stefna stjórnvalda, um að gerðar verði þær breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins sem talin er þörf á í sem breiðastri sátt og með hliðsjón af þeirri vinnu sem fram hefur farið í þeim efnum, er ekki aðeins í hæsta máta lýðræðisleg heldur í fullu samræmi bæði við þingsályktun Alþingis um skipun stjórnlagaráðs sem og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu um tillögur ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun