Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 11:35 Robert F. Kennedy yngri var lengi þekktur fyrir baráttu sína fyrir umhverfismálum. Í seinni tíð er hann aðallega þekktur fyrir samsæriskenningar um bóluefni. AP/Hans Pennink Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedy, sagði að viðtali sem birtist í gær að hætta væri á að þau Kennedy tækju atkvæði frá Trump og færðu Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, sigurinn í kosningunum í nóvember. „Eða við hættum núna og göngum til liðs við Donald Trump,“ sagði Shanahan. Kennedy, sem er bróðursonur Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bauð sig upphaflega fram í forvali demókrata en gerðist síðan óháður frambjóðandi. Hann mældist framan af með þokkanlegan stuðning í könnunum fyrir óháðan frambjóðanda. Verulega hefur fjarað undan honum, ekki síst eftir að Harris varð frambjóðandi demókrata í stað Joes Biden forseta. Falast eftir áhrifastöðum hjá báðum frambjóðendum Undanfarið hafa borist fréttir af því að Kennedy hafi sóst eftir ráðherra- eða áhrifastöðum í ríkisstjórn bæði Trump og Harris. Framboð Harris vísaði honum frá. Trump sagði aftur á móti CNN-sjónvarpsstöðinni í gær að hann væri opinn fyrir því að fá Kennedy hlutverk í ríkisstjórn lýsti hann stuðningi við sig. „Hann er bráðsnjall náungi. Hann er mjög gáfaður gaur. Ég hef þekkt hann mjög lengi. Ég vissi ekki að hann væri að hugsa um að hætta en ef hann er að hugsa um að hætta væri æeg sannarlega opinn fyrir því,“ sagði Trump. Kennedy sagðist tilbúinn að ræða við leiðtoga hvors flokksins sem er til þess að koma stefnumálum hans á framfæri. Frambjóðandinn hefur átt erfitt með að komast á kjörseðilinn alls staðar. Hann gæti þó náð í nógu mörg atkvæði til þess að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli Trump og Harris. Hvert furðumálið hefur rekið annað hjá Kennedy í kosningabaráttunni. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni sem hann hefur ekki neitað. Sjálfur upplýsti hann að ormar hefðu fundist í heila hans. Þá var greint frá því á dögunum að Kennedy hefði skilið eftir bjarnarhræ í Miðgarði í New York og reynt að láta líta út eins og hjólreiðamaður hefði rekist á bjarnarhún þar árið 2014. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51 Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Nicole Shanahan, varaforsetaefni Kennedy, sagði að viðtali sem birtist í gær að hætta væri á að þau Kennedy tækju atkvæði frá Trump og færðu Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, sigurinn í kosningunum í nóvember. „Eða við hættum núna og göngum til liðs við Donald Trump,“ sagði Shanahan. Kennedy, sem er bróðursonur Johns F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, bauð sig upphaflega fram í forvali demókrata en gerðist síðan óháður frambjóðandi. Hann mældist framan af með þokkanlegan stuðning í könnunum fyrir óháðan frambjóðanda. Verulega hefur fjarað undan honum, ekki síst eftir að Harris varð frambjóðandi demókrata í stað Joes Biden forseta. Falast eftir áhrifastöðum hjá báðum frambjóðendum Undanfarið hafa borist fréttir af því að Kennedy hafi sóst eftir ráðherra- eða áhrifastöðum í ríkisstjórn bæði Trump og Harris. Framboð Harris vísaði honum frá. Trump sagði aftur á móti CNN-sjónvarpsstöðinni í gær að hann væri opinn fyrir því að fá Kennedy hlutverk í ríkisstjórn lýsti hann stuðningi við sig. „Hann er bráðsnjall náungi. Hann er mjög gáfaður gaur. Ég hef þekkt hann mjög lengi. Ég vissi ekki að hann væri að hugsa um að hætta en ef hann er að hugsa um að hætta væri æeg sannarlega opinn fyrir því,“ sagði Trump. Kennedy sagðist tilbúinn að ræða við leiðtoga hvors flokksins sem er til þess að koma stefnumálum hans á framfæri. Frambjóðandinn hefur átt erfitt með að komast á kjörseðilinn alls staðar. Hann gæti þó náð í nógu mörg atkvæði til þess að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli Trump og Harris. Hvert furðumálið hefur rekið annað hjá Kennedy í kosningabaráttunni. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni sem hann hefur ekki neitað. Sjálfur upplýsti hann að ormar hefðu fundist í heila hans. Þá var greint frá því á dögunum að Kennedy hefði skilið eftir bjarnarhræ í Miðgarði í New York og reynt að láta líta út eins og hjólreiðamaður hefði rekist á bjarnarhún þar árið 2014.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51 Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. 18. apríl 2024 23:51
Kennedy biðst afsökunar á Super Bowl-auglýsingu Robert F. Kennedy yngri hefur beðið fjölskyldu sína afsökunar á auglýsingu tengdri framboði hans til forseta Bandaríkjanna. Hluti af auglýsingu hans fór í að sýna andlit frænda hans heitins, John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12. febrúar 2024 16:10