Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson skrifar 22. ágúst 2024 11:31 Tveir Akureyringar birtu nýlega grein hér á Vísi þar sem þeir færa rök fyrir því að Fjársýslan megi samkvæmt lögum ekki semja við Rapyd um færsluhirðingu fyrir opinberar stofnanir á Íslandi. Þau rök sem þar voru færð fram eiga ekki bara við um Fjársýsluna heldur öll fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir - því viðskipti við Rapyd eru brot á alþjóðalögum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að hlíta - og þar með allir þegnar landsins. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti íslenska fyrirtækið Valitor árið 2021 og breytti nafni þess í Rapyd Europe. Útibúið á Íslandi er alfarið í eigu Rapyd og stjórnarformaður þess er jafnframt forstjóri Rapyd í Ísrael. Rapyd stundar viðskipti á hernumdum svæðum Ísraels í Palestínu, svonefndum landtökubyggðum. Þá hafa fjölmiðlar í Ísrael sagt frá því að Rapyd vinni með ísraelska hernum í stríðsrekstrinum og hafi sett upp sérstakta stríðsstofu þar sem unnið sé með hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til Hamas og annarra andstæðinga Ísraels. Rapyd er því beinn þátttakandi í stríðinu á Gaza og manndrápunum þar. Af þessum sökum mega opinber fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir á Íslandi ekki eiga viðskipti við Rapyd. Það sama gildir um einkafyrirtæki því þeim ber einnig að fara að lögum og hlíta alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Viðskipti við Rapyd er brot á alþjóðalögum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna beindi árið 2022 spurningum til Alþjóðadómstólsins vegna hernumdu svæða Ísraels í Palestínu. Fyrir mánuði síðan skilaði dómstóllinn niðurstöðu þar sem segir afdráttarlaust að hernám Ísraels sé ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum og því beri að hætta svo fljótt sem hægt sé og Ísrael beri að greiða Palestínumönnum bætur. Samkvæmt þessum nýja úrskurði dómstólsins ber öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna skylda til að leita allra leiða sem þau geta til að binda enda á þetta ólöglega hernám og þau mega ekki gera neitt sem styður eða styrkir yfirráð Ísraels á hernumdu svæðunum. Af þessum úrskurði leiðir að íslenska ríkið eða hérlend fyrirtæki eða stofnanir þess mega ekki skipta við fyrirtæki sem reka starfsemi á hernumdu svæðunum eins og Rapyd gerir. Enn síður mega þau skipta við fyrirtæki sem vinna með ísraelska hernum að því að viðhalda eða styrkja hernámið eins og Rapyd gerir. Viðskipti við Rapyd eru því skýlaust brot á alþjóðalögum samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Fyrr í sumar ítrekaði norska utanríkisráðuneytið aðvörun til fyrirtækja um að með því að eiga viðskipti við fyrirtæki sem starfa á hernumdu svæðum Ísraels í Palestínu væru þau að brjóta alþjóðalög þar á meðal um mannréttindi. Sams konar viðvaranir hefur Evrópusambandið og mörg ríki gefið út. Þessar aðvaranir eiga alveg eins við um íslensk fyrirtæki og stofnanir. Það er alvarlegt ef fyrirtæki og stofnanir ganga gegn alþjóðalögum og skuldbindingum Íslands og slík mál geta vel endað fyrir dómstólum. En það eru fleiri góðar ástæður til að hætta viðskiptum við Rapyd en sú að þau viðskipti eru brot á alþjóðalögum. Viðskipti við Rapyd geta skapað áhættu Það gefur auga leið að opinberir aðlilar á Íslandi geta ekki með góðri samvisku tengt greiðslukerfi sín við kerfi sem er notað af hernaðaryfirvöldum sem standa í stríðsrekstri. Með því er öryggi okkar ógnað með margvíslegum hætti vegna beinnar tengingar við átök sem Ísland er ekki aðili að. Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur tvívegis á þessu ári varað fjármálafyrirtæki heimsins við því að flytja fjármuni til hinna herskáu landtökumanna á herteknu landi í Palestínu og sagt að fyrirtæki sem það geri verði beitt þvingunum af hálfu ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Miðað við herskáar yfirlýsingar forstjóra Rapyd er ekki útilokað að starfsemi þess verði beitt slíkum þvingunum í framtíðinni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir viðskiptavini Rapyd. Seðlabanki Íslands hefur lýst áhyggjum af því að greiðslumiðlun á Íslandi sé ekki í höndum innlendra aðila. Í því sé fólgin margvísleg áhætta og möguleikar okkar til að bregðast við óvæntum uppákomum séu skertir vegna þessa. Samningar opinberra aðila við ísraelska fyrirtækið Rapyd genga þvert gegn þessum viðvörunum og gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálaöryggi Íslands. Orðsporsáhætta þeirra sem skipta við Rapyd Snemma á þessu ári birti Alþjóðadómstóllinn í Haag þá niðurstöðu sína að líklega væri hernaður Ísraels á Gaza þjóðarmorð. Endanlegur úrskurður dómstólsins verður birtur fyrir lok ársins. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, að hernaður Ísraels á Gaza verði úrskurðaður þjóðarmorð væru fyrirtæki á Íslandi, félagasamtök og stofnanir í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði. Með viðskiptum við Rapyd væru þau beinlínis að stuðla að þjóðarmorði í Palestínu. Sú skömm verður mikil og mun seint gleymast. Eru stjórnendur virkilega tilbúnir að taka áhættuna á að setja svo ljótan blett á sjálft sig, fyrirtæki sitt, stofnun eða félagasamtök? Það er ekki hægt að bjóða fólki frá Palestínu að skipta við Rapyd Á Íslandi býr núna töluverður hópur fólks frá Palestínu. Fólk sem hefur fengið leyfi til að setjast hér að og er nú hluti af samfélagi okkar. Við verðum að taka tillit til þessa fólks og alls þess sem þau hafa gengið í gegnum. Það er ekki hægt að ætlast til þess þegar þau þurfa að eiga viðskipti við opinberar stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki á Íslandi að þá verði það í gegnum Rapyd sem tekur beinan þátt í stríði gegn fjölskyldu þeirra og vinum á Gaza. Það segir sig sjálft að slíkt nær ekki nokkurri átt. Mikill meirihluti Íslendinga vill ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hefur hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið (sjá hirdir.is þar sem fólk skráir og fylgist með fyrirtækjum). Þessi fyrirtæki hafa samvisku eða vilja ekki ganga í berhögg við einlægar tilfinningar fólks. Þau fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem skipta við Rapyd ganga hinsvegar þvert gegn vilja almennings með því að skipta við fyrirtæki sem mikill meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við af samviskuástæðum. Hvers vegna í ósköpunum? Niðurstaða Rökin fyrir því að skipta frekar við íslensk fyrirtæki en hið ísraelska Rapyd eru mörg og sterk. Þau eru lögfræðileg, skynsamleg og mannleg. Það er ekki eftir neinu að bíða. Skiptum strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Greiðslumiðlun Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Tveir Akureyringar birtu nýlega grein hér á Vísi þar sem þeir færa rök fyrir því að Fjársýslan megi samkvæmt lögum ekki semja við Rapyd um færsluhirðingu fyrir opinberar stofnanir á Íslandi. Þau rök sem þar voru færð fram eiga ekki bara við um Fjársýsluna heldur öll fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir - því viðskipti við Rapyd eru brot á alþjóðalögum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að hlíta - og þar með allir þegnar landsins. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti íslenska fyrirtækið Valitor árið 2021 og breytti nafni þess í Rapyd Europe. Útibúið á Íslandi er alfarið í eigu Rapyd og stjórnarformaður þess er jafnframt forstjóri Rapyd í Ísrael. Rapyd stundar viðskipti á hernumdum svæðum Ísraels í Palestínu, svonefndum landtökubyggðum. Þá hafa fjölmiðlar í Ísrael sagt frá því að Rapyd vinni með ísraelska hernum í stríðsrekstrinum og hafi sett upp sérstakta stríðsstofu þar sem unnið sé með hernum að því að rekja og stoppa peningasendingar til Hamas og annarra andstæðinga Ísraels. Rapyd er því beinn þátttakandi í stríðinu á Gaza og manndrápunum þar. Af þessum sökum mega opinber fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir á Íslandi ekki eiga viðskipti við Rapyd. Það sama gildir um einkafyrirtæki því þeim ber einnig að fara að lögum og hlíta alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Viðskipti við Rapyd er brot á alþjóðalögum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna beindi árið 2022 spurningum til Alþjóðadómstólsins vegna hernumdu svæða Ísraels í Palestínu. Fyrir mánuði síðan skilaði dómstóllinn niðurstöðu þar sem segir afdráttarlaust að hernám Ísraels sé ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum og því beri að hætta svo fljótt sem hægt sé og Ísrael beri að greiða Palestínumönnum bætur. Samkvæmt þessum nýja úrskurði dómstólsins ber öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna skylda til að leita allra leiða sem þau geta til að binda enda á þetta ólöglega hernám og þau mega ekki gera neitt sem styður eða styrkir yfirráð Ísraels á hernumdu svæðunum. Af þessum úrskurði leiðir að íslenska ríkið eða hérlend fyrirtæki eða stofnanir þess mega ekki skipta við fyrirtæki sem reka starfsemi á hernumdu svæðunum eins og Rapyd gerir. Enn síður mega þau skipta við fyrirtæki sem vinna með ísraelska hernum að því að viðhalda eða styrkja hernámið eins og Rapyd gerir. Viðskipti við Rapyd eru því skýlaust brot á alþjóðalögum samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Fyrr í sumar ítrekaði norska utanríkisráðuneytið aðvörun til fyrirtækja um að með því að eiga viðskipti við fyrirtæki sem starfa á hernumdu svæðum Ísraels í Palestínu væru þau að brjóta alþjóðalög þar á meðal um mannréttindi. Sams konar viðvaranir hefur Evrópusambandið og mörg ríki gefið út. Þessar aðvaranir eiga alveg eins við um íslensk fyrirtæki og stofnanir. Það er alvarlegt ef fyrirtæki og stofnanir ganga gegn alþjóðalögum og skuldbindingum Íslands og slík mál geta vel endað fyrir dómstólum. En það eru fleiri góðar ástæður til að hætta viðskiptum við Rapyd en sú að þau viðskipti eru brot á alþjóðalögum. Viðskipti við Rapyd geta skapað áhættu Það gefur auga leið að opinberir aðlilar á Íslandi geta ekki með góðri samvisku tengt greiðslukerfi sín við kerfi sem er notað af hernaðaryfirvöldum sem standa í stríðsrekstri. Með því er öryggi okkar ógnað með margvíslegum hætti vegna beinnar tengingar við átök sem Ísland er ekki aðili að. Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur tvívegis á þessu ári varað fjármálafyrirtæki heimsins við því að flytja fjármuni til hinna herskáu landtökumanna á herteknu landi í Palestínu og sagt að fyrirtæki sem það geri verði beitt þvingunum af hálfu ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Miðað við herskáar yfirlýsingar forstjóra Rapyd er ekki útilokað að starfsemi þess verði beitt slíkum þvingunum í framtíðinni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir viðskiptavini Rapyd. Seðlabanki Íslands hefur lýst áhyggjum af því að greiðslumiðlun á Íslandi sé ekki í höndum innlendra aðila. Í því sé fólgin margvísleg áhætta og möguleikar okkar til að bregðast við óvæntum uppákomum séu skertir vegna þessa. Samningar opinberra aðila við ísraelska fyrirtækið Rapyd genga þvert gegn þessum viðvörunum og gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálaöryggi Íslands. Orðsporsáhætta þeirra sem skipta við Rapyd Snemma á þessu ári birti Alþjóðadómstóllinn í Haag þá niðurstöðu sína að líklega væri hernaður Ísraels á Gaza þjóðarmorð. Endanlegur úrskurður dómstólsins verður birtur fyrir lok ársins. Ef niðurstaðan verður sú, sem margt bendir til, að hernaður Ísraels á Gaza verði úrskurðaður þjóðarmorð væru fyrirtæki á Íslandi, félagasamtök og stofnanir í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði. Með viðskiptum við Rapyd væru þau beinlínis að stuðla að þjóðarmorði í Palestínu. Sú skömm verður mikil og mun seint gleymast. Eru stjórnendur virkilega tilbúnir að taka áhættuna á að setja svo ljótan blett á sjálft sig, fyrirtæki sitt, stofnun eða félagasamtök? Það er ekki hægt að bjóða fólki frá Palestínu að skipta við Rapyd Á Íslandi býr núna töluverður hópur fólks frá Palestínu. Fólk sem hefur fengið leyfi til að setjast hér að og er nú hluti af samfélagi okkar. Við verðum að taka tillit til þessa fólks og alls þess sem þau hafa gengið í gegnum. Það er ekki hægt að ætlast til þess þegar þau þurfa að eiga viðskipti við opinberar stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki á Íslandi að þá verði það í gegnum Rapyd sem tekur beinan þátt í stríði gegn fjölskyldu þeirra og vinum á Gaza. Það segir sig sjálft að slíkt nær ekki nokkurri átt. Mikill meirihluti Íslendinga vill ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í mars síðastliðnum vildu tæp 60% Íslendinga ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðil. Óhætt er að fullyrða að þessi tala hefur hækkað síðan þá með áframhaldandi drápum á varnarlausu fólki, konum og börnum. Hundruð fyrirtækja á Íslandi hafa hætt viðskiptum við Rapyd og fjölmörg eru á þeirri leið (sjá hirdir.is þar sem fólk skráir og fylgist með fyrirtækjum). Þessi fyrirtæki hafa samvisku eða vilja ekki ganga í berhögg við einlægar tilfinningar fólks. Þau fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem skipta við Rapyd ganga hinsvegar þvert gegn vilja almennings með því að skipta við fyrirtæki sem mikill meirhluti þjóðarinnar vill alls ekki skipta við af samviskuástæðum. Hvers vegna í ósköpunum? Niðurstaða Rökin fyrir því að skipta frekar við íslensk fyrirtæki en hið ísraelska Rapyd eru mörg og sterk. Þau eru lögfræðileg, skynsamleg og mannleg. Það er ekki eftir neinu að bíða. Skiptum strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun