Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 12:23 Bílaplönin við Hallgrímskirkju urðu gjaldskyld í sumar. Vísir/Vilhelm Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. Bílastæðin við Hallgrímskirkju voru lengi ein af fáum gjaldfrjálsum bílastæðum í miðbænum, en í sumar varð breyting þar á, þegar gjaldsvæði eitt og tvö voru útvíkkuð í Reykjavík. Gjaldskyldan nær nú yfir bílaplan Hallgrímskirkju við Egilsgötu og Eiríksgötu, en bílaplanið við Tækniskólann er enn gjaldfrjálst. Til að mynda var gjaldskylda einnig tekin upp á malarplaninu við Háskóla Íslands. Skrítið að leggja kostnaðinn á nemendur Móðir ungrar konu sem er við nám, segir að það skjóti skökku við að fólk sem er að reyna mennta sig þurfi að borga fúlgur fjár í bílastæðasjóð. Þær eiga heima í Njarðvík, og konan ekur þaðan flesta daga í skólann. Það sé alveg nóg að borga slatta í bensínkostnað. „Mér finnst þetta mjög svo skrítið, námið kostar og svo leggst þetta ofaná,“ segir móðirin. Hún furðar sig á því að ekki sé hægt að sækja um einhvers konar bílastæðakort fyrir nemendur. „Þó þeir þyrftu að borga eitthvað smotterí fyrir það, það væri alveg eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er bara allt að verða gjaldskylt“ Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, segir að bílastæðum þar sem hægt er að leggja ókeypis hafi fækkað verulega í miðbænum. „Það er bara í samræmi við stefnu um gjaldtöku og vistvænar samgöngur og svoleiðis,“ segir hún. Hún segir að nemendur og starfsfólk Tækniskólans glími við þennan vanda, rétt eins fólk í MR, Kvennó, og Háskóla Íslands. Ekki standi til að skoða einhverja bílastæðapassa fyrir nemendur eða annað slíkt. Hún reiknar allt eins með að það verði komin gjaldskylda einnig á bílaplanið milli Tækniskólans og kirkjunnar á næstunni. „Þetta er bara það sem er að gerast. Ég fæ reglulega fyrirspurnir frá nemendum sem kvarta yfir þessu, en við erum bara í 101 og svona er þróunin,“ segir Hildur. Reykjavík Bílastæði Bílar Skóla- og menntamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bílastæðin við Hallgrímskirkju voru lengi ein af fáum gjaldfrjálsum bílastæðum í miðbænum, en í sumar varð breyting þar á, þegar gjaldsvæði eitt og tvö voru útvíkkuð í Reykjavík. Gjaldskyldan nær nú yfir bílaplan Hallgrímskirkju við Egilsgötu og Eiríksgötu, en bílaplanið við Tækniskólann er enn gjaldfrjálst. Til að mynda var gjaldskylda einnig tekin upp á malarplaninu við Háskóla Íslands. Skrítið að leggja kostnaðinn á nemendur Móðir ungrar konu sem er við nám, segir að það skjóti skökku við að fólk sem er að reyna mennta sig þurfi að borga fúlgur fjár í bílastæðasjóð. Þær eiga heima í Njarðvík, og konan ekur þaðan flesta daga í skólann. Það sé alveg nóg að borga slatta í bensínkostnað. „Mér finnst þetta mjög svo skrítið, námið kostar og svo leggst þetta ofaná,“ segir móðirin. Hún furðar sig á því að ekki sé hægt að sækja um einhvers konar bílastæðakort fyrir nemendur. „Þó þeir þyrftu að borga eitthvað smotterí fyrir það, það væri alveg eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er bara allt að verða gjaldskylt“ Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, segir að bílastæðum þar sem hægt er að leggja ókeypis hafi fækkað verulega í miðbænum. „Það er bara í samræmi við stefnu um gjaldtöku og vistvænar samgöngur og svoleiðis,“ segir hún. Hún segir að nemendur og starfsfólk Tækniskólans glími við þennan vanda, rétt eins fólk í MR, Kvennó, og Háskóla Íslands. Ekki standi til að skoða einhverja bílastæðapassa fyrir nemendur eða annað slíkt. Hún reiknar allt eins með að það verði komin gjaldskylda einnig á bílaplanið milli Tækniskólans og kirkjunnar á næstunni. „Þetta er bara það sem er að gerast. Ég fæ reglulega fyrirspurnir frá nemendum sem kvarta yfir þessu, en við erum bara í 101 og svona er þróunin,“ segir Hildur.
Reykjavík Bílastæði Bílar Skóla- og menntamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent