Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2024 21:17 Innanlandsfarþegar á Akureyrarflugvelli fengu í dag í fyrsta sinn að upplifa bjartan og rúmgóðan brottfararsal millilandaflugsins. KMU Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing 737-þotu hollenska flugfélagsins Transavia, sem lenti á Akureyri á tíunda tímanum í morgun frá Rotterdam. Þota hollenska flugfélagsins Transavia við nýju flugstöðvarálmuna í morgun.KMU Hún var sú fyrsta til að taka við farþegum í gegnum nýja innritunarsalinn. Um sjötíu farþegar áttu bókað flug með vélinni út til Hollands og álíka margir komu með henni til höfuðstaðar Norðurlands. Farþegar að ganga úr Dash 8 Q400-vél Icelandair inn í nýju flugstöðvarálmuna í hádeginu.KMU Í hádeginu fengu svo farþegar í innanlandsflugi Icelandair einnig að upplifa breytta innritun. Þeir voru jafnframt fyrstu innanlandsfarþegarnir til að nýta farþegasalinn í hinni nýju flugstöðvarálmu millilandaflugsins sem og nýtt töskufæriband. Innanlandsfarþegar sækja farangur sinn á töskufæribandið í sal millilandaflugsins.KMU Það verður þó aðeins tímabundið næstu vikur meðan unnið er að endurbótum á gömlu flugstöðinni en farþegasalir innanlands- og millilandaflugs á Akureyrarflugvelli verða í framtíðinni aðskildir. Sami innritunarsalur verður nýttur fyrir alla farþega en síðan halda millilandafarþegar í norðurálmuna í gegnum vegabréfaskoðun og vopnaleit. Innanlandsfarþegar fara hins vegar í suðurálmuna. Veitingasalan í nýju flugstöðvarálmunni.KMU Búið er að leggja af veitingasöluna við hlið gamla brottfararsalar innanlandsflugsins en salur innanlandsflugsins verður innréttaður í syðsta hluta bygginganna, þar sem innritun farþega var þar til í dag. Áætlað er breytingum á flugstöðinni verði að fullu lokið í lok októbermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing 737-þotu hollenska flugfélagsins Transavia, sem lenti á Akureyri á tíunda tímanum í morgun frá Rotterdam. Þota hollenska flugfélagsins Transavia við nýju flugstöðvarálmuna í morgun.KMU Hún var sú fyrsta til að taka við farþegum í gegnum nýja innritunarsalinn. Um sjötíu farþegar áttu bókað flug með vélinni út til Hollands og álíka margir komu með henni til höfuðstaðar Norðurlands. Farþegar að ganga úr Dash 8 Q400-vél Icelandair inn í nýju flugstöðvarálmuna í hádeginu.KMU Í hádeginu fengu svo farþegar í innanlandsflugi Icelandair einnig að upplifa breytta innritun. Þeir voru jafnframt fyrstu innanlandsfarþegarnir til að nýta farþegasalinn í hinni nýju flugstöðvarálmu millilandaflugsins sem og nýtt töskufæriband. Innanlandsfarþegar sækja farangur sinn á töskufæribandið í sal millilandaflugsins.KMU Það verður þó aðeins tímabundið næstu vikur meðan unnið er að endurbótum á gömlu flugstöðinni en farþegasalir innanlands- og millilandaflugs á Akureyrarflugvelli verða í framtíðinni aðskildir. Sami innritunarsalur verður nýttur fyrir alla farþega en síðan halda millilandafarþegar í norðurálmuna í gegnum vegabréfaskoðun og vopnaleit. Innanlandsfarþegar fara hins vegar í suðurálmuna. Veitingasalan í nýju flugstöðvarálmunni.KMU Búið er að leggja af veitingasöluna við hlið gamla brottfararsalar innanlandsflugsins en salur innanlandsflugsins verður innréttaður í syðsta hluta bygginganna, þar sem innritun farþega var þar til í dag. Áætlað er breytingum á flugstöðinni verði að fullu lokið í lok októbermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50