„Snýst um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2024 20:31 Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að fagna eftir leik kvöldsins þrátt fyrir að hans menn hafi klikkað á tveimur vítaspyrnum. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir það vera skrýtna tilfinningu að hafa unnið 5-0 stórsigur gegn Santa Coloma í forkeppni Sambandsdeildarinnar, en hugsa samt eftir leik að sigurinn hafi getað verið mun stærri. „Þetta var furðulegur leikur. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ellefu á móti ellfu vorum við frábærir,“ sagði Arnar í leikslok. „Svo fengum við vítið og urðum manni fleiri, en því miður klúðruðum við vítinu. En við vorum ekkert að hengja haus, við héldum áfram. En þetta var virkilega furðulegur leikur með öll þessi víti og þeir misstu bara hausinn í seinni hálfleik eins og okkur grunaði. Þeir voru að fara út úr stöðum og buðu okkur upp á algjöra veislu. Þannig að 5-0 er mjög gott veganesti.“ Þrátt fyrir þennan stórsigur segir Arnar þó að líklega hefðu hans menn átt að vinna enn stærra, enda fóru tvö víti forgörðum. „Maður var alveg gráðugur í seinni hálfleik, en við töluðum líka um það að reyna ekki að gera tíu mörk í hverri sókn og reyna að vanda okkur, sýna aga og bíða eftir réttu tækifærunum, réttu fyrirgjöfunum og réttu færunum. Þannig ég í raun gæti ekki verið ánægðari.“ „Eins og ég sagði þá fannst mér fyrri hálfleikur bara virkilega vel spilaður. Við herjuðum vel á þá og það kom svona alda af sóknum þar sem við náðum að halda við margar sóknir miðað við fyrri Evrópuleiki þar sem leið langt á milli sókna. Við vorum að ná fyrirgjöfum og góðum færslum. Kantmennirnir voru ferskir og við náðum að spila okkar leik og halda okkar tempói.“ Þá segir hann að Víkingsliðið muni mæta með aðrar áherslur í seinni leikinn sem fram fer eftir viku og að mögulega fái einhverjir leikmenn hvíld. „Seinni leikurinn snýst bara um að halda góðum aga og skipulagi og ekki láta leiða okkur út í einvherja vitleysu. Við þurfum að æfa okkur að verða gott Evrópulið á útivelli og að stjórna leikjum eins vel og mögulegt er. Við erum komnir langleiðina með þetta, en þetta er ekki alveg búið.“ „Mögulega fá einhverjir hvíld í seinni leiknum. Það er náttúrulega leikur á móti Val nokkrum dögum seinna þannig það verður mögulega skoðað. Kannski einhverjir sem verða tæpir fyrir þann leik. En í augnablikinu snýst þetta um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu og klára þetta með sæmd,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
„Þetta var furðulegur leikur. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ellefu á móti ellfu vorum við frábærir,“ sagði Arnar í leikslok. „Svo fengum við vítið og urðum manni fleiri, en því miður klúðruðum við vítinu. En við vorum ekkert að hengja haus, við héldum áfram. En þetta var virkilega furðulegur leikur með öll þessi víti og þeir misstu bara hausinn í seinni hálfleik eins og okkur grunaði. Þeir voru að fara út úr stöðum og buðu okkur upp á algjöra veislu. Þannig að 5-0 er mjög gott veganesti.“ Þrátt fyrir þennan stórsigur segir Arnar þó að líklega hefðu hans menn átt að vinna enn stærra, enda fóru tvö víti forgörðum. „Maður var alveg gráðugur í seinni hálfleik, en við töluðum líka um það að reyna ekki að gera tíu mörk í hverri sókn og reyna að vanda okkur, sýna aga og bíða eftir réttu tækifærunum, réttu fyrirgjöfunum og réttu færunum. Þannig ég í raun gæti ekki verið ánægðari.“ „Eins og ég sagði þá fannst mér fyrri hálfleikur bara virkilega vel spilaður. Við herjuðum vel á þá og það kom svona alda af sóknum þar sem við náðum að halda við margar sóknir miðað við fyrri Evrópuleiki þar sem leið langt á milli sókna. Við vorum að ná fyrirgjöfum og góðum færslum. Kantmennirnir voru ferskir og við náðum að spila okkar leik og halda okkar tempói.“ Þá segir hann að Víkingsliðið muni mæta með aðrar áherslur í seinni leikinn sem fram fer eftir viku og að mögulega fái einhverjir leikmenn hvíld. „Seinni leikurinn snýst bara um að halda góðum aga og skipulagi og ekki láta leiða okkur út í einvherja vitleysu. Við þurfum að æfa okkur að verða gott Evrópulið á útivelli og að stjórna leikjum eins vel og mögulegt er. Við erum komnir langleiðina með þetta, en þetta er ekki alveg búið.“ „Mögulega fá einhverjir hvíld í seinni leiknum. Það er náttúrulega leikur á móti Val nokkrum dögum seinna þannig það verður mögulega skoðað. Kannski einhverjir sem verða tæpir fyrir þann leik. En í augnablikinu snýst þetta um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu og klára þetta með sæmd,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira