Vilja verða hverfisbarinn við Snorrabraut Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 23. ágúst 2024 21:00 Ragnheiður Sara segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Á dagskrá er að halda ýmsa tónleikaviðburði á Snorrabar. Vísir Nýr bar hefur verið opnaður við Snorrabraut í Reykjavík og ber hið viðeigandi heiti Snorrabar. Rekstrarstjóri vill bjóða upp á notalegan og stílhreinan hverfisbar með reglulegum tónlistarviðburðum. Barinn er í sama húsi og Nordic Hostel og eru bæði bar og hostel í eigu Helga Ólafssonar. Dóttir hans, Ragnheiður Sara Sörensen, er rekstrarstjóri Snorrabars og segist hafa fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir bar í hverfinu. „Við stefnum á að fá innblástur frá Loft Hostel og Kexinu. Við ætlum að vera með DJ-a og aðra viðburði en ekki stórtónleika heldur frekar rólegri tónleika,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Tónlistarviðburðir verði þó minni í sniðum en á Kex Hostel fyrir breytingar. Staðurinn er mjög hlýlegur, enda fjöldinn allur af plöntum til að blása lífi í staðinn.Snorrabar „Við viljum bjóða nágranna okkar velkomna og gera þetta að heimabar þeirra sem eru hérna í hverfinu.“ Á ekki að vera skemmtistaður Staðurinn opnaði fyrir um mánuði síðan og segir Ragnheiður að staðurinn hafi verið vel sóttur. „Allir þeir sem ég hef talað við sem búa hérna í hverfinu eru mjög spenntir að fá hverfisbarinn. Af því að þetta er líka bara bar, þetta á ekki að vera skemmtistaður. Það verða ekki læti og það á ekki að vera ónæði fyrir nágranna eða fólkið sem er að gista,“ segir Ragnheiður. Hún segist mjög ánægð með staðsetninguna og barinn vinni vel með veitingastaðnum Just Winging It, sem er á neðri hæð hússins. „Við ætlum að keyra út á fegurð og hafa hann alltaf snyrtilegan og fínan.“ Það er bæði hostel og veitingastaður í húsinu.Snorrabar Reksturinn fari ótrúlega vel af stað Ragnheiður segir stílhreinn staðurinn sé hugarfóstur Helga pabba síns. „Hann sá bara um þetta allt. Hann er búinn að ferðast um allan heim og fá hugmyndir. Síðan er Helgi svo mikill fagurkeri og þetta er allt hans.“ Mikil umræða hefur verið meðal veitingamanna undanfarin misseri um hve erfitt getur reynst að ná árangri í geiranum. Margir hafa kvartað undan háum vöru- og áfengiskostnaði og háum launalið. Ragnheiður segist ekki hafa áhyggjur af þessu. „Ég er mjög bjartsýn og þetta er að byrja svo ótúrlega vel. Ég vona bara það haldi áfram. Við erum búin að fá frábærar viðtökur frá ótrúlegasta fólki,“ segir Ragnheiður. Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Barinn er í sama húsi og Nordic Hostel og eru bæði bar og hostel í eigu Helga Ólafssonar. Dóttir hans, Ragnheiður Sara Sörensen, er rekstrarstjóri Snorrabars og segist hafa fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir bar í hverfinu. „Við stefnum á að fá innblástur frá Loft Hostel og Kexinu. Við ætlum að vera með DJ-a og aðra viðburði en ekki stórtónleika heldur frekar rólegri tónleika,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Tónlistarviðburðir verði þó minni í sniðum en á Kex Hostel fyrir breytingar. Staðurinn er mjög hlýlegur, enda fjöldinn allur af plöntum til að blása lífi í staðinn.Snorrabar „Við viljum bjóða nágranna okkar velkomna og gera þetta að heimabar þeirra sem eru hérna í hverfinu.“ Á ekki að vera skemmtistaður Staðurinn opnaði fyrir um mánuði síðan og segir Ragnheiður að staðurinn hafi verið vel sóttur. „Allir þeir sem ég hef talað við sem búa hérna í hverfinu eru mjög spenntir að fá hverfisbarinn. Af því að þetta er líka bara bar, þetta á ekki að vera skemmtistaður. Það verða ekki læti og það á ekki að vera ónæði fyrir nágranna eða fólkið sem er að gista,“ segir Ragnheiður. Hún segist mjög ánægð með staðsetninguna og barinn vinni vel með veitingastaðnum Just Winging It, sem er á neðri hæð hússins. „Við ætlum að keyra út á fegurð og hafa hann alltaf snyrtilegan og fínan.“ Það er bæði hostel og veitingastaður í húsinu.Snorrabar Reksturinn fari ótrúlega vel af stað Ragnheiður segir stílhreinn staðurinn sé hugarfóstur Helga pabba síns. „Hann sá bara um þetta allt. Hann er búinn að ferðast um allan heim og fá hugmyndir. Síðan er Helgi svo mikill fagurkeri og þetta er allt hans.“ Mikil umræða hefur verið meðal veitingamanna undanfarin misseri um hve erfitt getur reynst að ná árangri í geiranum. Margir hafa kvartað undan háum vöru- og áfengiskostnaði og háum launalið. Ragnheiður segist ekki hafa áhyggjur af þessu. „Ég er mjög bjartsýn og þetta er að byrja svo ótúrlega vel. Ég vona bara það haldi áfram. Við erum búin að fá frábærar viðtökur frá ótrúlegasta fólki,“ segir Ragnheiður.
Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira