Rafvarnarvopn við lögreglustörf: Öryggi almennings og lögreglu Ólafur Örn Bragason skrifar 25. ágúst 2024 08:01 Undanfarið eitt og hálft ár hefur lögreglan unnið að því að innleiða rafvarnarvopn, sem viðbót við annan búnað lögreglu. Hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að nota slík tæki til að bæta öryggi almennings og lögreglu. Nýleg þróun í ofbeldismálum, þar sem hnífar eru algengari, leiddu til endurskoðunar á þessu mati. Norðurlöndin hafa þegar innleitt rafvarnarvopn með góðum árangri, þar sem lögreglumenn upplifa aukið öryggi við skyldustörf sín án þess að traust almennings til lögreglu minnki. Þrátt fyrir þessa nýju tækni eru grunngildi lögreglu, samvinna og samskipti við þá sem hún þjónar, ætíð hornsteinn árangursríkrar löggæslu. Helmingur landsmanna hlynntur notkun Nýleg könnun sem Gallup framkvæmdi á viðhorfum landsmanna til notkunar rafvarnarvopna af hálfu lögreglu leiddi í ljós að helmingur Íslendinga er hlynntur því að lögreglan noti rafvarnarvopn í starfi, en 29% eru andvíg og 20% hlutlaus. Þegar þátttakendur voru spurðir um beitingu rafvarnarvopna í mismunandi aðstæðum voru flestir hlynntir því að beita rafvarnarvopni gegn aðila sem vopnaður er hníf, ógnar öðrum með hníf eða aðila vopnuðum barefli. Það rímar vel við niðurstöður úr árlegri könnun ríkislögreglustjóra á starfsumhverfi lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru spurðir sömu spurninga. Á hinn bóginn var mun minni stuðningur, bæði hjá almenningi og lögreglumönnum, við notkun rafvarnarvopna gegn einstaklingum í geðrofi. Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir stuðning við notkun rafvarnarvopns í vissum aðstæðum, er mjög mikilvægt að lögreglan haldi áfram að leggja áherslu á samskipti sem sitt fyrsta verkfæri í erfiðum aðstæðum. Röddin og færni í að takast á við erfiðar aðstæður með mannlegri nálgun er og verður ætíð mikilvægasta verkfærið í starfi lögreglu. Öflugt eftirlit með notkun Lögreglan hefur útbúið fræðslumyndbönd þar sem daglegur búnaður lögreglu er kynntur fyrir almenningi til að hann þekki tækin og til hvers þau eru notuð. Reynsla hinna Norðurlandanna er sú að með innleiðingu rafvarnarvopna dragi úr tíðni notkunar annars valdbeitingabúnaðar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að rafvarnarvopn verði aðeins notuð í fáum tilfellum á ári hverju. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að rýna hvert tilfelli þar sem rafvarnarvopn er dregið úr slíðri og hefur hann til þess meðal annars upptöku í hljóð og mynd. Ef nauðsyn reynist verður verklag og þjálfun uppfærð til að tryggja öryggi og rétta notkun. Þrátt fyrir ítarlega þjálfun lögreglumanna í notkun rafvarnarvopna er megináhersla allrar þjálfunar hjá lögreglunni samskipti, spennulækkandi aðferðafræði, læsi á aðstæður og ákvarðanataka. Rafvarnarvopnin eru því aðeins einn liður í verkefnum lögreglunnar að vernda og virða almenning þannig að unnt sé að tryggja sem öruggast samfélag fyrir öll. Hvað er löggan með í beltinu? Gummi aðstoðaryfirlögregluþjónn segir frá þeim tækjum og tólum sem lögregla ber við störf sín. Hvað er rafvarnarvopn? Nú styttist í að lögreglan taki þau í notkun og Birna lögreglufulltrúi segir okkur frá því hvernig þau virka. Höfundur er sviðsstjóri Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Rafbyssur Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár hefur lögreglan unnið að því að innleiða rafvarnarvopn, sem viðbót við annan búnað lögreglu. Hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að nota slík tæki til að bæta öryggi almennings og lögreglu. Nýleg þróun í ofbeldismálum, þar sem hnífar eru algengari, leiddu til endurskoðunar á þessu mati. Norðurlöndin hafa þegar innleitt rafvarnarvopn með góðum árangri, þar sem lögreglumenn upplifa aukið öryggi við skyldustörf sín án þess að traust almennings til lögreglu minnki. Þrátt fyrir þessa nýju tækni eru grunngildi lögreglu, samvinna og samskipti við þá sem hún þjónar, ætíð hornsteinn árangursríkrar löggæslu. Helmingur landsmanna hlynntur notkun Nýleg könnun sem Gallup framkvæmdi á viðhorfum landsmanna til notkunar rafvarnarvopna af hálfu lögreglu leiddi í ljós að helmingur Íslendinga er hlynntur því að lögreglan noti rafvarnarvopn í starfi, en 29% eru andvíg og 20% hlutlaus. Þegar þátttakendur voru spurðir um beitingu rafvarnarvopna í mismunandi aðstæðum voru flestir hlynntir því að beita rafvarnarvopni gegn aðila sem vopnaður er hníf, ógnar öðrum með hníf eða aðila vopnuðum barefli. Það rímar vel við niðurstöður úr árlegri könnun ríkislögreglustjóra á starfsumhverfi lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru spurðir sömu spurninga. Á hinn bóginn var mun minni stuðningur, bæði hjá almenningi og lögreglumönnum, við notkun rafvarnarvopna gegn einstaklingum í geðrofi. Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir stuðning við notkun rafvarnarvopns í vissum aðstæðum, er mjög mikilvægt að lögreglan haldi áfram að leggja áherslu á samskipti sem sitt fyrsta verkfæri í erfiðum aðstæðum. Röddin og færni í að takast á við erfiðar aðstæður með mannlegri nálgun er og verður ætíð mikilvægasta verkfærið í starfi lögreglu. Öflugt eftirlit með notkun Lögreglan hefur útbúið fræðslumyndbönd þar sem daglegur búnaður lögreglu er kynntur fyrir almenningi til að hann þekki tækin og til hvers þau eru notuð. Reynsla hinna Norðurlandanna er sú að með innleiðingu rafvarnarvopna dragi úr tíðni notkunar annars valdbeitingabúnaðar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að rafvarnarvopn verði aðeins notuð í fáum tilfellum á ári hverju. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að rýna hvert tilfelli þar sem rafvarnarvopn er dregið úr slíðri og hefur hann til þess meðal annars upptöku í hljóð og mynd. Ef nauðsyn reynist verður verklag og þjálfun uppfærð til að tryggja öryggi og rétta notkun. Þrátt fyrir ítarlega þjálfun lögreglumanna í notkun rafvarnarvopna er megináhersla allrar þjálfunar hjá lögreglunni samskipti, spennulækkandi aðferðafræði, læsi á aðstæður og ákvarðanataka. Rafvarnarvopnin eru því aðeins einn liður í verkefnum lögreglunnar að vernda og virða almenning þannig að unnt sé að tryggja sem öruggast samfélag fyrir öll. Hvað er löggan með í beltinu? Gummi aðstoðaryfirlögregluþjónn segir frá þeim tækjum og tólum sem lögregla ber við störf sín. Hvað er rafvarnarvopn? Nú styttist í að lögreglan taki þau í notkun og Birna lögreglufulltrúi segir okkur frá því hvernig þau virka. Höfundur er sviðsstjóri Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun