Vinna að því að bera kennsl á ferðamennina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 26. ágúst 2024 08:18 Sveinn Kristján yfirlögregluþjónn segir að um blandaðan hóp ferðamanna hafi verið að ræða. Vísir/Stöð 2 og RAX Lögregla á Suðurlandi vinnur nú að því að bera kennsl á þá einstaklinga sem lentu undir ísfargi í íshellaskoðunarferð við Breiðamerkurjökul í gær. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að aðgerðir við leit hafi hafist að nýju um klukkan sjö í morgun. Hann segir að það verði töluvert færra fólk í dag því þar sem verið sé að leita á afmörkuðu svæði. „Það er þröngt að komast að þannig að það er unnið á stuttum vöktum. Þetta er heilmikil handavinna. Við munum vera með þrjú fjögur gengi sem skiptast á að vinna: moka og brjóta ís.“ Sveinn Kristján segir að í gær hafi þurft að beita handaflinu einu og að ekki sé hægt að koma neinum vélum þarna að. „Þetta þarf allt að vinnast með handafli áfram meira og minna. Við erum með sagir og fleyga og slíkt til að mölva ísinn niður en annað ekki.“ Hvernig eru aðstæður á vettvangi? „Þetta er náttúrulega uppi á jökli og aðstæður eftir því. Það er mikill ís og rennandi vatn eftir botninum. En ég held að veður sé þokkalegt þó það sé kalt í morgunsárið og kalt í nótt. Ég held að aðstæður til leitar séu þannig lagað ágætar.“ Blandaður hópur ferðamanna Aðspurður um líðan ferðamannsins sem bjargað var undan farginu í gær segist Sveinn Kristján ekki hafa fengið frekari fréttir. Líðan viðkomandi sé stöðug og viðkomandi sé ekki í lífshættu. Vitið hvers lenskir þessir einstaklingar eru? „Já, við vitum það en viljum ekki gefa það upp í augnablikinu. Við erum að vinna í þeim hlutum ennþá og ekki tímabært að gefa það upp.“ Hann segir að um hafi verið að ræða mjög blandaðan hóp ferðamanna í umræddri ferð. „Þetta voru ferðamenn frá mörgum löndum. Tveir til fjórir saman í minni hópum sem sameinuðust og keyptu sér þessa ferð hjá fyrirtæki.“ Stíf öryggisvakt Sveinn Kristján segir lögreglu vera með stífa öryggisvakt á vettvangi og yfir leitinni. „Við leitum á meðan það er óhætt en við hættum um leið og við sjáum og finnum að ef aðstæður eru þannig að það er ekki forsvaranlegt að halda áfram leit þá endurskoðum við þá ákvörðun. Við förum eftir mjög stífum öryggisreglum og framfylgjum þeim.“ Hafið þið náð í aðstandendur þeirra sem lentu í slysinu? „Nei, við erum ekki með í rauninni upplýsingar um það hverjir nákvæmlega það eru sem lentu í slysinu en erum að vinna að þeim upplýsingum og grafa það upp.“ Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af leitinni í vaktinni hér að neðan. Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Lögreglumál Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42 Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að aðgerðir við leit hafi hafist að nýju um klukkan sjö í morgun. Hann segir að það verði töluvert færra fólk í dag því þar sem verið sé að leita á afmörkuðu svæði. „Það er þröngt að komast að þannig að það er unnið á stuttum vöktum. Þetta er heilmikil handavinna. Við munum vera með þrjú fjögur gengi sem skiptast á að vinna: moka og brjóta ís.“ Sveinn Kristján segir að í gær hafi þurft að beita handaflinu einu og að ekki sé hægt að koma neinum vélum þarna að. „Þetta þarf allt að vinnast með handafli áfram meira og minna. Við erum með sagir og fleyga og slíkt til að mölva ísinn niður en annað ekki.“ Hvernig eru aðstæður á vettvangi? „Þetta er náttúrulega uppi á jökli og aðstæður eftir því. Það er mikill ís og rennandi vatn eftir botninum. En ég held að veður sé þokkalegt þó það sé kalt í morgunsárið og kalt í nótt. Ég held að aðstæður til leitar séu þannig lagað ágætar.“ Blandaður hópur ferðamanna Aðspurður um líðan ferðamannsins sem bjargað var undan farginu í gær segist Sveinn Kristján ekki hafa fengið frekari fréttir. Líðan viðkomandi sé stöðug og viðkomandi sé ekki í lífshættu. Vitið hvers lenskir þessir einstaklingar eru? „Já, við vitum það en viljum ekki gefa það upp í augnablikinu. Við erum að vinna í þeim hlutum ennþá og ekki tímabært að gefa það upp.“ Hann segir að um hafi verið að ræða mjög blandaðan hóp ferðamanna í umræddri ferð. „Þetta voru ferðamenn frá mörgum löndum. Tveir til fjórir saman í minni hópum sem sameinuðust og keyptu sér þessa ferð hjá fyrirtæki.“ Stíf öryggisvakt Sveinn Kristján segir lögreglu vera með stífa öryggisvakt á vettvangi og yfir leitinni. „Við leitum á meðan það er óhætt en við hættum um leið og við sjáum og finnum að ef aðstæður eru þannig að það er ekki forsvaranlegt að halda áfram leit þá endurskoðum við þá ákvörðun. Við förum eftir mjög stífum öryggisreglum og framfylgjum þeim.“ Hafið þið náð í aðstandendur þeirra sem lentu í slysinu? „Nei, við erum ekki með í rauninni upplýsingar um það hverjir nákvæmlega það eru sem lentu í slysinu en erum að vinna að þeim upplýsingum og grafa það upp.“ Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af leitinni í vaktinni hér að neðan.
Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Lögreglumál Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42 Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10
Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42
Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01