Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 26. ágúst 2024 11:41 Jóhann Hilmar Haraldsson stýrir aðgerðum á vettvangi á Breiðamerkurjökli. Vísir/Vilhelm Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. „Ég get ekki sagt annað en að það hafi bara gengið vel, og gengið ákveðið,“ segir Jóhann Hilmar í samtali við fréttamann á vettvangi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila tekur þátt í aðgerðum á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Í augnablikinu erum við með um fimmtíu, sextíu manns hérna. Í gærkvöldi hættum við hérna með um sjötíu manns, eitthvað aðeins komið og farið og allt þetta. En þetta er í sjálfu sér svona aðgerð kannski þar sem að við þiggjum það sem að kemur svo þurfa eðlilega einhverjir að fara. En þetta eru svona sextíu manns sem eru hérna,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann ekki marga vera illa hvílda eða vansvefta sem taka þátt í aðgerðunum. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég held að það hafi náðst ágætlega að hvíla fólk og við vinnum þannig í lotum með fólk núna að ég held að við séum bara með virkilega ferskar hendur,“ segir Jóhann. Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu. „Við erum hérna með fólk sem þekkir vel til svona aðstæðna og góða ráðgjafa á öllum stöðum.“ Þá njóta viðbragðsaðilar stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. „Það er í sjálfu sér bara verið að manna þessa pósta sem að lögreglu ber að manna og líka til þess að halda utan um aðgerðahópa og þeir bara falla inn í það skipulag,“ segir Jóhann. Eruð þið vongóð um að þetta gangi vel í dag? Já, það er svo sem ekkert annað sem bendir til þess en þetta er að ganga vel og við erum að ná markmiðum okkar fram að þessu. Þó að það sé alltaf eitthvað í endamarkmiðið þá er þetta að rúlla og ég er bjartsýnn. Hefur ykkur tekið að bera kennsl á þá sem að fundust í gær eða sem eru enn fastir? „Í sjálfu sér get ég ekkert tjáð mig um það eða þessa einstaklinga sem um ræðir,“ svarar Jóhann. Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Ég get ekki sagt annað en að það hafi bara gengið vel, og gengið ákveðið,“ segir Jóhann Hilmar í samtali við fréttamann á vettvangi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila tekur þátt í aðgerðum á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Í augnablikinu erum við með um fimmtíu, sextíu manns hérna. Í gærkvöldi hættum við hérna með um sjötíu manns, eitthvað aðeins komið og farið og allt þetta. En þetta er í sjálfu sér svona aðgerð kannski þar sem að við þiggjum það sem að kemur svo þurfa eðlilega einhverjir að fara. En þetta eru svona sextíu manns sem eru hérna,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann ekki marga vera illa hvílda eða vansvefta sem taka þátt í aðgerðunum. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég held að það hafi náðst ágætlega að hvíla fólk og við vinnum þannig í lotum með fólk núna að ég held að við séum bara með virkilega ferskar hendur,“ segir Jóhann. Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu. „Við erum hérna með fólk sem þekkir vel til svona aðstæðna og góða ráðgjafa á öllum stöðum.“ Þá njóta viðbragðsaðilar stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. „Það er í sjálfu sér bara verið að manna þessa pósta sem að lögreglu ber að manna og líka til þess að halda utan um aðgerðahópa og þeir bara falla inn í það skipulag,“ segir Jóhann. Eruð þið vongóð um að þetta gangi vel í dag? Já, það er svo sem ekkert annað sem bendir til þess en þetta er að ganga vel og við erum að ná markmiðum okkar fram að þessu. Þó að það sé alltaf eitthvað í endamarkmiðið þá er þetta að rúlla og ég er bjartsýnn. Hefur ykkur tekið að bera kennsl á þá sem að fundust í gær eða sem eru enn fastir? „Í sjálfu sér get ég ekkert tjáð mig um það eða þessa einstaklinga sem um ræðir,“ svarar Jóhann.
Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira