Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 19:34 Salym Albyouk faðir 16 ára palestínsks drengs sem var stunginn um helgina segir árásina mikið áfall. Hann hélt að hann væri kominn með fjölskyldu sína til friðsamasta lands í heimi en óttast nú um son sinn. Vísir/Arnar Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. Sextán ára íslenskur drengur var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til 30. ágúst grunaður um alvarlega hnífaárás á tvær 16 ára íslenskar stúlkur og jafnaldra þeirra, dreng frá Palestínu á menningarnótt. Gríðarlegt áfall Önnur stúlkan er í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans. Hin stúlkan hlaut minni áverka og hefur verið útskrifuð þaðan. Palestínski drengurinn liggur hins vegar enn á barnadeild Hringsins en hann var stunginn nokkrum sinnum og er með skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. Hann flúði hingað til lands frá Gaza fyrir þremur árum. Foreldrar hans og systkini komu svo hingað fyrir einu og hálfu ári á grundvelli fjölskyldusameiningar. Salym Albyouk faðir hans segir árásina mikið áfall. „Ég hélt að þetta land væri friðsamasta land í heimi og ég væri að bjarga lífi barnanna minni með því að flytja hingað frá Gasa. Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg. Ég mun þurfa að fylgjast með hverju skrefi sonar míns því ég óttast um líf hans.“ Gerandinn stakk af Salym segist hafa gefið syni sínum leyfi til að fara á hátíðarhöldin um helgina ásamt vinum sínum. „Hann hlakkaði mikið til og var svo ánægður því við gáfum honum ný föt og rakspíra að þessu tilefni,“ segir hann. Sonur hans hafi svo verið á heimleið í bíl frá miðbænum ásamt tveimur íslenskum vinkonum og palestínskum vini sem ók bílnum þegar árásin hófst. „Þau sátu öll inni í bílnum þegar annar strákur kom hlaupandi að og braut rúðu í honum. Eftir það byrjaði hann að stinga þau og stakk svo af,“ segir hann. Hélt að sonurinn væri látinn Salym gagnrýnir að lögregla hafi til að byrja með gefið þær upplýsingar að brotaþolar væru allir íslenskir ríkisborgarar. Þá hafi honum verið tilkynnt í fyrstu að sonur hans væri látinn eftir stunguárásina. „Þegar þeir hringdu sögðu þeir til að byrja með að sonur minn væri látinn. Ég varð frávita af sorg á spítalanum. Læknarnir komu svo og sögðu mér að hann væri í aðgerð,“ segir hann. Honum hafi eðlilega létt mikið þegar í ljós kom að sonur hans var á lífi. Búist er við að hann verði útskrifaður af spítalanum á næstu dögum. Fjölmargir yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt fjölmörg vitni að árásinni á menningarnótt. Grímur Grímsson segir að rannsókn málsins miði vel. Að svo stöddu sé ekki horft til þess að ásetningur hennar varði hatursglæp. Lögreglumál Landspítalinn Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Sextán ára íslenskur drengur var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til 30. ágúst grunaður um alvarlega hnífaárás á tvær 16 ára íslenskar stúlkur og jafnaldra þeirra, dreng frá Palestínu á menningarnótt. Gríðarlegt áfall Önnur stúlkan er í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans. Hin stúlkan hlaut minni áverka og hefur verið útskrifuð þaðan. Palestínski drengurinn liggur hins vegar enn á barnadeild Hringsins en hann var stunginn nokkrum sinnum og er með skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. Hann flúði hingað til lands frá Gaza fyrir þremur árum. Foreldrar hans og systkini komu svo hingað fyrir einu og hálfu ári á grundvelli fjölskyldusameiningar. Salym Albyouk faðir hans segir árásina mikið áfall. „Ég hélt að þetta land væri friðsamasta land í heimi og ég væri að bjarga lífi barnanna minni með því að flytja hingað frá Gasa. Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg. Ég mun þurfa að fylgjast með hverju skrefi sonar míns því ég óttast um líf hans.“ Gerandinn stakk af Salym segist hafa gefið syni sínum leyfi til að fara á hátíðarhöldin um helgina ásamt vinum sínum. „Hann hlakkaði mikið til og var svo ánægður því við gáfum honum ný föt og rakspíra að þessu tilefni,“ segir hann. Sonur hans hafi svo verið á heimleið í bíl frá miðbænum ásamt tveimur íslenskum vinkonum og palestínskum vini sem ók bílnum þegar árásin hófst. „Þau sátu öll inni í bílnum þegar annar strákur kom hlaupandi að og braut rúðu í honum. Eftir það byrjaði hann að stinga þau og stakk svo af,“ segir hann. Hélt að sonurinn væri látinn Salym gagnrýnir að lögregla hafi til að byrja með gefið þær upplýsingar að brotaþolar væru allir íslenskir ríkisborgarar. Þá hafi honum verið tilkynnt í fyrstu að sonur hans væri látinn eftir stunguárásina. „Þegar þeir hringdu sögðu þeir til að byrja með að sonur minn væri látinn. Ég varð frávita af sorg á spítalanum. Læknarnir komu svo og sögðu mér að hann væri í aðgerð,“ segir hann. Honum hafi eðlilega létt mikið þegar í ljós kom að sonur hans var á lífi. Búist er við að hann verði útskrifaður af spítalanum á næstu dögum. Fjölmargir yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt fjölmörg vitni að árásinni á menningarnótt. Grímur Grímsson segir að rannsókn málsins miði vel. Að svo stöddu sé ekki horft til þess að ásetningur hennar varði hatursglæp.
Lögreglumál Landspítalinn Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira