Hver þvælist fyrir hverjum! Haraldur Þór Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 08:30 Það var ánægjulegt að lesa grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Verst af öllu að þvælast fyrir“. Gott er að vita að þingmaðurinn sé sammála málflutningi mínum þegar kemur að tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum. Það lagaumhverfi sem sveitarfélögum er boðið upp á þegar kemur að orkumannvirkjum getur leitt til þess að sveitarfélög með virkjanir beri af því fjárhagslegt tjón. Slík staða er galin ! Á Suðurlandi eru mikilvægustu orkuinnviðir landsins og það veit Ásmundur vel. Einnig er hann meðvitaður um þá ósanngirni sem sveitarfélögum er boðið uppá. Í ljósi þessarar vitneskju, þá myndi maður ætla að hann beitti sér fyrir breytingum á Alþingi fyrir íbúa Suðurlands, enda kjörinn fulltrúi svæðisins. Árið 2011 stofnuðu sveitarfélög með virkjanir Samtök orkusveitarfélaga með það að markmiði að ná fram breytingum á þessu sviði. Sú barátta hefur staðið yfir alla tíð síðan án þess að skila árangri. Tveimur árum seinna, árið 2013, tók Ásmundur Friðriksson sæti á Alþingi fyrir íbúa Suðurkjördæmis. Maður skyldi þá ætla að þingmaðurinn, sem er sammála mér í því að sveitarfélög eigi að fá sanngjarnan ávinning af orkuvinnslu, myndi vinna að hagsmunum svæðisins í málaflokknum. Þegar ég fletti yfir þingmálasögu hans frá árinu 2013 er ekki að finna neitt mál frá honum er varðar að stuðla að breytingum á tekjum til nærumhverfis orkuvinnslu. Ég get því ekki spurt mig að öðru en hver þvælist fyrir hverjum! Núverandi ríkisstjórn hefur ítrekað sagt síðustu tvö ár að nærumhverfi orkuvinnslu skuli bera efnahagslegan ávinning. Á sama tíma hafa sveitarfélögin unnið hörðum höndum að því að setja virkjanir í sitt skipulag enda boðuð orkuskipti framundan. Undirritaður stóð fremstur í flokki á síðasta ári og veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem síðar var fellt úr gildi vegna þess að Alþingi hefur skapað svo flókið regluverk að færustu sérfræðingar eiga erfitt með að komast í gegnum leyfisveitingaferilinn. Aftur spyr ég mig að því hver þvælist fyrir hverjum því Alþingi hefur skapað þessa gríðarlegu flóknu umgjörð og þar ber Ásmundur sína ábyrgð. Nú standa nokkur sveitarfélög frammi fyrir því að þurfa að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum sem skila ekki ábata til nærsamfélagsins og flestir þeir virkjanakostir sem liggja á borðinu eru þess valdandi að viðkomandi sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, svo staðan er snúin. Ég hvet því Ásmund til að leggjast á árarnar í sínum eigin flokki, sem situr í ríkisstjórn, og sjá til þess að boðað frumvarp um skattalega umgjörð orkuvinnslu líti dagsins ljós á fyrstu dögum þingsins í haust, því annars stefnir í að ríkisstjórnin sé farin að þvælast fyrir sínum eigin boðuðu orkuskiptum! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að lesa grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Verst af öllu að þvælast fyrir“. Gott er að vita að þingmaðurinn sé sammála málflutningi mínum þegar kemur að tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum. Það lagaumhverfi sem sveitarfélögum er boðið upp á þegar kemur að orkumannvirkjum getur leitt til þess að sveitarfélög með virkjanir beri af því fjárhagslegt tjón. Slík staða er galin ! Á Suðurlandi eru mikilvægustu orkuinnviðir landsins og það veit Ásmundur vel. Einnig er hann meðvitaður um þá ósanngirni sem sveitarfélögum er boðið uppá. Í ljósi þessarar vitneskju, þá myndi maður ætla að hann beitti sér fyrir breytingum á Alþingi fyrir íbúa Suðurlands, enda kjörinn fulltrúi svæðisins. Árið 2011 stofnuðu sveitarfélög með virkjanir Samtök orkusveitarfélaga með það að markmiði að ná fram breytingum á þessu sviði. Sú barátta hefur staðið yfir alla tíð síðan án þess að skila árangri. Tveimur árum seinna, árið 2013, tók Ásmundur Friðriksson sæti á Alþingi fyrir íbúa Suðurkjördæmis. Maður skyldi þá ætla að þingmaðurinn, sem er sammála mér í því að sveitarfélög eigi að fá sanngjarnan ávinning af orkuvinnslu, myndi vinna að hagsmunum svæðisins í málaflokknum. Þegar ég fletti yfir þingmálasögu hans frá árinu 2013 er ekki að finna neitt mál frá honum er varðar að stuðla að breytingum á tekjum til nærumhverfis orkuvinnslu. Ég get því ekki spurt mig að öðru en hver þvælist fyrir hverjum! Núverandi ríkisstjórn hefur ítrekað sagt síðustu tvö ár að nærumhverfi orkuvinnslu skuli bera efnahagslegan ávinning. Á sama tíma hafa sveitarfélögin unnið hörðum höndum að því að setja virkjanir í sitt skipulag enda boðuð orkuskipti framundan. Undirritaður stóð fremstur í flokki á síðasta ári og veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem síðar var fellt úr gildi vegna þess að Alþingi hefur skapað svo flókið regluverk að færustu sérfræðingar eiga erfitt með að komast í gegnum leyfisveitingaferilinn. Aftur spyr ég mig að því hver þvælist fyrir hverjum því Alþingi hefur skapað þessa gríðarlegu flóknu umgjörð og þar ber Ásmundur sína ábyrgð. Nú standa nokkur sveitarfélög frammi fyrir því að þurfa að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum sem skila ekki ábata til nærsamfélagsins og flestir þeir virkjanakostir sem liggja á borðinu eru þess valdandi að viðkomandi sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, svo staðan er snúin. Ég hvet því Ásmund til að leggjast á árarnar í sínum eigin flokki, sem situr í ríkisstjórn, og sjá til þess að boðað frumvarp um skattalega umgjörð orkuvinnslu líti dagsins ljós á fyrstu dögum þingsins í haust, því annars stefnir í að ríkisstjórnin sé farin að þvælast fyrir sínum eigin boðuðu orkuskiptum! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun