Skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu áfengis Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. ágúst 2024 10:59 Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, segir nauðsynlegt að skýra lagaumhverfið þegar kemur að netsölu áfengis. Stöð 2 Svokölluð breiðfylking félaga heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu á áfengi. Fylkingin hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri áfengissölu í Hagkaupum sem á að hefjast á næstu dögum. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að netsala á áfengi hafi aukist mikið að undanförnu og sömuleiðis þeim aðilum sem hana stunda. „Því miður hafa yfirvöld ekki brugðist við þeirri þróun. Við höfum reynt að vekja athygli á því og bent á að þarna væri verið að leyfa starfsemi á skjön við lög. Hins vegar held ég að þetta útspil, eða tilkynning Hagkaupa um að ætla að slást í þennan hóp, hafi kveikt í mörgum. Ennþá meira en áður var og mönnum finnst að nú sé nóg komið. Ekki væri hægt að afgreiða þetta sem strákapör og einhverja starfsemi sem væri ráðist í til að hafa einhvern fjárhagslegan ávinning. Þetta horfir öðruvísi við þegar svona stórt fyrirtæki og verslunarkeðja ætli þarna að slást í hópinn,“ segir Árni. Greint var frá því um miðjan mánuðinn að Hagkaup væri á lokametrunum við undirbúning netsölu áfengis. Hvað er það nákvæmlega sem þið viljið að sé gert? Það hefur verið talað um þetta sem grátt lagalegt svæði… „Við höfum skoðað þetta og við höfum látið skoða þetta fyrir okkur. Við getum ekki séð annað en að þessi netsala, eins og hún er framkvæmd hér á landi, sé algerlega á skjön við lög. Það er hins vegar búið að þyrla því upp að þarna sé eitthvert grátt svæði, eitthvað sem er óljóst. Þá höfum við kallað eftir því að það sé einfaldlega skýrt, að það sé þá bara farið ofan í saumana á því. Það er krafan til alþingsmanna, ráðuneyta og það er til lögreglu og þeirra sem fara með framkvæmd laga. Hvort sem það sé til þeirra sem setja lögin eða þeirra sem sjá til þess að þeim sé fylgt eftir,“ segir Árni. Verslun Áfengi og tóbak Heilsa Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að netsala á áfengi hafi aukist mikið að undanförnu og sömuleiðis þeim aðilum sem hana stunda. „Því miður hafa yfirvöld ekki brugðist við þeirri þróun. Við höfum reynt að vekja athygli á því og bent á að þarna væri verið að leyfa starfsemi á skjön við lög. Hins vegar held ég að þetta útspil, eða tilkynning Hagkaupa um að ætla að slást í þennan hóp, hafi kveikt í mörgum. Ennþá meira en áður var og mönnum finnst að nú sé nóg komið. Ekki væri hægt að afgreiða þetta sem strákapör og einhverja starfsemi sem væri ráðist í til að hafa einhvern fjárhagslegan ávinning. Þetta horfir öðruvísi við þegar svona stórt fyrirtæki og verslunarkeðja ætli þarna að slást í hópinn,“ segir Árni. Greint var frá því um miðjan mánuðinn að Hagkaup væri á lokametrunum við undirbúning netsölu áfengis. Hvað er það nákvæmlega sem þið viljið að sé gert? Það hefur verið talað um þetta sem grátt lagalegt svæði… „Við höfum skoðað þetta og við höfum látið skoða þetta fyrir okkur. Við getum ekki séð annað en að þessi netsala, eins og hún er framkvæmd hér á landi, sé algerlega á skjön við lög. Það er hins vegar búið að þyrla því upp að þarna sé eitthvert grátt svæði, eitthvað sem er óljóst. Þá höfum við kallað eftir því að það sé einfaldlega skýrt, að það sé þá bara farið ofan í saumana á því. Það er krafan til alþingsmanna, ráðuneyta og það er til lögreglu og þeirra sem fara með framkvæmd laga. Hvort sem það sé til þeirra sem setja lögin eða þeirra sem sjá til þess að þeim sé fylgt eftir,“ segir Árni.
Verslun Áfengi og tóbak Heilsa Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01
Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50