Ef vel væri stjórnað Hörður Filippusson skrifar 28. ágúst 2024 14:00 „ÞJÓÐNÝTING. Ebern heitir smábær einn í Bæheimi. Þar er gott að vera. Íbúarnir þurfa engin útsvör að greiða, en aftur á móti fá þeir útborgað úr bæjarsjóði sem svarar 60 mörkum (65 ísl. kr.) á ári á hvern mann. Þessu víkur svo við, að Ebern á mikil skóglendi utan við bæinn og rekur þar skógarhögg og trjávinnslu með svo góðum árangri, að ágóðinn borgar öll útgjöld bæjarins og gefur auk þess afgang til þess að útbýta til bæjarmanna. Þar er gott að vera. En þessu líkt gæti víðar verið, ef vel væri stjórnað“. Þennan tilvitnaða texta má lesa í riti sem hét fullu nafni „Almanak alþýðu, ársrit um gagnlegan fróðleik handa íslenzkri vinnustétt ásamt ýmsu til skemmtunar“. 1. ár 1930. Ritið var gefið út af Bókmenntafélagi jafnaðarmanna. Það er því engin nýung að íslenskir jafnaðarmenn horfi til þess að arður af auðlindum í eigu þjóðarinnar nýtist til samfélagslegra verkefna í stað þess að renna í vasa auðmanna. Þessi litla saga er góð áminning fyrir okkur nú. Við íslendingar eigum gnægð auðlinda sem ekki nýtast samfélaginu sem skyldi. Að bestu manna yfirsýn telst auðlindarenta af náttúruauðlindum Íslands ekki í milljörðum, ekki tugum milljarða, líklega hundruðum milljarða. Réttmætur eigandi hennar þarf að sjá til þess að arðurinn renni í sameiginlega sjóði. Þetta fé gæti skipt sköpum fyrir vanfjármagnað velferðarkerfi. Til að svo megi verða þarf öfluga löggjöf sem tekur af öll tvímæli um eiganda auðlindanna og auðlindarentunnar. Þá væri hér gott að vera. Svo gæti verið ef vel væri stjórnað. „Vituð ér enn eða hvað“? Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
„ÞJÓÐNÝTING. Ebern heitir smábær einn í Bæheimi. Þar er gott að vera. Íbúarnir þurfa engin útsvör að greiða, en aftur á móti fá þeir útborgað úr bæjarsjóði sem svarar 60 mörkum (65 ísl. kr.) á ári á hvern mann. Þessu víkur svo við, að Ebern á mikil skóglendi utan við bæinn og rekur þar skógarhögg og trjávinnslu með svo góðum árangri, að ágóðinn borgar öll útgjöld bæjarins og gefur auk þess afgang til þess að útbýta til bæjarmanna. Þar er gott að vera. En þessu líkt gæti víðar verið, ef vel væri stjórnað“. Þennan tilvitnaða texta má lesa í riti sem hét fullu nafni „Almanak alþýðu, ársrit um gagnlegan fróðleik handa íslenzkri vinnustétt ásamt ýmsu til skemmtunar“. 1. ár 1930. Ritið var gefið út af Bókmenntafélagi jafnaðarmanna. Það er því engin nýung að íslenskir jafnaðarmenn horfi til þess að arður af auðlindum í eigu þjóðarinnar nýtist til samfélagslegra verkefna í stað þess að renna í vasa auðmanna. Þessi litla saga er góð áminning fyrir okkur nú. Við íslendingar eigum gnægð auðlinda sem ekki nýtast samfélaginu sem skyldi. Að bestu manna yfirsýn telst auðlindarenta af náttúruauðlindum Íslands ekki í milljörðum, ekki tugum milljarða, líklega hundruðum milljarða. Réttmætur eigandi hennar þarf að sjá til þess að arðurinn renni í sameiginlega sjóði. Þetta fé gæti skipt sköpum fyrir vanfjármagnað velferðarkerfi. Til að svo megi verða þarf öfluga löggjöf sem tekur af öll tvímæli um eiganda auðlindanna og auðlindarentunnar. Þá væri hér gott að vera. Svo gæti verið ef vel væri stjórnað. „Vituð ér enn eða hvað“? Höfundur er jafnaðarmaður.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar