Annar skemmdarvargurinn handtekinn en hinn á bak og burt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 14:54 Töluverðar skemmdir hafa verið unnar á klæðningu byggingarinnar við Guðrúnartún 1. Vísir/Vilhelm Tvo daga í röð voru framin eignaspjöll í og við bygginguna sem stendur við Guðrúnartún 1 í Reykjavík. Í gærmorgun braust þangað inn maður sem braut rúðu og olli öðrum eignaspjöllum innandyra og á mánudagsmorgun gekk annar maður berserksgang fyrir utan húsið, braut þar flísar af klæðningu hússins og framdi önnur skemmdarverk á bílastæðinu við húsið. Hinn síðarnefndi var handtekinn skammt frá vettvangi en hinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Enginn er í varðhaldi vegna málanna sem rannsökuð erum sem aðskilin. Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi, en Rúv greindi fyrst frá. Húsið sem um ræðir hýsir meðal annars starfsemi ASÍ, Geðhjálpar, Eflingar og Gildis lífeyrissjóðs svo fátt eitt sé nefnt. Þótt bæði mál varði eignaspjöll á sömu byggingu er um tvö aðskilin mál að ræða.Vísir/Vilhelm „Þarna er einhver aðili sem kemur þarna inn og fer að hamast á einhverri hurð með þeim afleiðingum að læsingin á hurðinni var skemmd á eftir. Svo gekk hann upp á aðra hæð og skemmdi þar líka læsingu á annarri hurð með því að reyna að komast eitthvað þar inn og í kjölfarið brotnaði þarna rúða,“ segir Ásmundur um atvikið í gærmorgun. Þetta var um hálf níu leytið og var starfsfólk í húsinu sem varð vart við manninn en hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að hafa uppi á manninum og ekki vitað hver var að verki og er málið til rannsóknar. Í hinu málinu er um að ræða aðila sem lögregla handtók þar sem hann var á leið í burtu frá vettvangi eftir að hafa valdið töluverðum eignaspjöllum utandyra, bæði á bílastæði og byggingunni sjálfri. „Hann var vistaður hér og tekin af honum skýrsla en hann er laus,“ segir Ásmundur. Maðurinn, sem lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af, var handtekinn rétt fyrir hádegi á mánudaginn og látinn laus um níu á mánudagskvöldið. Ekki þykir líklegt að sami maður hafi verið að verki. Starfsfólki brugðið Tjörfi Berndsen, formaður stjórnar húsfélagsins í Guðrúnartúni 1, segir að starfsfólki hafi vissulega verið brugðið vegna þessa. Starfsfólki hafi sem betur fer ekki orðið meint af en atvikin kalli á að farið verði betur yfir öryggisferla í húsinu. „Það var ekki ráðist á fólk,“ segir Tjörfi í samtali við Vísi. „Auðvitað er fólki brugðið. Tveir svona atburðir, tvo daga í röð, eru óþægilegir fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að við kærum og tilkynnum til tryggingafélags og svo þarf auðvitað bara að gera við þetta. En aðalatriðið er það að við endurskoðum aðeins okkar öryggisferla og aðgengi að húsinu svona eins og við getum, en samt veita þjónustu við félagsfólk og annað slíkt,“ segir Tjörfi. Númer eitt, tvö og þrjú sé að gæta öryggis starfsfólks. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru skemmdirnar á húsinu töluverðar. Ummerki um berserksgang í Guðrúnartúni.Vísir/Vilhelm Skemmdarverkin voru unnin á mánduagsmorgun.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Hinn síðarnefndi var handtekinn skammt frá vettvangi en hinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Enginn er í varðhaldi vegna málanna sem rannsökuð erum sem aðskilin. Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi, en Rúv greindi fyrst frá. Húsið sem um ræðir hýsir meðal annars starfsemi ASÍ, Geðhjálpar, Eflingar og Gildis lífeyrissjóðs svo fátt eitt sé nefnt. Þótt bæði mál varði eignaspjöll á sömu byggingu er um tvö aðskilin mál að ræða.Vísir/Vilhelm „Þarna er einhver aðili sem kemur þarna inn og fer að hamast á einhverri hurð með þeim afleiðingum að læsingin á hurðinni var skemmd á eftir. Svo gekk hann upp á aðra hæð og skemmdi þar líka læsingu á annarri hurð með því að reyna að komast eitthvað þar inn og í kjölfarið brotnaði þarna rúða,“ segir Ásmundur um atvikið í gærmorgun. Þetta var um hálf níu leytið og var starfsfólk í húsinu sem varð vart við manninn en hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að hafa uppi á manninum og ekki vitað hver var að verki og er málið til rannsóknar. Í hinu málinu er um að ræða aðila sem lögregla handtók þar sem hann var á leið í burtu frá vettvangi eftir að hafa valdið töluverðum eignaspjöllum utandyra, bæði á bílastæði og byggingunni sjálfri. „Hann var vistaður hér og tekin af honum skýrsla en hann er laus,“ segir Ásmundur. Maðurinn, sem lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af, var handtekinn rétt fyrir hádegi á mánudaginn og látinn laus um níu á mánudagskvöldið. Ekki þykir líklegt að sami maður hafi verið að verki. Starfsfólki brugðið Tjörfi Berndsen, formaður stjórnar húsfélagsins í Guðrúnartúni 1, segir að starfsfólki hafi vissulega verið brugðið vegna þessa. Starfsfólki hafi sem betur fer ekki orðið meint af en atvikin kalli á að farið verði betur yfir öryggisferla í húsinu. „Það var ekki ráðist á fólk,“ segir Tjörfi í samtali við Vísi. „Auðvitað er fólki brugðið. Tveir svona atburðir, tvo daga í röð, eru óþægilegir fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að við kærum og tilkynnum til tryggingafélags og svo þarf auðvitað bara að gera við þetta. En aðalatriðið er það að við endurskoðum aðeins okkar öryggisferla og aðgengi að húsinu svona eins og við getum, en samt veita þjónustu við félagsfólk og annað slíkt,“ segir Tjörfi. Númer eitt, tvö og þrjú sé að gæta öryggis starfsfólks. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru skemmdirnar á húsinu töluverðar. Ummerki um berserksgang í Guðrúnartúni.Vísir/Vilhelm Skemmdarverkin voru unnin á mánduagsmorgun.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira