Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 08:22 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtur mun meiri vinsælda en aðrir stjórnmálamenn þegar kemur að forsætisráðherrastólnum. Vísir/Vilhelm Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Samkvæmt þeim vilja sex prósent sjá Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra og fimm prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Bjarni Benediktsson nýtur einnig fimm prósent stuðnings sem forsætisráðherrakandídat en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælast með fjögur og þrjú prósent. Þrjú prósent sögðust vilja Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigurð Inga Jóhannesson. Enginn þingmaður Vinstri grænna náði prósenti í könnuninni. Miðflokkurinn í sókn Niðurstöður Prósents ríma við niðurstöður Maskínu um fylgi flokkanna, þar sem Samfylkinginn er lang stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næst stærstur með 15,3 prósent fylgi. Miðflokkurinn hefur þannig tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, sem mælist með 13,9 prósent, en vert er að geta þess að munurinn er ekki marktækur. Haka við einn aðila eða nefna annan Þátttakendur í könnunarhópi Prósents gátu hakað við einn aðila og voru á listanum þrír aðilar hjá hverjum flokki og einnig var hægt að haka við „annar einstaklingur, þá hver?“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn Bergþór Ólason, Miðflokkurinn Bjarkey Olsen, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Guðmundur Guðbrandsson, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokkurinn Halldóra Mogensen, Píratar Inga Sæland, Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon, Flokkur fólksins Katrín Baldursdóttir, Sósíalistaflokkurinn Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkurinn Logi Einarsson, Samfylkingin Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkurinn Sigmar Guðmundsson, Viðreisn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingin -grænt framboð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Annar einstaklingur, þá hver? Um fimmtán þúsund einstaklingar átján ára og eldri af öllu landinu eru skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu. Úrtakið í þessari könnun var 2100 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Samkvæmt þeim vilja sex prósent sjá Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra og fimm prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Bjarni Benediktsson nýtur einnig fimm prósent stuðnings sem forsætisráðherrakandídat en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælast með fjögur og þrjú prósent. Þrjú prósent sögðust vilja Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigurð Inga Jóhannesson. Enginn þingmaður Vinstri grænna náði prósenti í könnuninni. Miðflokkurinn í sókn Niðurstöður Prósents ríma við niðurstöður Maskínu um fylgi flokkanna, þar sem Samfylkinginn er lang stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næst stærstur með 15,3 prósent fylgi. Miðflokkurinn hefur þannig tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, sem mælist með 13,9 prósent, en vert er að geta þess að munurinn er ekki marktækur. Haka við einn aðila eða nefna annan Þátttakendur í könnunarhópi Prósents gátu hakað við einn aðila og voru á listanum þrír aðilar hjá hverjum flokki og einnig var hægt að haka við „annar einstaklingur, þá hver?“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn Bergþór Ólason, Miðflokkurinn Bjarkey Olsen, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Guðmundur Guðbrandsson, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokkurinn Halldóra Mogensen, Píratar Inga Sæland, Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon, Flokkur fólksins Katrín Baldursdóttir, Sósíalistaflokkurinn Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkurinn Logi Einarsson, Samfylkingin Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkurinn Sigmar Guðmundsson, Viðreisn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingin -grænt framboð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Annar einstaklingur, þá hver? Um fimmtán þúsund einstaklingar átján ára og eldri af öllu landinu eru skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu. Úrtakið í þessari könnun var 2100 manns og var svarhlutfall 51 prósent.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira