Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 08:22 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtur mun meiri vinsælda en aðrir stjórnmálamenn þegar kemur að forsætisráðherrastólnum. Vísir/Vilhelm Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Samkvæmt þeim vilja sex prósent sjá Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra og fimm prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Bjarni Benediktsson nýtur einnig fimm prósent stuðnings sem forsætisráðherrakandídat en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælast með fjögur og þrjú prósent. Þrjú prósent sögðust vilja Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigurð Inga Jóhannesson. Enginn þingmaður Vinstri grænna náði prósenti í könnuninni. Miðflokkurinn í sókn Niðurstöður Prósents ríma við niðurstöður Maskínu um fylgi flokkanna, þar sem Samfylkinginn er lang stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næst stærstur með 15,3 prósent fylgi. Miðflokkurinn hefur þannig tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, sem mælist með 13,9 prósent, en vert er að geta þess að munurinn er ekki marktækur. Haka við einn aðila eða nefna annan Þátttakendur í könnunarhópi Prósents gátu hakað við einn aðila og voru á listanum þrír aðilar hjá hverjum flokki og einnig var hægt að haka við „annar einstaklingur, þá hver?“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn Bergþór Ólason, Miðflokkurinn Bjarkey Olsen, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Guðmundur Guðbrandsson, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokkurinn Halldóra Mogensen, Píratar Inga Sæland, Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon, Flokkur fólksins Katrín Baldursdóttir, Sósíalistaflokkurinn Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkurinn Logi Einarsson, Samfylkingin Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkurinn Sigmar Guðmundsson, Viðreisn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingin -grænt framboð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Annar einstaklingur, þá hver? Um fimmtán þúsund einstaklingar átján ára og eldri af öllu landinu eru skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu. Úrtakið í þessari könnun var 2100 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Samkvæmt þeim vilja sex prósent sjá Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra og fimm prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Bjarni Benediktsson nýtur einnig fimm prósent stuðnings sem forsætisráðherrakandídat en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælast með fjögur og þrjú prósent. Þrjú prósent sögðust vilja Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigurð Inga Jóhannesson. Enginn þingmaður Vinstri grænna náði prósenti í könnuninni. Miðflokkurinn í sókn Niðurstöður Prósents ríma við niðurstöður Maskínu um fylgi flokkanna, þar sem Samfylkinginn er lang stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næst stærstur með 15,3 prósent fylgi. Miðflokkurinn hefur þannig tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, sem mælist með 13,9 prósent, en vert er að geta þess að munurinn er ekki marktækur. Haka við einn aðila eða nefna annan Þátttakendur í könnunarhópi Prósents gátu hakað við einn aðila og voru á listanum þrír aðilar hjá hverjum flokki og einnig var hægt að haka við „annar einstaklingur, þá hver?“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn Bergþór Ólason, Miðflokkurinn Bjarkey Olsen, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Guðmundur Guðbrandsson, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokkurinn Halldóra Mogensen, Píratar Inga Sæland, Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon, Flokkur fólksins Katrín Baldursdóttir, Sósíalistaflokkurinn Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkurinn Logi Einarsson, Samfylkingin Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkurinn Sigmar Guðmundsson, Viðreisn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingin -grænt framboð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Annar einstaklingur, þá hver? Um fimmtán þúsund einstaklingar átján ára og eldri af öllu landinu eru skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu. Úrtakið í þessari könnun var 2100 manns og var svarhlutfall 51 prósent.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira