Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 08:22 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtur mun meiri vinsælda en aðrir stjórnmálamenn þegar kemur að forsætisráðherrastólnum. Vísir/Vilhelm Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Samkvæmt þeim vilja sex prósent sjá Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra og fimm prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Bjarni Benediktsson nýtur einnig fimm prósent stuðnings sem forsætisráðherrakandídat en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælast með fjögur og þrjú prósent. Þrjú prósent sögðust vilja Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigurð Inga Jóhannesson. Enginn þingmaður Vinstri grænna náði prósenti í könnuninni. Miðflokkurinn í sókn Niðurstöður Prósents ríma við niðurstöður Maskínu um fylgi flokkanna, þar sem Samfylkinginn er lang stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næst stærstur með 15,3 prósent fylgi. Miðflokkurinn hefur þannig tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, sem mælist með 13,9 prósent, en vert er að geta þess að munurinn er ekki marktækur. Haka við einn aðila eða nefna annan Þátttakendur í könnunarhópi Prósents gátu hakað við einn aðila og voru á listanum þrír aðilar hjá hverjum flokki og einnig var hægt að haka við „annar einstaklingur, þá hver?“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn Bergþór Ólason, Miðflokkurinn Bjarkey Olsen, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Guðmundur Guðbrandsson, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokkurinn Halldóra Mogensen, Píratar Inga Sæland, Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon, Flokkur fólksins Katrín Baldursdóttir, Sósíalistaflokkurinn Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkurinn Logi Einarsson, Samfylkingin Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkurinn Sigmar Guðmundsson, Viðreisn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingin -grænt framboð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Annar einstaklingur, þá hver? Um fimmtán þúsund einstaklingar átján ára og eldri af öllu landinu eru skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu. Úrtakið í þessari könnun var 2100 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði fyrir hlaðvarpið Bakherbergið. Samkvæmt þeim vilja sex prósent sjá Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem forsætisráðherra og fimm prósent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Bjarni Benediktsson nýtur einnig fimm prósent stuðnings sem forsætisráðherrakandídat en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mælast með fjögur og þrjú prósent. Þrjú prósent sögðust vilja Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigurð Inga Jóhannesson. Enginn þingmaður Vinstri grænna náði prósenti í könnuninni. Miðflokkurinn í sókn Niðurstöður Prósents ríma við niðurstöður Maskínu um fylgi flokkanna, þar sem Samfylkinginn er lang stærst með 25,5 prósent fylgi og Miðflokkurinn næst stærstur með 15,3 prósent fylgi. Miðflokkurinn hefur þannig tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, sem mælist með 13,9 prósent, en vert er að geta þess að munurinn er ekki marktækur. Haka við einn aðila eða nefna annan Þátttakendur í könnunarhópi Prósents gátu hakað við einn aðila og voru á listanum þrír aðilar hjá hverjum flokki og einnig var hægt að haka við „annar einstaklingur, þá hver?“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn Bergþór Ólason, Miðflokkurinn Bjarkey Olsen, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Dagur B. Eggertsson, Samfylkingin Dóra Björt Guðjónsdóttir, Píratar Guðmundur Guðbrandsson, Vinstrihreyfingin - grænt framboð Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaflokkurinn Halldóra Mogensen, Píratar Inga Sæland, Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon, Flokkur fólksins Katrín Baldursdóttir, Sósíalistaflokkurinn Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkurinn Logi Einarsson, Samfylkingin Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkurinn Sigmar Guðmundsson, Viðreisn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingin -grænt framboð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Annar einstaklingur, þá hver? Um fimmtán þúsund einstaklingar átján ára og eldri af öllu landinu eru skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu. Úrtakið í þessari könnun var 2100 manns og var svarhlutfall 51 prósent.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira