Ætluðu sér að myrða tugþúsundir á tónleikum Swift Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 11:18 Aðdáendur Swift hafa lært að bogna en ekki brotna í mótlæti og söfnuðust saman í Vínarborg og sungu og skemmtu sér. Getty/Thomas Kronsteiner Mennirnir sem voru handteknir í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika Taylor Swift í Vínarborg ætluðu sér að myrða tugþúsundir, að sögn aðstoðarforstjóra CIA. Þrennum tónleikum tónlistarkonunnar í Vínarborg var frestað í kjölfar handtakanna, aðdáendum til mikilla vonbrigða. David Cohen ræddi málið á árlegri ráðstefnu um þjóðaröryggi í Maryland. Hann sagði að mennirnir hefðu haft í hyggju að myrða tugþúsundir aðdáenda Swift og að þeir hefðu verið langt komnir í skipulagningunni. Hugðust þeir beita eggvopnum og heimatilbúnum sprengjum við ódæðið. Það voru öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum sem komust á snoðir um áætlunina og gerðu kollegum sínum í Austurríki viðvart. Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis, segir að aðstoðar hafi verið þörf, meðal annars þar sem þarlend yfirvöld hafi ekki heimildir til að fylgjast með textaskilaboðum. Forsprakkinn á bakvið árásirnar var 19 ára karlmaður, sem yfirvöld segja hafa sótt innblástur frá Ríki íslam. Hann og 17 ára piltur voru handteknir 6. ágúst, degi áður en tónleikunum var aflýst. Á ráðstefnunni í Maryland lofaði Cohen störf CIA við að koma í veg fyrir hryðjuverk og sagði fjölda mála aldrei rata í fjölmiðla. Þetta hafi verið góður dagur í höfuðstöðvunum. „Og ekki bara fyrir Swift-aðdáendurna í starfsmannahópnum,“ sagði hann. Sjálf hefur Swift harmað að hafa þurft að aflýsa tónleikunum en hún varð fyrir öðru áfalli í sumar þar sem þrjár stúlkur voru myrtar í danstíma á Bretlandseyjum, þar sem tónlist hennar var í aðalhlutverki. Þá er skemmst að minnast þess þegar 22 voru myrtir á tónleikum Ariönu Grande í Manchester á Englandi árið 2017. Bandaríkin Bretland Austurríki Erlend sakamál Tónlist Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Þrennum tónleikum tónlistarkonunnar í Vínarborg var frestað í kjölfar handtakanna, aðdáendum til mikilla vonbrigða. David Cohen ræddi málið á árlegri ráðstefnu um þjóðaröryggi í Maryland. Hann sagði að mennirnir hefðu haft í hyggju að myrða tugþúsundir aðdáenda Swift og að þeir hefðu verið langt komnir í skipulagningunni. Hugðust þeir beita eggvopnum og heimatilbúnum sprengjum við ódæðið. Það voru öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum sem komust á snoðir um áætlunina og gerðu kollegum sínum í Austurríki viðvart. Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis, segir að aðstoðar hafi verið þörf, meðal annars þar sem þarlend yfirvöld hafi ekki heimildir til að fylgjast með textaskilaboðum. Forsprakkinn á bakvið árásirnar var 19 ára karlmaður, sem yfirvöld segja hafa sótt innblástur frá Ríki íslam. Hann og 17 ára piltur voru handteknir 6. ágúst, degi áður en tónleikunum var aflýst. Á ráðstefnunni í Maryland lofaði Cohen störf CIA við að koma í veg fyrir hryðjuverk og sagði fjölda mála aldrei rata í fjölmiðla. Þetta hafi verið góður dagur í höfuðstöðvunum. „Og ekki bara fyrir Swift-aðdáendurna í starfsmannahópnum,“ sagði hann. Sjálf hefur Swift harmað að hafa þurft að aflýsa tónleikunum en hún varð fyrir öðru áfalli í sumar þar sem þrjár stúlkur voru myrtar í danstíma á Bretlandseyjum, þar sem tónlist hennar var í aðalhlutverki. Þá er skemmst að minnast þess þegar 22 voru myrtir á tónleikum Ariönu Grande í Manchester á Englandi árið 2017.
Bandaríkin Bretland Austurríki Erlend sakamál Tónlist Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira