Ætluðu sér að myrða tugþúsundir á tónleikum Swift Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 11:18 Aðdáendur Swift hafa lært að bogna en ekki brotna í mótlæti og söfnuðust saman í Vínarborg og sungu og skemmtu sér. Getty/Thomas Kronsteiner Mennirnir sem voru handteknir í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika Taylor Swift í Vínarborg ætluðu sér að myrða tugþúsundir, að sögn aðstoðarforstjóra CIA. Þrennum tónleikum tónlistarkonunnar í Vínarborg var frestað í kjölfar handtakanna, aðdáendum til mikilla vonbrigða. David Cohen ræddi málið á árlegri ráðstefnu um þjóðaröryggi í Maryland. Hann sagði að mennirnir hefðu haft í hyggju að myrða tugþúsundir aðdáenda Swift og að þeir hefðu verið langt komnir í skipulagningunni. Hugðust þeir beita eggvopnum og heimatilbúnum sprengjum við ódæðið. Það voru öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum sem komust á snoðir um áætlunina og gerðu kollegum sínum í Austurríki viðvart. Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis, segir að aðstoðar hafi verið þörf, meðal annars þar sem þarlend yfirvöld hafi ekki heimildir til að fylgjast með textaskilaboðum. Forsprakkinn á bakvið árásirnar var 19 ára karlmaður, sem yfirvöld segja hafa sótt innblástur frá Ríki íslam. Hann og 17 ára piltur voru handteknir 6. ágúst, degi áður en tónleikunum var aflýst. Á ráðstefnunni í Maryland lofaði Cohen störf CIA við að koma í veg fyrir hryðjuverk og sagði fjölda mála aldrei rata í fjölmiðla. Þetta hafi verið góður dagur í höfuðstöðvunum. „Og ekki bara fyrir Swift-aðdáendurna í starfsmannahópnum,“ sagði hann. Sjálf hefur Swift harmað að hafa þurft að aflýsa tónleikunum en hún varð fyrir öðru áfalli í sumar þar sem þrjár stúlkur voru myrtar í danstíma á Bretlandseyjum, þar sem tónlist hennar var í aðalhlutverki. Þá er skemmst að minnast þess þegar 22 voru myrtir á tónleikum Ariönu Grande í Manchester á Englandi árið 2017. Bandaríkin Bretland Austurríki Erlend sakamál Tónlist Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Þrennum tónleikum tónlistarkonunnar í Vínarborg var frestað í kjölfar handtakanna, aðdáendum til mikilla vonbrigða. David Cohen ræddi málið á árlegri ráðstefnu um þjóðaröryggi í Maryland. Hann sagði að mennirnir hefðu haft í hyggju að myrða tugþúsundir aðdáenda Swift og að þeir hefðu verið langt komnir í skipulagningunni. Hugðust þeir beita eggvopnum og heimatilbúnum sprengjum við ódæðið. Það voru öryggisyfirvöld í Bandaríkjunum sem komust á snoðir um áætlunina og gerðu kollegum sínum í Austurríki viðvart. Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis, segir að aðstoðar hafi verið þörf, meðal annars þar sem þarlend yfirvöld hafi ekki heimildir til að fylgjast með textaskilaboðum. Forsprakkinn á bakvið árásirnar var 19 ára karlmaður, sem yfirvöld segja hafa sótt innblástur frá Ríki íslam. Hann og 17 ára piltur voru handteknir 6. ágúst, degi áður en tónleikunum var aflýst. Á ráðstefnunni í Maryland lofaði Cohen störf CIA við að koma í veg fyrir hryðjuverk og sagði fjölda mála aldrei rata í fjölmiðla. Þetta hafi verið góður dagur í höfuðstöðvunum. „Og ekki bara fyrir Swift-aðdáendurna í starfsmannahópnum,“ sagði hann. Sjálf hefur Swift harmað að hafa þurft að aflýsa tónleikunum en hún varð fyrir öðru áfalli í sumar þar sem þrjár stúlkur voru myrtar í danstíma á Bretlandseyjum, þar sem tónlist hennar var í aðalhlutverki. Þá er skemmst að minnast þess þegar 22 voru myrtir á tónleikum Ariönu Grande í Manchester á Englandi árið 2017.
Bandaríkin Bretland Austurríki Erlend sakamál Tónlist Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira