Vertu gagnrýnin, greinandi og skapandi Martha Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2024 21:54 Starfsfólk á vinnumarkaði hefur lengi staðið frammi fyrir hröðum breytingum vegna tækniþróunar og stafrænna umbreytinga, sem hafa orðið lykilþættir í nánast öllum atvinnugreinum. Gildir þá einu hvort þú ert verksmiðjuverkamaður, starfar í framlínu eða ert sérfræðingur á einhverju sviði, tæknin hefur haft eða mun hafa áhrif á starf þitt á einn eða annan hátt. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir á sviði mannauðsþróunar og sjálfvirknivæðingar. Skýrslan Future of Jobs Report 2023, frá World Economic Forum, sem er ágætisplagg í sjálfu sér, varpar ljósi á mikilvægi ákveðinna hæfniþátta sem ennþá eru svo til alveg á mannlegu valdi eins og skapandi hugsun, greinandi- og gagnrýnin hugsun, þrautseigja, sveigjanleiki, sjálfsvitund og hvatning, leiðtogahæfni og að geta haft áhrif til góðs. Þessir mannlegu þættir verða lykilatriði þegar spurt er um hæfni mannauðsins á komandi árum, og ástæðan er einfaldlega sú að tæknin hefur enn ekki náð að sjálfvirknivæða þessa mannlegu hæfi að fullu. Af þeirri ástæðu er því spáð að eftirspurnin eftir slíkri hæfni muni stóraukast á næstu árum. Það segir okkur að sóknarfæri mannauðsins eru á þeim sviðum sem tæknin getur ekki auðveldlega tekið yfir, sem þýðir líka að sú hæfni verður sífellt verðmætari þar sem tækni með tilheyrandi sjálfvirknivæðingu verður stöðugt plássfrekari á vinnustaðnum. Það er mat margra, sem starfa á sviði mannauðsþróunar, að til að standast eftirspurnina eftir nefndum hæfniþáttum þurfi um 60% alls starfandi mannauðs að fá viðeigandi þjálfun fyrir árið 2027. Þetta undirstrikar það sem við vitum öll, það er mikilvægi þess að tryggja stöðuga hæfniþróun og þjálfun mannauðsins til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. Það er í sjálfu sér merkilegt að þrátt fyrir hraða tækniþróun og sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum, þá er það mannauðurinn sem er í brennidepli svo víða og má þar nefna meðal annars ráðstefnuna World Economic Forum Growth Summit 2023, en þar koma saman leiðtogar úr viðskiptum, stjórnmálum og fræðasamfélagi, til að ræða og þróa stefnumótun fyrir efnahagslegan vöxt og velmegun. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á að þróun og nýting mannauðs er ennþá lykilþáttur í því að byggja upp og stuðla að velsæld á öllum sviðum. Þessi áhersla segir okkur að þó tæknin hafi mikil áhrif á störf og atvinnulíf, þá er það mannlegi þátturinn, hæfileikar, kunnátta, skynsemi og aðlögunarhæfni fólks, sem mun að lokum ráða úrslitum um framtíðarvelsæld og velmegun fyrirtækja, stofnana og samfélags. Þetta minnir okkur á að þrátt fyrir að framtíðin sé óviss og við sjáum oft aðeins toppinn á ísjakanum þegar kemur að komandi breytingum, er ljóst að þeir sem eru tilbúnir til að aðlagast og tileinka sér nýja hæfni munu hafa betri möguleika á að takast á við framtíðaráskoranir og nýta þau tækifæri sem tækniþróunin skapar - stundum kallað samkeppnishæfni mannauðs á markaðstorgi starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Starfsfólk á vinnumarkaði hefur lengi staðið frammi fyrir hröðum breytingum vegna tækniþróunar og stafrænna umbreytinga, sem hafa orðið lykilþættir í nánast öllum atvinnugreinum. Gildir þá einu hvort þú ert verksmiðjuverkamaður, starfar í framlínu eða ert sérfræðingur á einhverju sviði, tæknin hefur haft eða mun hafa áhrif á starf þitt á einn eða annan hátt. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir á sviði mannauðsþróunar og sjálfvirknivæðingar. Skýrslan Future of Jobs Report 2023, frá World Economic Forum, sem er ágætisplagg í sjálfu sér, varpar ljósi á mikilvægi ákveðinna hæfniþátta sem ennþá eru svo til alveg á mannlegu valdi eins og skapandi hugsun, greinandi- og gagnrýnin hugsun, þrautseigja, sveigjanleiki, sjálfsvitund og hvatning, leiðtogahæfni og að geta haft áhrif til góðs. Þessir mannlegu þættir verða lykilatriði þegar spurt er um hæfni mannauðsins á komandi árum, og ástæðan er einfaldlega sú að tæknin hefur enn ekki náð að sjálfvirknivæða þessa mannlegu hæfi að fullu. Af þeirri ástæðu er því spáð að eftirspurnin eftir slíkri hæfni muni stóraukast á næstu árum. Það segir okkur að sóknarfæri mannauðsins eru á þeim sviðum sem tæknin getur ekki auðveldlega tekið yfir, sem þýðir líka að sú hæfni verður sífellt verðmætari þar sem tækni með tilheyrandi sjálfvirknivæðingu verður stöðugt plássfrekari á vinnustaðnum. Það er mat margra, sem starfa á sviði mannauðsþróunar, að til að standast eftirspurnina eftir nefndum hæfniþáttum þurfi um 60% alls starfandi mannauðs að fá viðeigandi þjálfun fyrir árið 2027. Þetta undirstrikar það sem við vitum öll, það er mikilvægi þess að tryggja stöðuga hæfniþróun og þjálfun mannauðsins til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. Það er í sjálfu sér merkilegt að þrátt fyrir hraða tækniþróun og sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum, þá er það mannauðurinn sem er í brennidepli svo víða og má þar nefna meðal annars ráðstefnuna World Economic Forum Growth Summit 2023, en þar koma saman leiðtogar úr viðskiptum, stjórnmálum og fræðasamfélagi, til að ræða og þróa stefnumótun fyrir efnahagslegan vöxt og velmegun. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á að þróun og nýting mannauðs er ennþá lykilþáttur í því að byggja upp og stuðla að velsæld á öllum sviðum. Þessi áhersla segir okkur að þó tæknin hafi mikil áhrif á störf og atvinnulíf, þá er það mannlegi þátturinn, hæfileikar, kunnátta, skynsemi og aðlögunarhæfni fólks, sem mun að lokum ráða úrslitum um framtíðarvelsæld og velmegun fyrirtækja, stofnana og samfélags. Þetta minnir okkur á að þrátt fyrir að framtíðin sé óviss og við sjáum oft aðeins toppinn á ísjakanum þegar kemur að komandi breytingum, er ljóst að þeir sem eru tilbúnir til að aðlagast og tileinka sér nýja hæfni munu hafa betri möguleika á að takast á við framtíðaráskoranir og nýta þau tækifæri sem tækniþróunin skapar - stundum kallað samkeppnishæfni mannauðs á markaðstorgi starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun