„Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 10:29 Eyþór segir að taka þurfi á hnífaburði ungmenna eins og um sé að ræða lýðheilsumál. Vísir/Arnar Öryggis- og löggæslufræðingur segir vafasamt ætli lögregla að fara að leita á ungmennum til að koma í veg fyrir hnífaburð. Það leiði líklega til þess að spjótum verði beint að börnum innflytjenda og fólki af erlendum uppruna. Eyþór Víðisson öryggis- og löggæslufræðingur ræddi hnífaburð ungmenna í Reykjavík síðdegis í gær. Hann segir þróunina sem á sér stað hérlendis í takt við það sem hefur verið í Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Við séum bara nokkrum árum á eftir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali í gær að grípa þurfi inn í þessa þróun. Ríkisstjórnin ræði nú að taka forgangsröðun til endurskoðunar og vilji standi til að auka sýnileika lögreglu. „Það er alveg rétt hjá honum að þetta þarf að vera á borði nokkurra ráðuneyta, þetta á ekki bara heima hjá dómsmálaráðuneyti, ekki bara hjá félagsmálaráðuneyti, ekki bara heilbrigðis. Þetta er mikið samvinnuverkefni. Fyrir mér er þetta kannski minna löggæslumál en lýðheilsumál,“ segir Eyþór. Ekki sniðugt að stoppa og leita Hann segir að herða þurfi löggjöf og fara í forvarnaraðgerðir líkt og gert var fyrir nokkrum misserum til að sporna við reykingum ungmenna. Inntur eftir því hvort sniðugt væri af lögreglu að stöðva ungmenni og leita að hnífum segir Eyþór málið vera vandasamt. „Við þurfum aðeins að gæta okkar þegar kemur að því sem er kallað stoppa og leita. Að stoppa ungt fólk, að ástæðulausu jafnvel til að koma í veg fyrir hnífaburð,“ segir Eyþór. „Það sem gerist er að það er enginn staðalmynd af afbrotaunglingi. Þetta er bara venjulegt fólk sem er að gera hluti af sér. Misjafnlega alvarlega. Það sem lögregla fer svolítið að gera, og lögregla í Bretlandi hefur gert, er að þeir eru farnir að leita á lituðum ungmennum. Fólki af erlendum uppruna og fólk sem er í þeim hverfum þar sem hlutfall litaðra er hærra. Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum þar.“ Styður háar fjársektir Hann segist sjálfur þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla séu rétta leiðin til að sporna við þessari þróun. „Ef við herðum viðurlögin, gerum þetta að svolítið stóru máli, þá kannski hugsa sig einhverjir um að taka með sér hníf í skólann eða á djammið. Það þá klárlega borgar sig ekki ef það eru sektir, eftirfylgni, barnavernd, lögregla, skólinn. Að það verði svolítið mál að vera tekinn með hníf. Það er í rauninni ekkert mál núna,“ segir Eyþór. „Svo er ég frekar hrifinn af sektum. Ef menn eru orðnir átján ára þá á bara að sekta. Hvað ertu að gera með hníf í miðbænum á Menningarnótt? Þú ert ekki að veiða, þú ert ekki smiður. 60 þúsund, 90 þúsund. Bara aðeins til að slá á úlnliðinn á fólki.“ Hlusta má á viðtalið við Eyþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Eyþór Víðisson öryggis- og löggæslufræðingur ræddi hnífaburð ungmenna í Reykjavík síðdegis í gær. Hann segir þróunina sem á sér stað hérlendis í takt við það sem hefur verið í Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Við séum bara nokkrum árum á eftir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali í gær að grípa þurfi inn í þessa þróun. Ríkisstjórnin ræði nú að taka forgangsröðun til endurskoðunar og vilji standi til að auka sýnileika lögreglu. „Það er alveg rétt hjá honum að þetta þarf að vera á borði nokkurra ráðuneyta, þetta á ekki bara heima hjá dómsmálaráðuneyti, ekki bara hjá félagsmálaráðuneyti, ekki bara heilbrigðis. Þetta er mikið samvinnuverkefni. Fyrir mér er þetta kannski minna löggæslumál en lýðheilsumál,“ segir Eyþór. Ekki sniðugt að stoppa og leita Hann segir að herða þurfi löggjöf og fara í forvarnaraðgerðir líkt og gert var fyrir nokkrum misserum til að sporna við reykingum ungmenna. Inntur eftir því hvort sniðugt væri af lögreglu að stöðva ungmenni og leita að hnífum segir Eyþór málið vera vandasamt. „Við þurfum aðeins að gæta okkar þegar kemur að því sem er kallað stoppa og leita. Að stoppa ungt fólk, að ástæðulausu jafnvel til að koma í veg fyrir hnífaburð,“ segir Eyþór. „Það sem gerist er að það er enginn staðalmynd af afbrotaunglingi. Þetta er bara venjulegt fólk sem er að gera hluti af sér. Misjafnlega alvarlega. Það sem lögregla fer svolítið að gera, og lögregla í Bretlandi hefur gert, er að þeir eru farnir að leita á lituðum ungmennum. Fólki af erlendum uppruna og fólk sem er í þeim hverfum þar sem hlutfall litaðra er hærra. Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum þar.“ Styður háar fjársektir Hann segist sjálfur þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla séu rétta leiðin til að sporna við þessari þróun. „Ef við herðum viðurlögin, gerum þetta að svolítið stóru máli, þá kannski hugsa sig einhverjir um að taka með sér hníf í skólann eða á djammið. Það þá klárlega borgar sig ekki ef það eru sektir, eftirfylgni, barnavernd, lögregla, skólinn. Að það verði svolítið mál að vera tekinn með hníf. Það er í rauninni ekkert mál núna,“ segir Eyþór. „Svo er ég frekar hrifinn af sektum. Ef menn eru orðnir átján ára þá á bara að sekta. Hvað ertu að gera með hníf í miðbænum á Menningarnótt? Þú ert ekki að veiða, þú ert ekki smiður. 60 þúsund, 90 þúsund. Bara aðeins til að slá á úlnliðinn á fólki.“ Hlusta má á viðtalið við Eyþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26
Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13
Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent