Orri tók á því á fyrstu æfingunni á Spáni Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 23:17 Orri Steinn ferðaðist með leikmannahópi Real Sociedad til Madrid í dag en liðið mætir Getafe á morgun. X-síða Real Sociedad Orri Steinn Óskarsson er mættur til Spánar og tók þátt í sinni fyrstu æfingu með Real Sociedad í dag eftir félagaskiptin í gær. Orri Steinn Óskarsson varð í gær dýrasti leikmaðurinn sem danska liðið FCK hefur selt þegar hann gekk til liðs við Real Sociedad á Spáni. Spænska liðið greiðir 20 milljónir punda fyrir Orra Stein sem gæti leikið sinn fyrsta leik með félaginu gegn Getafe á morgun en félagið hefur birt leikmannahópinn fyrir leikinn. „Ég bjóst ekki við því að ég myndi yfirgefa FCK á þessum tímapunkti. Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning og bjóst því ekki við að vera á förum. En ég get ekki sagt nei við því að verða aðalframherji í jafn góðu liði og Real Sociedad í jafn sterkri deild og La Liga,“ sagði Orri Steinn í viðtali við vefsíðu FCK í gær. Í dag birti spænska félagið myndband af æfingu liðsins á X-síðu sinni og þar má sjá Orra Stein ganga inn á æfingavöllinn ásamt öðrum leikmönnum liðsins. Þá sést Orri stilla sér upp á mynd á æfingunni en nýja félagið vill augljóslega sýna stuðningsmönnum sem mest frá nýju stjörnunni. 🤩 First training at Zubieta! pic.twitter.com/S7QjL04etH— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 31, 2024 💪 Giving their all from day one! pic.twitter.com/r0bZN2xBGq— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 31, 2024 Eins og áður segir mætir Real Sociedad liði Getafe á útivelli á morgun. Orri Steinn er í leikmannahópi liðsins sem flaug til Madrid og verður forvitnilegt að sjá hvort hann fær tækifæri í sínum fyrsta leik aðeins tveimur dögum eftir félagaskiptin. 📋 𝐒𝐪𝐮𝐚𝐝 list for tomorrow’s match. AUPA REAL!!!#GetafeRealSociedad pic.twitter.com/QMkz7LwqQz— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 31, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson varð í gær dýrasti leikmaðurinn sem danska liðið FCK hefur selt þegar hann gekk til liðs við Real Sociedad á Spáni. Spænska liðið greiðir 20 milljónir punda fyrir Orra Stein sem gæti leikið sinn fyrsta leik með félaginu gegn Getafe á morgun en félagið hefur birt leikmannahópinn fyrir leikinn. „Ég bjóst ekki við því að ég myndi yfirgefa FCK á þessum tímapunkti. Ég skrifaði nýverið undir nýjan samning og bjóst því ekki við að vera á förum. En ég get ekki sagt nei við því að verða aðalframherji í jafn góðu liði og Real Sociedad í jafn sterkri deild og La Liga,“ sagði Orri Steinn í viðtali við vefsíðu FCK í gær. Í dag birti spænska félagið myndband af æfingu liðsins á X-síðu sinni og þar má sjá Orra Stein ganga inn á æfingavöllinn ásamt öðrum leikmönnum liðsins. Þá sést Orri stilla sér upp á mynd á æfingunni en nýja félagið vill augljóslega sýna stuðningsmönnum sem mest frá nýju stjörnunni. 🤩 First training at Zubieta! pic.twitter.com/S7QjL04etH— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 31, 2024 💪 Giving their all from day one! pic.twitter.com/r0bZN2xBGq— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 31, 2024 Eins og áður segir mætir Real Sociedad liði Getafe á útivelli á morgun. Orri Steinn er í leikmannahópi liðsins sem flaug til Madrid og verður forvitnilegt að sjá hvort hann fær tækifæri í sínum fyrsta leik aðeins tveimur dögum eftir félagaskiptin. 📋 𝐒𝐪𝐮𝐚𝐝 list for tomorrow’s match. AUPA REAL!!!#GetafeRealSociedad pic.twitter.com/QMkz7LwqQz— Real Sociedad 🇺🇸 🇬🇧 (@RealSociedadEN) August 31, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira