Áfram með smjörið Tinna Sigurðardóttir skrifar 2. september 2024 08:31 Það hefur margsýnt sig að það að lesa fyrir börn í æsku hefur mjög jákvæð áhrif á lestrarnám og lestrarútkomu barna seinna meir. Barnið lærir að hlusta og þegar vel tekst til skapast falleg nánd og samvera þegar lesin er saman saga. Hljóðbækur eru líka góðar en þá kannski tapast þessi samvera ef barnið er eitt að hlusta. Það er kannski ekki öllum tamt að lesa fyrir barnið sitt og það er mikilvægt að lesa ekki endilega frá orði til orðs fyrir þessi yngstu heldur spjalla meira og sýna myndirnar, benda og handfjatla bækurnar. Það má byrja að skoða bækur með ungabörnum frá nokkurra mánaða aldri. Gefa sér tíma í lesturinn, tala um það sem er að gerast í bókinni og gefa barninu færi á að spyrja. Að hafa bækur í nærumhverfi barna er líka mjög mikilvægt sem og að foreldrar séu fyrirmyndir og sjáist stundum halda á bók. Nú þegar allir eru fastir í símum og lesa jafnvel allt sitt þar er minna um þennan "sameiginlega" lestur, þegar Mogginn lá útbreiddur á eldhúsborðinu og börnin höfðu stóran texta fyrir framan sig til að skoða og pæla í. Með því að hafa bækur og prentað efni í augsýn búum við til tækifæri til dæmis til að spjalla um stafina, pæla í hvað þeir heita, hvaða hljóð þeir segja og hver á hvaða staf osfrv. Í lestrarnámi felst líka að vera áttaður, þekkja heimilisfangið sitt, göturnar í kringum húsin sín, lesa af skiltum og þess háttar. Rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir hafa margfalt meiri orðaforða en þau sem missa af því. Slök lestrarfærni í fyrsta bekk er áhyggjuefni því grunnurinn að lestrarnáminu er lagður mun fyrr og liggur í að barnið hafi kynnst því að lesið sé í kringum það og hafi kynnst prentuðu máli. Að sumu leyti má líka segja að að sumu leyti sé slæmt að allt sjónvarpsefni sé talsett því textað efni var mjög góð lestraræfing! Íslendingar eru bókmenntaþjóð, okkar helsti menningararfur liggur í bókmenntum og það ætti að vera kappsmál að hér séu flestir orðnir fluglæsir löngu fyrir 4. bekk. Við eigum nóg af sérþekkingu og mannafla til að láta það gerast - áfram með smjörið. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það hefur margsýnt sig að það að lesa fyrir börn í æsku hefur mjög jákvæð áhrif á lestrarnám og lestrarútkomu barna seinna meir. Barnið lærir að hlusta og þegar vel tekst til skapast falleg nánd og samvera þegar lesin er saman saga. Hljóðbækur eru líka góðar en þá kannski tapast þessi samvera ef barnið er eitt að hlusta. Það er kannski ekki öllum tamt að lesa fyrir barnið sitt og það er mikilvægt að lesa ekki endilega frá orði til orðs fyrir þessi yngstu heldur spjalla meira og sýna myndirnar, benda og handfjatla bækurnar. Það má byrja að skoða bækur með ungabörnum frá nokkurra mánaða aldri. Gefa sér tíma í lesturinn, tala um það sem er að gerast í bókinni og gefa barninu færi á að spyrja. Að hafa bækur í nærumhverfi barna er líka mjög mikilvægt sem og að foreldrar séu fyrirmyndir og sjáist stundum halda á bók. Nú þegar allir eru fastir í símum og lesa jafnvel allt sitt þar er minna um þennan "sameiginlega" lestur, þegar Mogginn lá útbreiddur á eldhúsborðinu og börnin höfðu stóran texta fyrir framan sig til að skoða og pæla í. Með því að hafa bækur og prentað efni í augsýn búum við til tækifæri til dæmis til að spjalla um stafina, pæla í hvað þeir heita, hvaða hljóð þeir segja og hver á hvaða staf osfrv. Í lestrarnámi felst líka að vera áttaður, þekkja heimilisfangið sitt, göturnar í kringum húsin sín, lesa af skiltum og þess háttar. Rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir hafa margfalt meiri orðaforða en þau sem missa af því. Slök lestrarfærni í fyrsta bekk er áhyggjuefni því grunnurinn að lestrarnáminu er lagður mun fyrr og liggur í að barnið hafi kynnst því að lesið sé í kringum það og hafi kynnst prentuðu máli. Að sumu leyti má líka segja að að sumu leyti sé slæmt að allt sjónvarpsefni sé talsett því textað efni var mjög góð lestraræfing! Íslendingar eru bókmenntaþjóð, okkar helsti menningararfur liggur í bókmenntum og það ætti að vera kappsmál að hér séu flestir orðnir fluglæsir löngu fyrir 4. bekk. Við eigum nóg af sérþekkingu og mannafla til að láta það gerast - áfram með smjörið. Höfundur er talmeinafræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun