Áfram með smjörið Tinna Sigurðardóttir skrifar 2. september 2024 08:31 Það hefur margsýnt sig að það að lesa fyrir börn í æsku hefur mjög jákvæð áhrif á lestrarnám og lestrarútkomu barna seinna meir. Barnið lærir að hlusta og þegar vel tekst til skapast falleg nánd og samvera þegar lesin er saman saga. Hljóðbækur eru líka góðar en þá kannski tapast þessi samvera ef barnið er eitt að hlusta. Það er kannski ekki öllum tamt að lesa fyrir barnið sitt og það er mikilvægt að lesa ekki endilega frá orði til orðs fyrir þessi yngstu heldur spjalla meira og sýna myndirnar, benda og handfjatla bækurnar. Það má byrja að skoða bækur með ungabörnum frá nokkurra mánaða aldri. Gefa sér tíma í lesturinn, tala um það sem er að gerast í bókinni og gefa barninu færi á að spyrja. Að hafa bækur í nærumhverfi barna er líka mjög mikilvægt sem og að foreldrar séu fyrirmyndir og sjáist stundum halda á bók. Nú þegar allir eru fastir í símum og lesa jafnvel allt sitt þar er minna um þennan "sameiginlega" lestur, þegar Mogginn lá útbreiddur á eldhúsborðinu og börnin höfðu stóran texta fyrir framan sig til að skoða og pæla í. Með því að hafa bækur og prentað efni í augsýn búum við til tækifæri til dæmis til að spjalla um stafina, pæla í hvað þeir heita, hvaða hljóð þeir segja og hver á hvaða staf osfrv. Í lestrarnámi felst líka að vera áttaður, þekkja heimilisfangið sitt, göturnar í kringum húsin sín, lesa af skiltum og þess háttar. Rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir hafa margfalt meiri orðaforða en þau sem missa af því. Slök lestrarfærni í fyrsta bekk er áhyggjuefni því grunnurinn að lestrarnáminu er lagður mun fyrr og liggur í að barnið hafi kynnst því að lesið sé í kringum það og hafi kynnst prentuðu máli. Að sumu leyti má líka segja að að sumu leyti sé slæmt að allt sjónvarpsefni sé talsett því textað efni var mjög góð lestraræfing! Íslendingar eru bókmenntaþjóð, okkar helsti menningararfur liggur í bókmenntum og það ætti að vera kappsmál að hér séu flestir orðnir fluglæsir löngu fyrir 4. bekk. Við eigum nóg af sérþekkingu og mannafla til að láta það gerast - áfram með smjörið. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það hefur margsýnt sig að það að lesa fyrir börn í æsku hefur mjög jákvæð áhrif á lestrarnám og lestrarútkomu barna seinna meir. Barnið lærir að hlusta og þegar vel tekst til skapast falleg nánd og samvera þegar lesin er saman saga. Hljóðbækur eru líka góðar en þá kannski tapast þessi samvera ef barnið er eitt að hlusta. Það er kannski ekki öllum tamt að lesa fyrir barnið sitt og það er mikilvægt að lesa ekki endilega frá orði til orðs fyrir þessi yngstu heldur spjalla meira og sýna myndirnar, benda og handfjatla bækurnar. Það má byrja að skoða bækur með ungabörnum frá nokkurra mánaða aldri. Gefa sér tíma í lesturinn, tala um það sem er að gerast í bókinni og gefa barninu færi á að spyrja. Að hafa bækur í nærumhverfi barna er líka mjög mikilvægt sem og að foreldrar séu fyrirmyndir og sjáist stundum halda á bók. Nú þegar allir eru fastir í símum og lesa jafnvel allt sitt þar er minna um þennan "sameiginlega" lestur, þegar Mogginn lá útbreiddur á eldhúsborðinu og börnin höfðu stóran texta fyrir framan sig til að skoða og pæla í. Með því að hafa bækur og prentað efni í augsýn búum við til tækifæri til dæmis til að spjalla um stafina, pæla í hvað þeir heita, hvaða hljóð þeir segja og hver á hvaða staf osfrv. Í lestrarnámi felst líka að vera áttaður, þekkja heimilisfangið sitt, göturnar í kringum húsin sín, lesa af skiltum og þess háttar. Rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir hafa margfalt meiri orðaforða en þau sem missa af því. Slök lestrarfærni í fyrsta bekk er áhyggjuefni því grunnurinn að lestrarnáminu er lagður mun fyrr og liggur í að barnið hafi kynnst því að lesið sé í kringum það og hafi kynnst prentuðu máli. Að sumu leyti má líka segja að að sumu leyti sé slæmt að allt sjónvarpsefni sé talsett því textað efni var mjög góð lestraræfing! Íslendingar eru bókmenntaþjóð, okkar helsti menningararfur liggur í bókmenntum og það ætti að vera kappsmál að hér séu flestir orðnir fluglæsir löngu fyrir 4. bekk. Við eigum nóg af sérþekkingu og mannafla til að láta það gerast - áfram með smjörið. Höfundur er talmeinafræðingur.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun