Börnin sem borðuðu kannabis-bangsana enn á spítala Lovísa Arnardóttir skrifar 3. september 2024 14:34 Valtýr segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði gúmmíbangsa með kannabiss. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. Aðsend og Vísir/Getty Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega. Valtýr segir áríðandi að fólk gefi börnum ekki nammi sem það viti ekki hvað er í og að fólk sem hafi verslað sér slíka bangsa geymi þá þar sem börn ná ekki í þá. Valtýr segir slík mál ekki koma oft upp á spítalanum en nógu reglulega. Í fréttum var fjallað um álíka mál árið 2020 og aftur 2023. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma.“ Hann segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði svona bangsa. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. „Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“ Hann segir einkennin ekki langvarandi ef hægt er að afstýra alvarlegustu aukaverkununum. „Þegar efnið leysist upp, hættir að vera virkt og skilur sér út úr líkamanum þá eru einkennin yfirstaðin.“ Upplifa mikla vanlíðan Hann segir börnin stundum líta út fyrir að vera í vímu. „En yfirleitt ekki þannig sem fólk myndi kannski tengja við einhverja sælutilfinningu. Það á ekki við um börn. Það er fyrst og fremst mikil vanlíðan og ógleði. Það er miklu frekar það.“ Valtýr segir mikilvægt að fólk gefi börnum ekki nammi eða hlaup sem það viti ekki hvaðan komi eða hvað sé í. „Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigini nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta,“ segir Valtýr og heldur áfram: „Ég þekki það ekki hvernig markaðurinn með þetta virkar hér á Íslandi en þetta er í umferð. Hvernig sem þetta kemur til landsins. Ef börn komast í þetta er mjög líklegt að þau muni smakka á þessu af því þetta lítur út eins og sælgæti. Það er alltaf hættan.“ Heilbrigðismál Fíkn Réttindi barna Börn og uppeldi Lögreglumál Sælgæti Kannabis Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Valtýr segir áríðandi að fólk gefi börnum ekki nammi sem það viti ekki hvað er í og að fólk sem hafi verslað sér slíka bangsa geymi þá þar sem börn ná ekki í þá. Valtýr segir slík mál ekki koma oft upp á spítalanum en nógu reglulega. Í fréttum var fjallað um álíka mál árið 2020 og aftur 2023. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma.“ Hann segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði svona bangsa. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. „Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“ Hann segir einkennin ekki langvarandi ef hægt er að afstýra alvarlegustu aukaverkununum. „Þegar efnið leysist upp, hættir að vera virkt og skilur sér út úr líkamanum þá eru einkennin yfirstaðin.“ Upplifa mikla vanlíðan Hann segir börnin stundum líta út fyrir að vera í vímu. „En yfirleitt ekki þannig sem fólk myndi kannski tengja við einhverja sælutilfinningu. Það á ekki við um börn. Það er fyrst og fremst mikil vanlíðan og ógleði. Það er miklu frekar það.“ Valtýr segir mikilvægt að fólk gefi börnum ekki nammi eða hlaup sem það viti ekki hvaðan komi eða hvað sé í. „Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigini nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta,“ segir Valtýr og heldur áfram: „Ég þekki það ekki hvernig markaðurinn með þetta virkar hér á Íslandi en þetta er í umferð. Hvernig sem þetta kemur til landsins. Ef börn komast í þetta er mjög líklegt að þau muni smakka á þessu af því þetta lítur út eins og sælgæti. Það er alltaf hættan.“
Heilbrigðismál Fíkn Réttindi barna Börn og uppeldi Lögreglumál Sælgæti Kannabis Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23