„Þær eiga ekki eftir að koma okkur á óvart“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2024 10:01 Nik og Ásta eru klár í slaginn í kvöld. Vísir/arnar Kvennalið Blika á fyrir höndum mikilvægan Evrópuleik í kvöld þegar liðið mætir FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Um er að ræða forkeppni í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið spilar til undanúrslita og mætir síðan annað hvort Frankfurt eða Sporting í úrslitaleik um það að komast í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er ekkert öðruvísi en deildarleikur í augnablikinu. Það er auðvitað aðeins meiri fjölmiðlaumfjöllun. En tilfinningin er góð, sjálfsöryggið er gott og við höfum spilað vel í síðustu leikjum og skorað mörk. Svo við förum í þetta full sjálfstraust,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Nik eyddi allri helginni að horfa á myndefni af FC Minsk. „Ég þekki þær vel og hef sýnt leikmönnunum klippur líka. Svo þær eiga ekki eftir að koma okkur á óvart, nema þær breyti uppstillingunni sem getur gerst, en tel það ólíklegt. Þær eru með sama þjálfara í Meistaradeildinni í fyrra þegar þær spiluðu á móti Bröndby og Vålerenga og ég held að þær muni spila svipað. Við verðum eins vel undirbúin og hægt er.“ „Það er gaman að vera fara aftur í Evrópukeppnina og við erum bara mjög spenntar að mæta nýjum andstæðingum,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika, og heldur áfram. „Það er alveg munur að spila svona leiki en venjulegan deildarleik en við erum samt ekki að fara breyta okkar leik. Undirbúningurinn og greiningarnar eru öðruvísi og kannski erfitt að nálgast hin liðin. En það er það sem er gaman í þessu.“ Hér að neðan má sjá viðtölin við Nik og Ástu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18:50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Um er að ræða forkeppni í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið spilar til undanúrslita og mætir síðan annað hvort Frankfurt eða Sporting í úrslitaleik um það að komast í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er ekkert öðruvísi en deildarleikur í augnablikinu. Það er auðvitað aðeins meiri fjölmiðlaumfjöllun. En tilfinningin er góð, sjálfsöryggið er gott og við höfum spilað vel í síðustu leikjum og skorað mörk. Svo við förum í þetta full sjálfstraust,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Nik eyddi allri helginni að horfa á myndefni af FC Minsk. „Ég þekki þær vel og hef sýnt leikmönnunum klippur líka. Svo þær eiga ekki eftir að koma okkur á óvart, nema þær breyti uppstillingunni sem getur gerst, en tel það ólíklegt. Þær eru með sama þjálfara í Meistaradeildinni í fyrra þegar þær spiluðu á móti Bröndby og Vålerenga og ég held að þær muni spila svipað. Við verðum eins vel undirbúin og hægt er.“ „Það er gaman að vera fara aftur í Evrópukeppnina og við erum bara mjög spenntar að mæta nýjum andstæðingum,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika, og heldur áfram. „Það er alveg munur að spila svona leiki en venjulegan deildarleik en við erum samt ekki að fara breyta okkar leik. Undirbúningurinn og greiningarnar eru öðruvísi og kannski erfitt að nálgast hin liðin. En það er það sem er gaman í þessu.“ Hér að neðan má sjá viðtölin við Nik og Ástu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18:50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira