Amaði ekkert að ferðamönnum sem sendu neyðarboðin Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 22:16 Varðskipið Þór var sent norður til Hlöðuvíkur. Myndin er úr safni og tekin við Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm Ekkert amaði að erlendum ferðamanni sem sendi neyðarboð úr neyðarskýli í Hlöðuvík fyrr í dag. Áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar komst í samband við ferðafólkið á tíunda tímanum í kvöld. Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil í dag en óljóst var hver hefði sent það og hvaðan en talið var að það kæmi frá Hlöðuvík eða Hornvík á Hornströndum. Varðskipið Þór, sem var þá statt við Snæfellsnes, var sent að Hlöðuvík og kom þangað á tíunda tímanum í kvöld, að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. „Það er búið að ganga úr skugga um að það kom frá erlendum ferðamanni sem var staddur í neyðarskýli í Hlöðuvík og amar ekkert að núna. Þegar Gæslan kemur þarna og nær sambandi þá segir viðkomandi að það þurfi ekki lengur aðstoð,“ segir Hlynur en áhöfn varðskipsins náði stopulu talstöðvarsambandi við þriggja manna hóp í neyðarskýlinu. Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send en lélegt samband er á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn úr þriggja manna hópnum hafi sent boðin í dag. Búast megi við að veðurofsinn á Vestfjörðum í morgun hafi valdið ótta og hræðslu en það verði skoðað betur þegar betra samband næst við fólkið. Töluverður viðbúnaður var vegna neyðarkallsins sem var stutt og á ensku, að sögn Hlyns. Aðgerðastjórn almannavarna á Ísafirði var virkjuð. Hlynur segir að undirbúið hafi verið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip til leitar í fyrramálið ef leit varðskipsins hefði engan árangur borið. Varðskipið verður við Hlöðuvík til morguns vegna aðstæðna. Hlynur segir veðrið þó gengið niður. Þyrla sótti annan ferðamann sem þurfti svo ekki læknisaðstoð í sumar Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Landhelgisgæslan er kölluð út á Vestfjörðum vegna erlendra ferðamanna sem reynast þegar til kastanna kemur ekki í sérstakri hættu. Í júlí sótti þyrla Gæslunnar bandarískan göngumann á Jökulfirði, sunnan við Hornstrandir, sem óskaði eftir aðstoð vegna veikinda og flutti hann til Ísafjarðar. Þegar þangað var komið afþakkaði hann frekari aðstoð og hélt burt á bílaleigubíl sínum. Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum sagði Vísi að hann teldi það hafa verið „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Hlynur segir að engar hömlur eða reglur um hvers konar búnað fólk sem fari á Hornstrandir þurfi að hafa með sér. Lítil sem engin fjarskipti séu þar og símar virki ekki. „Þannig að það þarf eitthvað að skoða það,“ segir yfirlögregluþjónninn. Fréttin hefur verið uppfærð. Landhelgisgæslan Hornstrandir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil í dag en óljóst var hver hefði sent það og hvaðan en talið var að það kæmi frá Hlöðuvík eða Hornvík á Hornströndum. Varðskipið Þór, sem var þá statt við Snæfellsnes, var sent að Hlöðuvík og kom þangað á tíunda tímanum í kvöld, að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. „Það er búið að ganga úr skugga um að það kom frá erlendum ferðamanni sem var staddur í neyðarskýli í Hlöðuvík og amar ekkert að núna. Þegar Gæslan kemur þarna og nær sambandi þá segir viðkomandi að það þurfi ekki lengur aðstoð,“ segir Hlynur en áhöfn varðskipsins náði stopulu talstöðvarsambandi við þriggja manna hóp í neyðarskýlinu. Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send en lélegt samband er á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn úr þriggja manna hópnum hafi sent boðin í dag. Búast megi við að veðurofsinn á Vestfjörðum í morgun hafi valdið ótta og hræðslu en það verði skoðað betur þegar betra samband næst við fólkið. Töluverður viðbúnaður var vegna neyðarkallsins sem var stutt og á ensku, að sögn Hlyns. Aðgerðastjórn almannavarna á Ísafirði var virkjuð. Hlynur segir að undirbúið hafi verið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip til leitar í fyrramálið ef leit varðskipsins hefði engan árangur borið. Varðskipið verður við Hlöðuvík til morguns vegna aðstæðna. Hlynur segir veðrið þó gengið niður. Þyrla sótti annan ferðamann sem þurfti svo ekki læknisaðstoð í sumar Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Landhelgisgæslan er kölluð út á Vestfjörðum vegna erlendra ferðamanna sem reynast þegar til kastanna kemur ekki í sérstakri hættu. Í júlí sótti þyrla Gæslunnar bandarískan göngumann á Jökulfirði, sunnan við Hornstrandir, sem óskaði eftir aðstoð vegna veikinda og flutti hann til Ísafjarðar. Þegar þangað var komið afþakkaði hann frekari aðstoð og hélt burt á bílaleigubíl sínum. Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum sagði Vísi að hann teldi það hafa verið „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Hlynur segir að engar hömlur eða reglur um hvers konar búnað fólk sem fari á Hornstrandir þurfi að hafa með sér. Lítil sem engin fjarskipti séu þar og símar virki ekki. „Þannig að það þarf eitthvað að skoða það,“ segir yfirlögregluþjónninn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landhelgisgæslan Hornstrandir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17
Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13