Mangan, sem skoraði þó nokkuð af mörkum í neðri deildum Englands á ferli sínum, hefur verið aðstoðarþjálfari Stockport County síðan í júlí. Hann er hins vegar nú á leið til höfuðborgar Spánar þar sem hann mun aðstoða feðgana Carlo og Davide Ancelotti.
Mangan þekkir Davide, son Carlo, ágætlega og er það sögð ástæðan fyrir því að nafn hans var á blaði. Í frétt The Athletic segir að feðgarnir hafi viljað enskan þjálfara og er Mangan nú aðeins atvinnuleyfi frá því að vera sá maður.
Stockport County’s Andy Mangan is set to join Carlo Ancelotti’s coaching staff at Real Madrid.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 6, 2024
Mangan, who has been working as an assistant coach at Stockport since July, has been chosen due to his relationship with Ancelotti’s son, Davide, who is an assistant manager at #RMCF… pic.twitter.com/Ic9NqeeGQE
Ekki kemur fram nákvæmlega hvaða hlutverki hann mun sinna í þjálfarateymi Real en talið er að Ancelotti eldri hafi viljað fríska örlítið upp á þjálfarateymi sitt sem hefur lítið breyst undanfarin þrjú árin.
Spánarmeistarar Real Madríd er í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla, með átta stig, fjórum minna en topplið Barcelona.