Af upplýsingaóreiðu um orkumál Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. september 2024 15:31 Sá sem á tilvitnaða textann hér að neðan, er ekki bara einhver „Jón á bolnum“ út í bæ. Heldur fer þarna mikinn, Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri OR, næststærsta orkufyrirtækis landsins og núverandi meðlimur svokallaðs fagráðs Landverndar. „Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“ Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“ Við gætum prófað að færa röksemdafærslu Bjarna yfir á aðra auðlind okkar, sjávarauðlindina og sagt þar fullum fetum, að hér sé ofveiði á fiski, því hér sé veitt margfalt meira en myndi duga svo öll heimili í landinu gætu haft fisk í matinn þrjá til fjóra daga í viku. Staðreyndin er nú samt sem áður sú, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er það í rauninni fyrst og fremst, nýting auðlinda okkar og útflutningur afurða þeirrar nýtingar sem ekki bara hefur haldið lífi í þjóðinni heldur einnig á undangenginni öld eða svo gert þjóðina með þeim ríkari í heiminum og viðhaldið hér góðum lífskjörum og gert þetta land okkar að einu af betri löndum til að búa í og starfa. Nú er það svo að fallvötnin og annað sem við virkjum, verður ekki að auðlind, nema að sú orka sem þar býr er virkjuð og seld til verðmætasköpunnar. Eins er það með hafið í kringum okkur. Fiskurinn sem þar syndir, verður ekki að auðlind, fyrr en einhver sér hag sinn í því að fjárfesta í búnaði til veiða og vinnslu og selja sínar afurðir á sem hæstu verði á markaði. Það er því nokkuð ljóst, að ef við ætlum að taka orð Bjarna trúanlegar upplýsingar og haga okkar málum samkvæmt þeim, þá fari lífskjör hér marga áratugi aftur í tímann. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Orkumál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Sá sem á tilvitnaða textann hér að neðan, er ekki bara einhver „Jón á bolnum“ út í bæ. Heldur fer þarna mikinn, Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri OR, næststærsta orkufyrirtækis landsins og núverandi meðlimur svokallaðs fagráðs Landverndar. „Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“ Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“ Við gætum prófað að færa röksemdafærslu Bjarna yfir á aðra auðlind okkar, sjávarauðlindina og sagt þar fullum fetum, að hér sé ofveiði á fiski, því hér sé veitt margfalt meira en myndi duga svo öll heimili í landinu gætu haft fisk í matinn þrjá til fjóra daga í viku. Staðreyndin er nú samt sem áður sú, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er það í rauninni fyrst og fremst, nýting auðlinda okkar og útflutningur afurða þeirrar nýtingar sem ekki bara hefur haldið lífi í þjóðinni heldur einnig á undangenginni öld eða svo gert þjóðina með þeim ríkari í heiminum og viðhaldið hér góðum lífskjörum og gert þetta land okkar að einu af betri löndum til að búa í og starfa. Nú er það svo að fallvötnin og annað sem við virkjum, verður ekki að auðlind, nema að sú orka sem þar býr er virkjuð og seld til verðmætasköpunnar. Eins er það með hafið í kringum okkur. Fiskurinn sem þar syndir, verður ekki að auðlind, fyrr en einhver sér hag sinn í því að fjárfesta í búnaði til veiða og vinnslu og selja sínar afurðir á sem hæstu verði á markaði. Það er því nokkuð ljóst, að ef við ætlum að taka orð Bjarna trúanlegar upplýsingar og haga okkar málum samkvæmt þeim, þá fari lífskjör hér marga áratugi aftur í tímann. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun