„Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 17:09 Drífa Snædal vandar Play ekki kveðjurnar í Facebook-færslu og segir auglýsingaherferð flugfélagsins dæmi um hluttekningu. Tiktok/Vísir/Vilhelm Drífa Snædal gagnrýnir flugfélagið Play harðlega fyrir nýja auglýsingaherferð. Hún segir konur niðurlægðar í auglýsingum fyrirtækisins. Herferðin hefur verið á milli tannanna á fólki síðastliðinn sólarhring vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Sjá einnig: Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Margir hafa gagnrýnt auglýsingarnar á meðan aðrir kunna vel að meta þær. Meðal gagnrýnenda er Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem sagði herferðina taktlausa og neikvæða fyrir vörumerki Play. Hún sagðist upplifa vantraust og ófagmannlegheit við að horfa á hana frekar en að vilja fljúga með flugfélaginu. Konur smættaðar niður í líkama Nú hefur Drífa Snædal, sem er talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, bæst í hóp gagnrýnenda og vandar hún flugfélaginu ekki kveðjurnar í færslu á Facebook. Herferðin sé nýjasta dæmið um hlutgervingu kvenna í auglýsingum þar sem þær eru afmennskaðar. „Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt,“ skrifar Drífa. „Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ skrifar hún einnig. „Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“ spyr hún. Halli ekki á neitt kyn Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi. Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá,“ sagði Nadine þegar hún var spurð hvort herferðin innihaldi kvenfyrirlitningu og hluttekningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var snert á ásökunum Drífu um að félagið brjóti reglur vinnumarkaðsins með því að greiða starfsfólki sínu of lág laun. Málið rekur sig aftur til 2021 þegar Play var stofnað og ASÍ sakaði félagið um að greiða starfsfólki sínu lægri laun en sem nam grunnatvinnuleysisbótum. Play hefur alfarið hafnað þeim ásökunum og hvatt sambandið til að rökstyðja ásakanirnar. Play Jafnréttismál Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Herferðin hefur verið á milli tannanna á fólki síðastliðinn sólarhring vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Sjá einnig: Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Margir hafa gagnrýnt auglýsingarnar á meðan aðrir kunna vel að meta þær. Meðal gagnrýnenda er Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem sagði herferðina taktlausa og neikvæða fyrir vörumerki Play. Hún sagðist upplifa vantraust og ófagmannlegheit við að horfa á hana frekar en að vilja fljúga með flugfélaginu. Konur smættaðar niður í líkama Nú hefur Drífa Snædal, sem er talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, bæst í hóp gagnrýnenda og vandar hún flugfélaginu ekki kveðjurnar í færslu á Facebook. Herferðin sé nýjasta dæmið um hlutgervingu kvenna í auglýsingum þar sem þær eru afmennskaðar. „Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt,“ skrifar Drífa. „Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ skrifar hún einnig. „Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“ spyr hún. Halli ekki á neitt kyn Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi. Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá,“ sagði Nadine þegar hún var spurð hvort herferðin innihaldi kvenfyrirlitningu og hluttekningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var snert á ásökunum Drífu um að félagið brjóti reglur vinnumarkaðsins með því að greiða starfsfólki sínu of lág laun. Málið rekur sig aftur til 2021 þegar Play var stofnað og ASÍ sakaði félagið um að greiða starfsfólki sínu lægri laun en sem nam grunnatvinnuleysisbótum. Play hefur alfarið hafnað þeim ásökunum og hvatt sambandið til að rökstyðja ásakanirnar.
Play Jafnréttismál Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent