Mjóbaksverkir – Hvað er rétt og rangt? Gunnlaugur Már Briem skrifar 8. september 2024 08:02 Skilningur okkar og vitneskja um orsök og afleiðingar mjóbaksverkja er ávallt að aukast og í tilefni af Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar sem fram fer 8. september ár hvert var ákveðið að beina athygli að þessu algenga vandamáli sem snertir okkur öll. Auðvelt er að nálgast mikið magn upplýsinga um einkenni ýmissa heilsufarsvandamála. Á sama tíma getur verið erfitt að greina réttar upplýsingar frá þeim röngu. Misvísandi eða rangar upplýsingar geta valdið óþarfa áhyggjum, ótta og vanlíðan um batahorfur og alvarleika þeirra einkenna sem fólk finnur fyrir. Á þetta einnig við um mögulegar orsakir mjóbaksverkja og afleiðingar þeirra. Afhverju er ég með verk í bakinu? 90% mjóbaksverkja eru óskilgreindir verkir. Það þýðir að ekki er hægt að greina nákvæmlega hvaða liður, vöðvi, liðband eða hryggþófi valda verkjunum. Myndgreiningar eins og segulómskoðun og röntgen geta sjaldnast greint ástæður verkjanna og því mikilvægt að styðjast við klíniskar greiningar sérfræðinga, þar sem oft þarf að horfa til samsettra orsakaþátta fyrir bæði upphafi verkjanna sem og ástæðum þess að þeir geti orðið langvarandi. Nokkrar staðreyndir og mýtur um mjóbaksverki 1. MÝTA: Ég er með mikinn verk í bakinu svo ég hlýt að hafa skaðað það alvarlega. STAÐREYND: Bakverkir geta valdið hræðslu, en þeir eru sjaldan hættulegir eða tengdir alvarlegum vefjaskaða eða lífsógnandi sjúkdómi – flestir einstaklingar ná góðum bata. 2. MÝTA: Ég þarf myndgreiningu til þess að vita hvað er að bakinu á mér. STAÐREYND: Það er sjaldgæft að myndgreiningar sýni ástæður mjóbaksverkja. Svo kallaðar “óeðlilegar” niðurstöður eins og útbunganir í hryggþófum og slitbreytingar eru algengar og eðlilegar hjá flestum, án verkja, sérstaklega með hækkandi aldri. 3. MÝTA: Ég er að eldast, svo það er eðlilegt að ég sé með mjóbaksverki. STAÐREYND: Að eldast er ekki stór orsök mjóbaksverkja, en það að missa styrk getur verið orsök. 4. MÝTA: Mig verkjar þegar ég geri æfingar og hreyfi mig þannig að ég hlýt að vera að valda skaða. STAÐREYND: Bakið þitt verður heilbrigðara með hreyfingu og líkamlegri virkni. Hryggsúlan er sterk og fær um að hreyfast örugglega og bera álag. Algengar viðvaranir um að vernda hryggsúluna eru ekki nauðsynlegar, og geta leitt til hræðslu og ofverndunar. 5. MÝTA: Ég verð að fara í aðgerð eða fá sprautu til að laga mjóbaksverkinn minn. STAÐREYND: Skurðaðgerðir eða sprautur eru sjaldnast lækning við mjóbaksverkjum. Mælt er með æfingum og heilbrigðum lífsstíl til að bæta líðan og er það jafn árangursríkt en áhættan minni. 6. MÝTA: Ég þarf að láta setja bakið á mér “aftur á réttan stað” STAÐREYND: Mjóbaksverkir þýða ekki að eitthvað sé ekki á sínum stað og þurfi að leiðrétta það – bakið þitt er sterkt og fer ekki “úr stað”. Áhrif greininga Við greiningu mjóbaksverkja er mikilvægt að miðlun upplýsinga sé hjálpleg og til þess gerð að styðja við bataferlið. Óljósar útskýringar og flóknar niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna geta ýtt undir hræðslu og vanvirkni sem svo getur leitt aukinna einkenna og nýrra vandamála. Því er mikilvægt að tryggja að fólk hafi skilning á þeim einkennum sem verið er að eiga við hverju sinni. Aldurstengdar slitbreytingar geta t.a.m. verið fullkomlega eðlilegar og lítil eða engin orsök þeirra einkenna sem einstaklingar finna fyrir. En fyrir suma getur slík greining ein og sér skapað óöryggi og hræðslu og valdið því að göngutúrarnir séu styttir eða skíðaferillinn lagður á hilluna til að forðast frekara slit. Staðreyndin er þó sú að bakið okkar verður almennt heilbrigðara við hreyfingu og virkni og er hryggurinn gerður til þess að hreyfast og þola álag. Ofverndun getur haft neikvæð áhrif á meðan að æfingar auka styrk og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni. Hvað svo? Þó að mjóbaksverkir geti haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og mikilvægt sé að taka öll einkenni alvarlega og leita sér viðeigandi aðstoðar þá eru góðu fréttirnar þær að flestir jafna sig án sérstakra inngripa heilbrigðiskerfisins. En fyrir þá sem þarfnast aðstoðar er mikilvægt að meðferðin sé byggð á góðri þekkingu og upplýsingum til að hámarka líkur á góðum bata. Þar koma sjúkraþjálfarar inn sem lykilstétt innan heilbrigðiskerfisins sem sérfræðingar í fræðslu, greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Már Briem Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Skilningur okkar og vitneskja um orsök og afleiðingar mjóbaksverkja er ávallt að aukast og í tilefni af Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar sem fram fer 8. september ár hvert var ákveðið að beina athygli að þessu algenga vandamáli sem snertir okkur öll. Auðvelt er að nálgast mikið magn upplýsinga um einkenni ýmissa heilsufarsvandamála. Á sama tíma getur verið erfitt að greina réttar upplýsingar frá þeim röngu. Misvísandi eða rangar upplýsingar geta valdið óþarfa áhyggjum, ótta og vanlíðan um batahorfur og alvarleika þeirra einkenna sem fólk finnur fyrir. Á þetta einnig við um mögulegar orsakir mjóbaksverkja og afleiðingar þeirra. Afhverju er ég með verk í bakinu? 90% mjóbaksverkja eru óskilgreindir verkir. Það þýðir að ekki er hægt að greina nákvæmlega hvaða liður, vöðvi, liðband eða hryggþófi valda verkjunum. Myndgreiningar eins og segulómskoðun og röntgen geta sjaldnast greint ástæður verkjanna og því mikilvægt að styðjast við klíniskar greiningar sérfræðinga, þar sem oft þarf að horfa til samsettra orsakaþátta fyrir bæði upphafi verkjanna sem og ástæðum þess að þeir geti orðið langvarandi. Nokkrar staðreyndir og mýtur um mjóbaksverki 1. MÝTA: Ég er með mikinn verk í bakinu svo ég hlýt að hafa skaðað það alvarlega. STAÐREYND: Bakverkir geta valdið hræðslu, en þeir eru sjaldan hættulegir eða tengdir alvarlegum vefjaskaða eða lífsógnandi sjúkdómi – flestir einstaklingar ná góðum bata. 2. MÝTA: Ég þarf myndgreiningu til þess að vita hvað er að bakinu á mér. STAÐREYND: Það er sjaldgæft að myndgreiningar sýni ástæður mjóbaksverkja. Svo kallaðar “óeðlilegar” niðurstöður eins og útbunganir í hryggþófum og slitbreytingar eru algengar og eðlilegar hjá flestum, án verkja, sérstaklega með hækkandi aldri. 3. MÝTA: Ég er að eldast, svo það er eðlilegt að ég sé með mjóbaksverki. STAÐREYND: Að eldast er ekki stór orsök mjóbaksverkja, en það að missa styrk getur verið orsök. 4. MÝTA: Mig verkjar þegar ég geri æfingar og hreyfi mig þannig að ég hlýt að vera að valda skaða. STAÐREYND: Bakið þitt verður heilbrigðara með hreyfingu og líkamlegri virkni. Hryggsúlan er sterk og fær um að hreyfast örugglega og bera álag. Algengar viðvaranir um að vernda hryggsúluna eru ekki nauðsynlegar, og geta leitt til hræðslu og ofverndunar. 5. MÝTA: Ég verð að fara í aðgerð eða fá sprautu til að laga mjóbaksverkinn minn. STAÐREYND: Skurðaðgerðir eða sprautur eru sjaldnast lækning við mjóbaksverkjum. Mælt er með æfingum og heilbrigðum lífsstíl til að bæta líðan og er það jafn árangursríkt en áhættan minni. 6. MÝTA: Ég þarf að láta setja bakið á mér “aftur á réttan stað” STAÐREYND: Mjóbaksverkir þýða ekki að eitthvað sé ekki á sínum stað og þurfi að leiðrétta það – bakið þitt er sterkt og fer ekki “úr stað”. Áhrif greininga Við greiningu mjóbaksverkja er mikilvægt að miðlun upplýsinga sé hjálpleg og til þess gerð að styðja við bataferlið. Óljósar útskýringar og flóknar niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna geta ýtt undir hræðslu og vanvirkni sem svo getur leitt aukinna einkenna og nýrra vandamála. Því er mikilvægt að tryggja að fólk hafi skilning á þeim einkennum sem verið er að eiga við hverju sinni. Aldurstengdar slitbreytingar geta t.a.m. verið fullkomlega eðlilegar og lítil eða engin orsök þeirra einkenna sem einstaklingar finna fyrir. En fyrir suma getur slík greining ein og sér skapað óöryggi og hræðslu og valdið því að göngutúrarnir séu styttir eða skíðaferillinn lagður á hilluna til að forðast frekara slit. Staðreyndin er þó sú að bakið okkar verður almennt heilbrigðara við hreyfingu og virkni og er hryggurinn gerður til þess að hreyfast og þola álag. Ofverndun getur haft neikvæð áhrif á meðan að æfingar auka styrk og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni. Hvað svo? Þó að mjóbaksverkir geti haft veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga og mikilvægt sé að taka öll einkenni alvarlega og leita sér viðeigandi aðstoðar þá eru góðu fréttirnar þær að flestir jafna sig án sérstakra inngripa heilbrigðiskerfisins. En fyrir þá sem þarfnast aðstoðar er mikilvægt að meðferðin sé byggð á góðri þekkingu og upplýsingum til að hámarka líkur á góðum bata. Þar koma sjúkraþjálfarar inn sem lykilstétt innan heilbrigðiskerfisins sem sérfræðingar í fræðslu, greiningu og meðhöndlun stoðkerfiseinkenna. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun