Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 10:16 Stefán Teitur í leiknum gegn Svartfjallalandi á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Stefán Teitur Þórðarson lék sinn 21. A-landsleik í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi. Hann er þó langt frá því að vera leikjahæsti landsliðsmaðurinn í fjölskyldu sinni enda kemur hann af mikilli fótboltaætt. Hinn 25 ára gamli Skagamaður gekk í raðir Preston North End sem leikur í ensku B-deildinni fyrr í sumar eftir góð ár með Silkeborg í Danmörku. Hann settist niður með tveimur aðilum sem sjá um hlaðvarp félagsins og ræddi meðal annars hversu mikilli fótboltafjölskyldu hann kemur frá. „Nei ekki einu sinni nálægt því,“ sagði Stefán Teitur er hann var spurður hvort hann væri með flesta landsleiki í fjölskyldunni sinni. „Pabbi á einn leik. Hann spilaði mest allan ferilinn á Íslandi á meðan bróðir hans spilaði lengi vel erlendis, þar á meðal fyrir Stoke City. Hann heitir sama nafni og ég, Stefán Þórðarson. Hann á kringum tíu leiki [6 leiki samkvæmt KSÍ],“ sagði Stefán Teitur og hélt svo áfram að ræða ættfræði sína. „Afi á tvo bræður [Ólaf og Teit Þórðarson], einn á 70 leiki [Ólafur á 72 leiki] og hinn á 50 [Teitur á 41 leik]. Langaafi minn var einn sá fyrsti til að spila fyrir A-landsliðið. Þá spilaði Ísland fáa leiki svo hann lék á bilinu 15-20 leiki [Hann lék 18 leiki og skoraði 9 mörk].“ 🇮🇸 Born to play football. Born to play for Iceland. 🧬 Stefan talks about the Thórdarson footballing dynasty on #PNEPod. 💬#pnefc | @footballiceland— Preston North End FC (@pnefc) September 6, 2024 Stefán Teitur játti því að fjölskylda hans væri eflaust ein af frægari fótbolta-fjölskyldum á Íslandi. „Það eru nokkrar en ef þú ert frá Íslandi og fylgist með fótbolta þá þekkir þú líklega til fjölskyldu minnar.“ Jafnframt bætti miðjumaðurinn við að frekar en að finna fyrir pressu fyndi hann fyrir stolti og að það væru forréttindi að vera hluti af þessari arfleið. „Það er engin pressa innan fjölskyldunna, eingöngu stuðningur. Það er hins vegar mikil þekking og maður vill gera þau stolt. Það getur stundum verið erfitt að gera þau stolt þar sem sum þeirra eru af gamla skólanum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Skagamaður gekk í raðir Preston North End sem leikur í ensku B-deildinni fyrr í sumar eftir góð ár með Silkeborg í Danmörku. Hann settist niður með tveimur aðilum sem sjá um hlaðvarp félagsins og ræddi meðal annars hversu mikilli fótboltafjölskyldu hann kemur frá. „Nei ekki einu sinni nálægt því,“ sagði Stefán Teitur er hann var spurður hvort hann væri með flesta landsleiki í fjölskyldunni sinni. „Pabbi á einn leik. Hann spilaði mest allan ferilinn á Íslandi á meðan bróðir hans spilaði lengi vel erlendis, þar á meðal fyrir Stoke City. Hann heitir sama nafni og ég, Stefán Þórðarson. Hann á kringum tíu leiki [6 leiki samkvæmt KSÍ],“ sagði Stefán Teitur og hélt svo áfram að ræða ættfræði sína. „Afi á tvo bræður [Ólaf og Teit Þórðarson], einn á 70 leiki [Ólafur á 72 leiki] og hinn á 50 [Teitur á 41 leik]. Langaafi minn var einn sá fyrsti til að spila fyrir A-landsliðið. Þá spilaði Ísland fáa leiki svo hann lék á bilinu 15-20 leiki [Hann lék 18 leiki og skoraði 9 mörk].“ 🇮🇸 Born to play football. Born to play for Iceland. 🧬 Stefan talks about the Thórdarson footballing dynasty on #PNEPod. 💬#pnefc | @footballiceland— Preston North End FC (@pnefc) September 6, 2024 Stefán Teitur játti því að fjölskylda hans væri eflaust ein af frægari fótbolta-fjölskyldum á Íslandi. „Það eru nokkrar en ef þú ert frá Íslandi og fylgist með fótbolta þá þekkir þú líklega til fjölskyldu minnar.“ Jafnframt bætti miðjumaðurinn við að frekar en að finna fyrir pressu fyndi hann fyrir stolti og að það væru forréttindi að vera hluti af þessari arfleið. „Það er engin pressa innan fjölskyldunna, eingöngu stuðningur. Það er hins vegar mikil þekking og maður vill gera þau stolt. Það getur stundum verið erfitt að gera þau stolt þar sem sum þeirra eru af gamla skólanum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Sjá meira