Rannsóknarleit Selfossveitna heldur áfram að skila árangri Sveinn Ægir Birgisson skrifar 9. september 2024 09:31 Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi samfélag sem hefur tekist á við talsverðar áskoranir á undanförnum árum. Selfossveitur sjá sveitarfélaginu fyrir heitu vatni og hafa svo sannarlega fundið fyrir vextinum. Veitan hefur þurft að stækka í takt við aukna eftirspurn og var því aukinn kraftur settur í rannsóknarleit eftir heitu vatni strax í upphafi kjörtímabilsins, árið 2022. Þessi áhersla á aukna rannsóknarleit hefur nú þegar skilað árangri. Veitan var kominn að þolmörkum Þegar nýr meirihluti tók við vorið 2022 var veitan kominn að þolmörkum. Samþykkt byggingaráform voru orðinn meiri en geta Selfossveitna og því þurfti að takmarka útgáfu byggingarleyfa tímabundið. Veturinn 2022-2023 var veitunni þungbær þar sem löng kuldatíð og eldsvoði í dæluhúsi varð til þess að orkuöflun hitaveitunnar skertist um tíma. Viðbragðsáætlun Selfossveitna var því virkjuð. Fyrsta stig viðbragðsáætlunar var að biðja íbúa um að fara sparlega með heitt vatn og lækka í snjóbræðslum á gervigrasvöllum. Því miður þurfti að grípa til næsta stigs sem var að loka sundlaugum og var útisvæði Sundhallar Selfoss lokað í 5 vikur ásamt því var hitinn lækkaður í öllum skóla- og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu. Á þessu tímabili var hámarksálag hjá Selfossveitum á afhendingu af heitu vatni, þó búið væri að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Mesta afhendingargeta síðustu ára var um 300 lítra á sekúndu. Árangur í orkuöflun og breytt staða Jákvæðar fréttir bárust síðan í febrúar 2023 þegar vinnanlegt magn af um 85 gráðu heitu vatni fannst við rannsóknarleit á norðurbakka Ölfusár. Borholan ber nafnið SE-40 og gefur um 30 lítra á sekúndu. Framkvæmdir hófust strax við byggingu á dæluhúsi og lagningu nýrrar stofnlagnar undir Ölfusárbrú ásamt öðrum lögnum til að tengjast núverandi dreifikerfi. Þessi nýja vinnsluhola eykur afköst Selfossveitna um 10% en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á næstu vikum. Aftur bárust jákvæð tíðindi í mars á þessu ári þegar jarðhitaleit á suðurbakka Ölfusár við Hótel Selfoss skilaði árangri. Þar fannst hola sem ber nafnið SE-45 og skilar um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Hönnun á dæluhúsi er hafin og gert er ráð fyrir að hola verði kominn í notkun eftir um eitt ár. Í byrjun ágúst skilaði jarðhitaleitin aftur árangri við bakka Ölfusár. Í þetta sinn við enda götunnar Sóltúns þar sem holan, SE-46 gæti skilað um átta lítrum á sekúndu af yfir 80 gráðu heitu vatni. Fyrir ört vaxandi samfélag eru þetta góðar fréttir. (loftmynd af staðsetningu verðandi vinnsluhola) Rannsóknarleit og orkuöflun hvergi nærri hætt Staðsetning á þessum nýju vinnsluholum er mjög hagkvæm. Það er dýrmætt að hafa orkuöflunarsvæði svona nálægt byggð þar sem stutt er í dreifikerfið. Starfsmenn Selfossveitna vinna hörðum höndum að virkjun á þessum nýju holum sem tekur um 1-2 ár að koma inn á dreifikerfið. Leit eftir heitu vatni getur verið tímafrek, kostnaðarsöm og, því miður, ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Það er því virkilega ánægjulegt að rannsóknarleit Selfossveitna síðustu tvö ár sé að skila aukinni afkastagetu sem nemur um 53 lítrum á sekúndu, sem er góð viðbót við þá 300 lítra á sekúndu sem fyrir eru í kerfinu. Vinnunni er þó hvergi nærri lokið enda þurfum við að horfa mörg ár fram í tímann til að geta annað eftirspurn til framtíðar. Það er stefna núverandi meirihluta að rannsóknarleit Selfossveitna haldi áfram til að tryggja íbúum og fyrirtækjum heitt vatn til framtíðar í Árborg. Höfundur er formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi samfélag sem hefur tekist á við talsverðar áskoranir á undanförnum árum. Selfossveitur sjá sveitarfélaginu fyrir heitu vatni og hafa svo sannarlega fundið fyrir vextinum. Veitan hefur þurft að stækka í takt við aukna eftirspurn og var því aukinn kraftur settur í rannsóknarleit eftir heitu vatni strax í upphafi kjörtímabilsins, árið 2022. Þessi áhersla á aukna rannsóknarleit hefur nú þegar skilað árangri. Veitan var kominn að þolmörkum Þegar nýr meirihluti tók við vorið 2022 var veitan kominn að þolmörkum. Samþykkt byggingaráform voru orðinn meiri en geta Selfossveitna og því þurfti að takmarka útgáfu byggingarleyfa tímabundið. Veturinn 2022-2023 var veitunni þungbær þar sem löng kuldatíð og eldsvoði í dæluhúsi varð til þess að orkuöflun hitaveitunnar skertist um tíma. Viðbragðsáætlun Selfossveitna var því virkjuð. Fyrsta stig viðbragðsáætlunar var að biðja íbúa um að fara sparlega með heitt vatn og lækka í snjóbræðslum á gervigrasvöllum. Því miður þurfti að grípa til næsta stigs sem var að loka sundlaugum og var útisvæði Sundhallar Selfoss lokað í 5 vikur ásamt því var hitinn lækkaður í öllum skóla- og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu. Á þessu tímabili var hámarksálag hjá Selfossveitum á afhendingu af heitu vatni, þó búið væri að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Mesta afhendingargeta síðustu ára var um 300 lítra á sekúndu. Árangur í orkuöflun og breytt staða Jákvæðar fréttir bárust síðan í febrúar 2023 þegar vinnanlegt magn af um 85 gráðu heitu vatni fannst við rannsóknarleit á norðurbakka Ölfusár. Borholan ber nafnið SE-40 og gefur um 30 lítra á sekúndu. Framkvæmdir hófust strax við byggingu á dæluhúsi og lagningu nýrrar stofnlagnar undir Ölfusárbrú ásamt öðrum lögnum til að tengjast núverandi dreifikerfi. Þessi nýja vinnsluhola eykur afköst Selfossveitna um 10% en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á næstu vikum. Aftur bárust jákvæð tíðindi í mars á þessu ári þegar jarðhitaleit á suðurbakka Ölfusár við Hótel Selfoss skilaði árangri. Þar fannst hola sem ber nafnið SE-45 og skilar um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Hönnun á dæluhúsi er hafin og gert er ráð fyrir að hola verði kominn í notkun eftir um eitt ár. Í byrjun ágúst skilaði jarðhitaleitin aftur árangri við bakka Ölfusár. Í þetta sinn við enda götunnar Sóltúns þar sem holan, SE-46 gæti skilað um átta lítrum á sekúndu af yfir 80 gráðu heitu vatni. Fyrir ört vaxandi samfélag eru þetta góðar fréttir. (loftmynd af staðsetningu verðandi vinnsluhola) Rannsóknarleit og orkuöflun hvergi nærri hætt Staðsetning á þessum nýju vinnsluholum er mjög hagkvæm. Það er dýrmætt að hafa orkuöflunarsvæði svona nálægt byggð þar sem stutt er í dreifikerfið. Starfsmenn Selfossveitna vinna hörðum höndum að virkjun á þessum nýju holum sem tekur um 1-2 ár að koma inn á dreifikerfið. Leit eftir heitu vatni getur verið tímafrek, kostnaðarsöm og, því miður, ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Það er því virkilega ánægjulegt að rannsóknarleit Selfossveitna síðustu tvö ár sé að skila aukinni afkastagetu sem nemur um 53 lítrum á sekúndu, sem er góð viðbót við þá 300 lítra á sekúndu sem fyrir eru í kerfinu. Vinnunni er þó hvergi nærri lokið enda þurfum við að horfa mörg ár fram í tímann til að geta annað eftirspurn til framtíðar. Það er stefna núverandi meirihluta að rannsóknarleit Selfossveitna haldi áfram til að tryggja íbúum og fyrirtækjum heitt vatn til framtíðar í Árborg. Höfundur er formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar í Sveitarfélaginu Árborg.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun