Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2024 12:14 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur stýrt ógnarsterku landsliði Noregs undanfarin ár. EPA-EFE/Zsol Þórir Hergeirsson ætlar að láta af störfum sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta eftir komandi Evrópumót í desember. Þórir leiddi þær norsku til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París og hefur unnið tíu gullverðlaun með landsliðið á stórmóti. Ákvörðunin var kynnt á blaðamannafundi í Noregi í dag. „Evrópumótið verður mitt síðasta stórmót. Ég hætti eftir það. Mér finnst það vera rétt ákvörðun,“ sagði Þórir á blaðamannafundinum. Hann stendur á sextugu og á að baki magnaðan feril sem landsliðsþjálfari. Norsku stelpurnar slátruðu þeim frönsku í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í ágúst. Síðan þá hafa norskir fjölmiðlar gengið á eftir Þóri varðandi framtíðina en Selfyssingurinn hefur ekki látið neitt uppi, fyrr en nú. „Í fyrsta lagi held ég að ákvörðunin sé rétt fyrir mig. Svo er ég fylgjandi því að sá sem leiðir landsliðið á Ólympíuleikana árið 2028 fái þau ár sem líða frá Evrópumótinu í desember og til þeirra Ólympíuleika. Það er góður vinnutími svo ég held að niðurstaðan sé rétt,“ sagði Þórir. Titlar á titla ofan Ferilskrá Þóris er mögnuð. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fimmtán ár en hann var þar á undan aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þórir hefur búið í Noregi frá 1986 og tók við karlaliði Elverum árið 1989 og þjálfaði í fimm ár. Hann hefur einnig þjálfað lið Gjerpen Håndball og Nærbö. Hann þjálfaði einnig yngri stúlknalandslið Noregs frá 1994 til 2001. Á fimmtán árum hefur Noregur tíu sinnum landað gullverðlaunum á heimsmeistaramóti, Evrópumóti og Ólympíuleikum. Þá hefur hann verið valinn kvennaþjálfari ársins í Noregi í þrígang. Þórir hefur einnig hlotið nafnbótina þjálfari ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, bæði 2021 og 2022. Hann hlýtur að telja líklegur til að hljóta nafnbótina þriðja sinn í desember. Mikill missir Kåre Geir Lio, forseti norska handboltasambandsins, staldraði við feril Þóris á blaðamannafundinum í dag. „Ef þú horfir yfir líf Þóris þá hefur hann einkennst af lærdómi, þróun og bætingu. Hann hefur leitað nýrra aðferða til að vinna vinnu sínu. Hann hefur verið á toppnum í því hvernig nálgast skuli handbolta,“ sagði Lio og nefndi sérstaklega hvernig Þórir hafi beitt einstaklingsmiðaðri þjálfun í hópumhverfisíþrótt. Sambandið ætli að gefa sér tíma til að finna arftaka Þóris, góðan tíma en ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Camilla Herrem, ein af stjörnum landsliðsins, segist hafa fengið tíðindin á sama tíma og aðrir. Hún lýsir Þóri sem frábærum einstaklingi sem hafi unnið aðdáunarvert starf fyrir norskan handbolta, innan sem utan vallar. Það sé því mikill missir af Selfyssingnum sem þó á eftir að stýra norska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss sem hefst í lok nóvember. Frétt NRK. Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Ákvörðunin var kynnt á blaðamannafundi í Noregi í dag. „Evrópumótið verður mitt síðasta stórmót. Ég hætti eftir það. Mér finnst það vera rétt ákvörðun,“ sagði Þórir á blaðamannafundinum. Hann stendur á sextugu og á að baki magnaðan feril sem landsliðsþjálfari. Norsku stelpurnar slátruðu þeim frönsku í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í ágúst. Síðan þá hafa norskir fjölmiðlar gengið á eftir Þóri varðandi framtíðina en Selfyssingurinn hefur ekki látið neitt uppi, fyrr en nú. „Í fyrsta lagi held ég að ákvörðunin sé rétt fyrir mig. Svo er ég fylgjandi því að sá sem leiðir landsliðið á Ólympíuleikana árið 2028 fái þau ár sem líða frá Evrópumótinu í desember og til þeirra Ólympíuleika. Það er góður vinnutími svo ég held að niðurstaðan sé rétt,“ sagði Þórir. Titlar á titla ofan Ferilskrá Þóris er mögnuð. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fimmtán ár en hann var þar á undan aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þórir hefur búið í Noregi frá 1986 og tók við karlaliði Elverum árið 1989 og þjálfaði í fimm ár. Hann hefur einnig þjálfað lið Gjerpen Håndball og Nærbö. Hann þjálfaði einnig yngri stúlknalandslið Noregs frá 1994 til 2001. Á fimmtán árum hefur Noregur tíu sinnum landað gullverðlaunum á heimsmeistaramóti, Evrópumóti og Ólympíuleikum. Þá hefur hann verið valinn kvennaþjálfari ársins í Noregi í þrígang. Þórir hefur einnig hlotið nafnbótina þjálfari ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, bæði 2021 og 2022. Hann hlýtur að telja líklegur til að hljóta nafnbótina þriðja sinn í desember. Mikill missir Kåre Geir Lio, forseti norska handboltasambandsins, staldraði við feril Þóris á blaðamannafundinum í dag. „Ef þú horfir yfir líf Þóris þá hefur hann einkennst af lærdómi, þróun og bætingu. Hann hefur leitað nýrra aðferða til að vinna vinnu sínu. Hann hefur verið á toppnum í því hvernig nálgast skuli handbolta,“ sagði Lio og nefndi sérstaklega hvernig Þórir hafi beitt einstaklingsmiðaðri þjálfun í hópumhverfisíþrótt. Sambandið ætli að gefa sér tíma til að finna arftaka Þóris, góðan tíma en ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Camilla Herrem, ein af stjörnum landsliðsins, segist hafa fengið tíðindin á sama tíma og aðrir. Hún lýsir Þóri sem frábærum einstaklingi sem hafi unnið aðdáunarvert starf fyrir norskan handbolta, innan sem utan vallar. Það sé því mikill missir af Selfyssingnum sem þó á eftir að stýra norska liðinu í síðasta sinn á Evrópumótinu í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss sem hefst í lok nóvember. Frétt NRK.
Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira