Fylgst verður með athöfninni í streymi á Stöð 2 Vísi þar sem stuðst er við útsendingu Ríkisútvarpsins á Alþingisvefnum. Sjá útsendingu að neðan.
Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Elínborgu Sturludóttur dómkirkjupresti. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgel. Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með í forspili og eftirspili.
Að guðsþjónustu lokinni er gengið aftur til þinghússins og forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, setur Alþingi, 155. löggjafarþing. Schola Cantorum syngur við þingsetninguna.
Hlé verður gert á þingsetningarfundi til kl. 16:00. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025 útbýtt.