Nýverið greindi Vísir frá því að Carlo Ancelotti vildi hrista upp í þjálfarateymi sínu og þar sem Davide, sonur Carlo og aðstoðarþjálfari hans hjá Evrópu- og Spánarmeisturum Real Madríd, bar honum vel söguna var ákveðið að ráða Mangan.
Mangan, sem hefur starfað fyrir Stockport undanfarna mánuði, hafði náð samkomulagi við Real og því virtist næsta ljóst að hann yrði hlyti af starfsliði félagsins á næstu dögum eða vikum.
Nú hefur er hins vegar komið babb í bátinn þar sem The Athletic hefur greint frá því að Mangan fái ekki atvinnuleyfi á Spáni.
Stockport County’s Andy Mangan will not join Carlo Ancelotti’s coaching staff at Real Madrid as planned after being denied a work permit.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 10, 2024
The 38-year-old, who has been working as an assistant coach with the League One club since July, was identified as the club looks to freshen… pic.twitter.com/5qg5yGGRmr
Það þýðir einfaldlega að hann verður ekki starfsmaður félagsins að svo stöddu og þarf því að einbeita sér að því að koma Stockport County upp í ensku B-deildina frekar en að því að verja Evrópu- og Spánarmeistaratitilinn með Real.