Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2024 19:40 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgudóttir biskip Íslands ganga fremstar til þings að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. Við þingsetninguna í dag gerðist það í fyrsta skipti að konur gengdu bæði embætti forseta Íslands og biskups Íslands, en þær Halla Tómasdóttir forseti og Guðrún Karls Helgudóttir biskup, gengu fremstar frá Alþingi til guðsþjónustu í Dómkirkjunni fyrir þingsetninguna. Halla ræddi ýmsar hliðar samfélagsins en málefni barna í víðu samhengi voru henni hugleikin, staða þeirra sem höllum fæti standa og staða Íslands meðal þjóðanna. En hún ræddi einnig ofbeldi sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu. Halla Tómasdóttir forseti Íslands skoraði á þingheim að fara leið málamiðlana hagsmunum þjóðarinnar til heilla.Vísir/Vilhelm „Nú við þingsetningu ber þann skugga á að þjóðin er harmi slegin eftir hnífsstungu síðastliðna Menningarnótt sem hafði óbærilegar afleiðingar. Við fyllumst vanmætti við slíkar aðstæður. Því hvað er þýðingarmeira í samfélagi manna en fólkið okkar? Unga fólkið okkar í blóma lífsins? Líkt og þingið hefja skólar um land allt nú starf í skugga þessa harmleiks. Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar.," sagði forsetinn. Halla vitnaði síðan til foreldra sem eiga um sárt að binda vegna nýlegra voðaverka. „Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli? Okkur rennur blóðið til skyldunnar. Við verðum, og við skulum, komast fyrir ræturnar á slæmri þróun svo svona atburður endurtaki sig ekki," sagði Halla. Forsetinn ræddi einnig tug þúsundir útlendinga sem hingað koma til að vinna og samfélagið gæti ekki verið án. Leggja þyrfti rækt við að kenna þessu fólki íslensku og það þyrfti einnig þak yfir höfuðið sem yki eftirspurn á húsnæðismarkaði. Margir glímdu við mikla greiðslubyrði, ekki hvað síst ungt fólk. Þingmenn og aðrir gestir eins og sendiherrar erlendra ríkja með sendiráð í Reykjavík hlýddu á fyrstu setningarræðu forseta Íslands í dag með athygli.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti að huga að íbúum Grindavíkur vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi en allt þetta skapaði álag á innviði landsins. Huga þyrfti að samverustundum barna og fullorðinna. „En í flóknum málum er ekkert eitt svar. Lausnin er marglaga. Hlustum eftir sjónarmiðum annarra og mætum hvert öðru í mildi; tölum saman af virðingu fyrir ólíkri lífsreynslu og skoðunum. Lyftum okkur upp yfir dægurþras." Halla sagði landsmenn horfa til þingsins með von um farsæl og árangursrík störf. „Þó að stjórnmálaflokkar eigi í harðri samkeppni í kosningum og hafi ólík sjónarmið, þá skiptir miklu að geta gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefst málamiðlana, samninga- og sáttaferla sem leiða til heppilegrar niðurstöðu fyrir þorra landsmanna án þess að gengið sé gegn sanngjörnum sjónarmiðum minnihlutahópa. Alþingi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49 „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Við þingsetninguna í dag gerðist það í fyrsta skipti að konur gengdu bæði embætti forseta Íslands og biskups Íslands, en þær Halla Tómasdóttir forseti og Guðrún Karls Helgudóttir biskup, gengu fremstar frá Alþingi til guðsþjónustu í Dómkirkjunni fyrir þingsetninguna. Halla ræddi ýmsar hliðar samfélagsins en málefni barna í víðu samhengi voru henni hugleikin, staða þeirra sem höllum fæti standa og staða Íslands meðal þjóðanna. En hún ræddi einnig ofbeldi sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu. Halla Tómasdóttir forseti Íslands skoraði á þingheim að fara leið málamiðlana hagsmunum þjóðarinnar til heilla.Vísir/Vilhelm „Nú við þingsetningu ber þann skugga á að þjóðin er harmi slegin eftir hnífsstungu síðastliðna Menningarnótt sem hafði óbærilegar afleiðingar. Við fyllumst vanmætti við slíkar aðstæður. Því hvað er þýðingarmeira í samfélagi manna en fólkið okkar? Unga fólkið okkar í blóma lífsins? Líkt og þingið hefja skólar um land allt nú starf í skugga þessa harmleiks. Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar.," sagði forsetinn. Halla vitnaði síðan til foreldra sem eiga um sárt að binda vegna nýlegra voðaverka. „Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli? Okkur rennur blóðið til skyldunnar. Við verðum, og við skulum, komast fyrir ræturnar á slæmri þróun svo svona atburður endurtaki sig ekki," sagði Halla. Forsetinn ræddi einnig tug þúsundir útlendinga sem hingað koma til að vinna og samfélagið gæti ekki verið án. Leggja þyrfti rækt við að kenna þessu fólki íslensku og það þyrfti einnig þak yfir höfuðið sem yki eftirspurn á húsnæðismarkaði. Margir glímdu við mikla greiðslubyrði, ekki hvað síst ungt fólk. Þingmenn og aðrir gestir eins og sendiherrar erlendra ríkja með sendiráð í Reykjavík hlýddu á fyrstu setningarræðu forseta Íslands í dag með athygli.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti að huga að íbúum Grindavíkur vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi en allt þetta skapaði álag á innviði landsins. Huga þyrfti að samverustundum barna og fullorðinna. „En í flóknum málum er ekkert eitt svar. Lausnin er marglaga. Hlustum eftir sjónarmiðum annarra og mætum hvert öðru í mildi; tölum saman af virðingu fyrir ólíkri lífsreynslu og skoðunum. Lyftum okkur upp yfir dægurþras." Halla sagði landsmenn horfa til þingsins með von um farsæl og árangursrík störf. „Þó að stjórnmálaflokkar eigi í harðri samkeppni í kosningum og hafi ólík sjónarmið, þá skiptir miklu að geta gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefst málamiðlana, samninga- og sáttaferla sem leiða til heppilegrar niðurstöðu fyrir þorra landsmanna án þess að gengið sé gegn sanngjörnum sjónarmiðum minnihlutahópa.
Alþingi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49 „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49
„Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53