Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2024 19:40 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgudóttir biskip Íslands ganga fremstar til þings að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. Við þingsetninguna í dag gerðist það í fyrsta skipti að konur gengdu bæði embætti forseta Íslands og biskups Íslands, en þær Halla Tómasdóttir forseti og Guðrún Karls Helgudóttir biskup, gengu fremstar frá Alþingi til guðsþjónustu í Dómkirkjunni fyrir þingsetninguna. Halla ræddi ýmsar hliðar samfélagsins en málefni barna í víðu samhengi voru henni hugleikin, staða þeirra sem höllum fæti standa og staða Íslands meðal þjóðanna. En hún ræddi einnig ofbeldi sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu. Halla Tómasdóttir forseti Íslands skoraði á þingheim að fara leið málamiðlana hagsmunum þjóðarinnar til heilla.Vísir/Vilhelm „Nú við þingsetningu ber þann skugga á að þjóðin er harmi slegin eftir hnífsstungu síðastliðna Menningarnótt sem hafði óbærilegar afleiðingar. Við fyllumst vanmætti við slíkar aðstæður. Því hvað er þýðingarmeira í samfélagi manna en fólkið okkar? Unga fólkið okkar í blóma lífsins? Líkt og þingið hefja skólar um land allt nú starf í skugga þessa harmleiks. Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar.," sagði forsetinn. Halla vitnaði síðan til foreldra sem eiga um sárt að binda vegna nýlegra voðaverka. „Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli? Okkur rennur blóðið til skyldunnar. Við verðum, og við skulum, komast fyrir ræturnar á slæmri þróun svo svona atburður endurtaki sig ekki," sagði Halla. Forsetinn ræddi einnig tug þúsundir útlendinga sem hingað koma til að vinna og samfélagið gæti ekki verið án. Leggja þyrfti rækt við að kenna þessu fólki íslensku og það þyrfti einnig þak yfir höfuðið sem yki eftirspurn á húsnæðismarkaði. Margir glímdu við mikla greiðslubyrði, ekki hvað síst ungt fólk. Þingmenn og aðrir gestir eins og sendiherrar erlendra ríkja með sendiráð í Reykjavík hlýddu á fyrstu setningarræðu forseta Íslands í dag með athygli.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti að huga að íbúum Grindavíkur vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi en allt þetta skapaði álag á innviði landsins. Huga þyrfti að samverustundum barna og fullorðinna. „En í flóknum málum er ekkert eitt svar. Lausnin er marglaga. Hlustum eftir sjónarmiðum annarra og mætum hvert öðru í mildi; tölum saman af virðingu fyrir ólíkri lífsreynslu og skoðunum. Lyftum okkur upp yfir dægurþras." Halla sagði landsmenn horfa til þingsins með von um farsæl og árangursrík störf. „Þó að stjórnmálaflokkar eigi í harðri samkeppni í kosningum og hafi ólík sjónarmið, þá skiptir miklu að geta gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefst málamiðlana, samninga- og sáttaferla sem leiða til heppilegrar niðurstöðu fyrir þorra landsmanna án þess að gengið sé gegn sanngjörnum sjónarmiðum minnihlutahópa. Alþingi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49 „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Við þingsetninguna í dag gerðist það í fyrsta skipti að konur gengdu bæði embætti forseta Íslands og biskups Íslands, en þær Halla Tómasdóttir forseti og Guðrún Karls Helgudóttir biskup, gengu fremstar frá Alþingi til guðsþjónustu í Dómkirkjunni fyrir þingsetninguna. Halla ræddi ýmsar hliðar samfélagsins en málefni barna í víðu samhengi voru henni hugleikin, staða þeirra sem höllum fæti standa og staða Íslands meðal þjóðanna. En hún ræddi einnig ofbeldi sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu. Halla Tómasdóttir forseti Íslands skoraði á þingheim að fara leið málamiðlana hagsmunum þjóðarinnar til heilla.Vísir/Vilhelm „Nú við þingsetningu ber þann skugga á að þjóðin er harmi slegin eftir hnífsstungu síðastliðna Menningarnótt sem hafði óbærilegar afleiðingar. Við fyllumst vanmætti við slíkar aðstæður. Því hvað er þýðingarmeira í samfélagi manna en fólkið okkar? Unga fólkið okkar í blóma lífsins? Líkt og þingið hefja skólar um land allt nú starf í skugga þessa harmleiks. Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar.," sagði forsetinn. Halla vitnaði síðan til foreldra sem eiga um sárt að binda vegna nýlegra voðaverka. „Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli? Okkur rennur blóðið til skyldunnar. Við verðum, og við skulum, komast fyrir ræturnar á slæmri þróun svo svona atburður endurtaki sig ekki," sagði Halla. Forsetinn ræddi einnig tug þúsundir útlendinga sem hingað koma til að vinna og samfélagið gæti ekki verið án. Leggja þyrfti rækt við að kenna þessu fólki íslensku og það þyrfti einnig þak yfir höfuðið sem yki eftirspurn á húsnæðismarkaði. Margir glímdu við mikla greiðslubyrði, ekki hvað síst ungt fólk. Þingmenn og aðrir gestir eins og sendiherrar erlendra ríkja með sendiráð í Reykjavík hlýddu á fyrstu setningarræðu forseta Íslands í dag með athygli.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti að huga að íbúum Grindavíkur vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi en allt þetta skapaði álag á innviði landsins. Huga þyrfti að samverustundum barna og fullorðinna. „En í flóknum málum er ekkert eitt svar. Lausnin er marglaga. Hlustum eftir sjónarmiðum annarra og mætum hvert öðru í mildi; tölum saman af virðingu fyrir ólíkri lífsreynslu og skoðunum. Lyftum okkur upp yfir dægurþras." Halla sagði landsmenn horfa til þingsins með von um farsæl og árangursrík störf. „Þó að stjórnmálaflokkar eigi í harðri samkeppni í kosningum og hafi ólík sjónarmið, þá skiptir miklu að geta gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefst málamiðlana, samninga- og sáttaferla sem leiða til heppilegrar niðurstöðu fyrir þorra landsmanna án þess að gengið sé gegn sanngjörnum sjónarmiðum minnihlutahópa.
Alþingi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49 „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49
„Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53