Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2024 12:06 Kristrún Frostadóttir segir ríkisstjórnina hvorki þora að hækka skatta né skera niður og geri því ekkert til að ná niður verðbólgu. Stöð 2/Arnar Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Fjárlagaumræðan mun síðan standa yfir næstu daga. Fjármálaráðherra lagði áherslu á ábyrg ríkisfjármál og að útgjöld ríkisins hefðu dregist saman sem hlutfall af landsframleiðslu. Svigrúm væri skapað til að forgangsraða verkefnum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir tugmilljarða aðhald að finna í fjárlagafrumvarpinu á sama tíma og gætt væri að því að skerða ekki þjónustu við ýmsa hópa.Stöð 2/Einar „Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum, staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ sagði fjármálaráðherra og nefndi sérstaklega öryrkja og aldraða. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði almennt launafólk ekki skilja fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um aukinn kaupmátt, þar sem ekki væri tekið tillit til hlutfalls vaxtagreiðslna í bókhaldi heimilanna. Ríkisstjórnin ætlaði ekki að nota tækifærið með síðasta fjárlagafrumvarpi sínu að grípa til aðgerða til að ná niður verðbólgunni. Kristrún Frostadóttir segir almennt launafólk ekki finna fyrir þeim aukna kaupmætti sem ríkisstjórninni væri tíðrætt um.Vísir/Vilhelm „Þau ætla í engar skattahækkanir, engan niðurskurð engar kollsteypur. Já, þau ætla bara að anda sig í gegnum þetta. Sitja þetta af sér. Láta þetta malla áfram á sjálfstýringu líkt og sú stefna hafi skilað einhverjum árangri hingað til. Nei, sú stefna er ástæðan fyrir því að verðbólgan hefur mallað í kerfinu og er nú farin að grassera,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Sigurður Ingi segir aðhald í útgjöldum næsta árs verða 29 milljarða króna. Að teknu tilliti til aukinna tekna ríkissjóðs og verðbólgu verði aðhaldið um 40 milljarðar í fjárlögum næsta árs. Á sama tíma hefðu 44 milljarðar farið í aðgerðir til stuðnings ungu barnafólki á þessu ári og upphæðin yrði svipuð á næsta ári. „Förum ekki niður í skotgrafir. Þegar því er haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt. Þá eru menn að segja að þessir fjörutíu milljarðar og 44 milljarðar á yfirstandandi ári hafi ekki skipt máli í þessi fimm eða sex verkefni til stuðnings ungu barnafólki. Ég er ósammála því,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið verður haldið áfram í allan dag. Seinnipartinn koma fagráðherrar að umræðunni og henni verður síðan framhaldið á morgun. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd. 11. september 2024 20:58 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Fjárlagaumræðan mun síðan standa yfir næstu daga. Fjármálaráðherra lagði áherslu á ábyrg ríkisfjármál og að útgjöld ríkisins hefðu dregist saman sem hlutfall af landsframleiðslu. Svigrúm væri skapað til að forgangsraða verkefnum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir tugmilljarða aðhald að finna í fjárlagafrumvarpinu á sama tíma og gætt væri að því að skerða ekki þjónustu við ýmsa hópa.Stöð 2/Einar „Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum, staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ sagði fjármálaráðherra og nefndi sérstaklega öryrkja og aldraða. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði almennt launafólk ekki skilja fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um aukinn kaupmátt, þar sem ekki væri tekið tillit til hlutfalls vaxtagreiðslna í bókhaldi heimilanna. Ríkisstjórnin ætlaði ekki að nota tækifærið með síðasta fjárlagafrumvarpi sínu að grípa til aðgerða til að ná niður verðbólgunni. Kristrún Frostadóttir segir almennt launafólk ekki finna fyrir þeim aukna kaupmætti sem ríkisstjórninni væri tíðrætt um.Vísir/Vilhelm „Þau ætla í engar skattahækkanir, engan niðurskurð engar kollsteypur. Já, þau ætla bara að anda sig í gegnum þetta. Sitja þetta af sér. Láta þetta malla áfram á sjálfstýringu líkt og sú stefna hafi skilað einhverjum árangri hingað til. Nei, sú stefna er ástæðan fyrir því að verðbólgan hefur mallað í kerfinu og er nú farin að grassera,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Sigurður Ingi segir aðhald í útgjöldum næsta árs verða 29 milljarða króna. Að teknu tilliti til aukinna tekna ríkissjóðs og verðbólgu verði aðhaldið um 40 milljarðar í fjárlögum næsta árs. Á sama tíma hefðu 44 milljarðar farið í aðgerðir til stuðnings ungu barnafólki á þessu ári og upphæðin yrði svipuð á næsta ári. „Förum ekki niður í skotgrafir. Þegar því er haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt. Þá eru menn að segja að þessir fjörutíu milljarðar og 44 milljarðar á yfirstandandi ári hafi ekki skipt máli í þessi fimm eða sex verkefni til stuðnings ungu barnafólki. Ég er ósammála því,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið verður haldið áfram í allan dag. Seinnipartinn koma fagráðherrar að umræðunni og henni verður síðan framhaldið á morgun.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd. 11. september 2024 20:58 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31
Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd. 11. september 2024 20:58
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14
„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16