Forseti Íslands leggur áherslu á friðsæl samfélög á Norðurlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2024 15:06 Ráðstefnan tókst einstaklega vel enda mikil ánægja með hana hjá þátttakendum og skipuleggjendum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands leggur áherslu á að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu því stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka þegar friður er annars vegar. Norrænu nefndirnar á vegum UNESCO funduðu nýlega í nokkra daga á Hótel Örk í Hveragerði þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra og vettvangsferðir. Nefndirnar hittast árlega til að stilla saman strengi sína og til að sjá hvað er að gerst í löndunum. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni en hvaða verkefni eru það helst? Sæunn Stefánsdóttir er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi. „Það eru til dæmis jarðvangarnir okkar, við erum bæði með Kötlu Geopark og Reykjanes Geopark, sem að kynntu starfsemi sína. Við vorum hérna áðan að heyra af starfsemi Gró og jafnréttisskólans, sem vinna frábært starf, sem við Íslendingar erum mjög stolt af,“ segir Sæunn. Sæunn Stefánsdóttir, sem er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi hér í ræðustóli á ráðstefnunni í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarpaði ráðstefnuna og lagði áherslu á frið í heiminum. „Þetta er auðvitað mikilvægasta vinnan í heiminum í dag að reyna að ná samstöðu um þau markmið, sem við þurfum að vera að vinna að, heimsmarkmiðin. Og ég vil að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu,“ segir Halla. En það eru miklar sviptingar í heiminum, mikið að gerast eins og stríð. Hvað segir Halla við því? „Já, þetta eru sennilega mest krefjandi tímar, sem við höfum verið upp á en er það nú ekki spennandi verkefni að fá að vera til á krefjandi tímum og reyna að gera eitthvað í því. Það held ég sé tilgangur að vinna og lifa fyrir.“ Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir á UNESCO ráðstefnunni í Hveragerði, sem hún ávarpaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla segir að Ísland geti svo sannarlega lagt sitt af mörkum. „Já við leiðum bæði hvað varðar jarðvarmann og jafnréttið og við eigum sögu um að hafa verið friðsæl þjóð. Við eigum góðar menntastofnanir og höfum margt að kenna öðrum, þannig að ég held að við höfum hlutverki að gegna en við erum án efa sterkari ef að Norðurlöndin vinna saman og jafn vel ef við teygjum okkur út fyrir Norðurlöndin og vinnum með öðrum smáþjóðum því að stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka og lausnirnar verða kannski meira til hjá smærri þjóðum í dag,“ segir forseti Íslands. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni, sem eru fjölmörg á ráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Norrænu nefndirnar á vegum UNESCO funduðu nýlega í nokkra daga á Hótel Örk í Hveragerði þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra og vettvangsferðir. Nefndirnar hittast árlega til að stilla saman strengi sína og til að sjá hvað er að gerst í löndunum. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni en hvaða verkefni eru það helst? Sæunn Stefánsdóttir er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi. „Það eru til dæmis jarðvangarnir okkar, við erum bæði með Kötlu Geopark og Reykjanes Geopark, sem að kynntu starfsemi sína. Við vorum hérna áðan að heyra af starfsemi Gró og jafnréttisskólans, sem vinna frábært starf, sem við Íslendingar erum mjög stolt af,“ segir Sæunn. Sæunn Stefánsdóttir, sem er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi hér í ræðustóli á ráðstefnunni í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarpaði ráðstefnuna og lagði áherslu á frið í heiminum. „Þetta er auðvitað mikilvægasta vinnan í heiminum í dag að reyna að ná samstöðu um þau markmið, sem við þurfum að vera að vinna að, heimsmarkmiðin. Og ég vil að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu,“ segir Halla. En það eru miklar sviptingar í heiminum, mikið að gerast eins og stríð. Hvað segir Halla við því? „Já, þetta eru sennilega mest krefjandi tímar, sem við höfum verið upp á en er það nú ekki spennandi verkefni að fá að vera til á krefjandi tímum og reyna að gera eitthvað í því. Það held ég sé tilgangur að vinna og lifa fyrir.“ Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir á UNESCO ráðstefnunni í Hveragerði, sem hún ávarpaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla segir að Ísland geti svo sannarlega lagt sitt af mörkum. „Já við leiðum bæði hvað varðar jarðvarmann og jafnréttið og við eigum sögu um að hafa verið friðsæl þjóð. Við eigum góðar menntastofnanir og höfum margt að kenna öðrum, þannig að ég held að við höfum hlutverki að gegna en við erum án efa sterkari ef að Norðurlöndin vinna saman og jafn vel ef við teygjum okkur út fyrir Norðurlöndin og vinnum með öðrum smáþjóðum því að stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka og lausnirnar verða kannski meira til hjá smærri þjóðum í dag,“ segir forseti Íslands. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni, sem eru fjölmörg á ráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira