Hljóp á ljósmyndara en setti met Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 10:32 Beatrice Chebet á heimsmetið í 10.000 metra hlaupi og varð ólympíumeistari í 10.000 og 5.000 metra hlaupi í París í sumar. Getty/Michele Maraviglia Minnstu munaði að tillitslaus ljósmyndari ylli því að tvöfaldi ólympíumeistarinn Beatrice Chebet næði ekki að klára 5.000 metra hlaupið á Demantamótinu í Brussel á föstudagskvöld. Chebet vann gull í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í ágúst og var að sjálfsögðu sigurstrangleg í Brussel. Hún var líka komin með gott forskot þegar um 1.100 metrar voru eftir af hlaupinu en þá labbaði ljósmyndari inn á hlaupabrautina, til að mynda keppanda í hástökki karla. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan og þar sést hvernig ljósmyndarinn birtist óvænt fyrir framan Chebet en hún rétt náði að smeygja sér framhjá honum. Það varð þó smávægilegur árekstur og myndavél ljósmyndarans féll niður á brautina en hann var fljótur að ná í hana og koma sér frá. „Hann sá ekki að ég væri að koma. Ég finn aðeins til en ég hugsaði bara með mér að ég ætti að halda áfram að hlaupa,“ sagði Chebet. Það gerði hún svo sannarlega því hún hljóp í mark á 14:09,82 mínútum og setti nýtt mótsmet á Boudewijn-leikvanginum. Hún bætti metið um níu sekúndur. Hún var aðeins 30 sekúndubrotum frá besta tíma ársins, sem hún náði sjálf í Zürich fyrr í þessum mánuði. Óhappið í Brussel breytir því ekki að Chebet vann mótið og fullkomnaði frábært keppnistímabil: „Ég er bara þakklát fyrir mjög gott keppnistímabil. Þetta hefur verið frábært ár með tveimur gullverðlaunum í París og núna Demantamótameistaratitlinum. ÉG mun fagna þessu með fjölskyldunni,“ sagði Chebet. Hún var rúmum tólf sekúndum á undan Medina Eisa frá Eþíópíu sem fékk silfur í Brussel. Fotyen Tesfay frá Eþíópíu varð í 3. sæti á 14:28,53 mínútum. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Chebet vann gull í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í ágúst og var að sjálfsögðu sigurstrangleg í Brussel. Hún var líka komin með gott forskot þegar um 1.100 metrar voru eftir af hlaupinu en þá labbaði ljósmyndari inn á hlaupabrautina, til að mynda keppanda í hástökki karla. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan og þar sést hvernig ljósmyndarinn birtist óvænt fyrir framan Chebet en hún rétt náði að smeygja sér framhjá honum. Það varð þó smávægilegur árekstur og myndavél ljósmyndarans féll niður á brautina en hann var fljótur að ná í hana og koma sér frá. „Hann sá ekki að ég væri að koma. Ég finn aðeins til en ég hugsaði bara með mér að ég ætti að halda áfram að hlaupa,“ sagði Chebet. Það gerði hún svo sannarlega því hún hljóp í mark á 14:09,82 mínútum og setti nýtt mótsmet á Boudewijn-leikvanginum. Hún bætti metið um níu sekúndur. Hún var aðeins 30 sekúndubrotum frá besta tíma ársins, sem hún náði sjálf í Zürich fyrr í þessum mánuði. Óhappið í Brussel breytir því ekki að Chebet vann mótið og fullkomnaði frábært keppnistímabil: „Ég er bara þakklát fyrir mjög gott keppnistímabil. Þetta hefur verið frábært ár með tveimur gullverðlaunum í París og núna Demantamótameistaratitlinum. ÉG mun fagna þessu með fjölskyldunni,“ sagði Chebet. Hún var rúmum tólf sekúndum á undan Medina Eisa frá Eþíópíu sem fékk silfur í Brussel. Fotyen Tesfay frá Eþíópíu varð í 3. sæti á 14:28,53 mínútum.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn