Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2024 15:07 Frá vettvangi í Krýsuvík í dag. Vísir/Bjarni Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér vegna málsins, en greindi frá því í tilkynningu að stúlkan sem lést hefði verið á grunnskólaaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stúlkan íslensk og maðurinn sem var handtekinn faðir stúlkunnar. Yngsta barnið sex ára Í janúar á þessu ári var kona handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Aðalmeðferð yfir konunni hófst í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Þann 24. ágúst síðastliðinn, á Menningarnótt, var hin 17 ára Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana við Skúlagötu. Hún lést af sárum sínum tæpri viku eftir stunguárásina, þar sem tvö önnur ungmenni voru einnig stungin. Sá sem grunaður er um árásina er einnig barn, en hann er í sérstöku gæsluvarðhaldsúrræði. Áður hafði hann dvalið á Stuðlum, en vegna líflátshótana var ákveðið að færa hann í fangelsið á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans. Bryndís Klara var borin til grafar frá Hallgrímskirkju á föstudaginn. Fjórir fullorðnir látnir í þremur málum Í apríl voru fjórir litáískir karlmenn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts þess fimmta á vinnusvæði í Kiðjabergi. Tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og voru þeir þá lausir allra mála. Annar mannanna afplánar nú eldri fangelsisdóm en hinn er í farbanni. Sjá einnig: Hlutur sakborninga mismikill Í sama mánuði var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður um fimmtugt að bana, á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri. Í ágúst var hann ákærður fyrir manndráp, en einnig fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn konunni á sama stað, tveimur mánuðum fyrr. Í síðasta mánuði var karlmaður handtekinn í Reykjavík, grunaður um að hafa orðið hjónum að bana á Neskaupstað. Í þarsíðustu viku var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér vegna málsins, en greindi frá því í tilkynningu að stúlkan sem lést hefði verið á grunnskólaaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stúlkan íslensk og maðurinn sem var handtekinn faðir stúlkunnar. Yngsta barnið sex ára Í janúar á þessu ári var kona handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Aðalmeðferð yfir konunni hófst í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Þann 24. ágúst síðastliðinn, á Menningarnótt, var hin 17 ára Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana við Skúlagötu. Hún lést af sárum sínum tæpri viku eftir stunguárásina, þar sem tvö önnur ungmenni voru einnig stungin. Sá sem grunaður er um árásina er einnig barn, en hann er í sérstöku gæsluvarðhaldsúrræði. Áður hafði hann dvalið á Stuðlum, en vegna líflátshótana var ákveðið að færa hann í fangelsið á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans. Bryndís Klara var borin til grafar frá Hallgrímskirkju á föstudaginn. Fjórir fullorðnir látnir í þremur málum Í apríl voru fjórir litáískir karlmenn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts þess fimmta á vinnusvæði í Kiðjabergi. Tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og voru þeir þá lausir allra mála. Annar mannanna afplánar nú eldri fangelsisdóm en hinn er í farbanni. Sjá einnig: Hlutur sakborninga mismikill Í sama mánuði var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður um fimmtugt að bana, á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri. Í ágúst var hann ákærður fyrir manndráp, en einnig fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn konunni á sama stað, tveimur mánuðum fyrr. Í síðasta mánuði var karlmaður handtekinn í Reykjavík, grunaður um að hafa orðið hjónum að bana á Neskaupstað. Í þarsíðustu viku var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í nóvember.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52