Þjóðin slæst við elda: Hvar er Alþingi? Baldur Borgþórsson skrifar 17. september 2024 10:30 Eins og greinarhöfundur hefur áður fjallað um í grein sinni Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum - Vísir (visir.is), þá er eitt mesta mein íslenskra heimila og fyrirtækja háir vextir. Okurvextir sem þekkjast hvergi annarsstaðar í kringum okkur. Áðurnefnd grein lýsir því hvernig við getum með einföldum hætti breytt leikreglum þannig að landsmenn geti framvegis búið við sömu lágu vexti og stöðugleika og nágrannar okkar í Evrópu. En eitt getur Alþingi gert strax sem: Lækkar verðbólgu úr 6,2% í 3,5% ? Lækkar stýrivexti Seðlabanka um helming? Lækkar vexti/greiðslubyrði sem nú sligar 60 þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja - um nær helming? Hvers vegna Alþingi er ekki löngu búið að hrinda þessari einföldu og jafnframt mikilvægu breytingu í framkvæmd er óskiljanlegt. Hvernig má vera að þingmenn allra flokka hafi ekki séð sóma sinn í að sameinast um velferð kjósenda sinna með þessum hætti? Það er ekki eins og það þurfi að vera átök um slíkt mál. Svona sjálfsögð og einföld er framkvæmdin: Húsnæðisverð tekið úr vísitölu neysluverðs: Gjörbreytt og bætt staða heimila og fyrirtækja Á einum degi getur Alþingi tekið sig saman og samþykkt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs og lækkað þannig verðbólgu úr 6,2% í 3,5%. Áhrifin yrðu þau sem lýst er hér að ofan og því gríðarlegur léttir fyrir þau sextíu þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja sem samkvæmt nýbirtri könnun ná ekki endum saman í dag og þurfa því að mæta vaxtaokinu með aukinni lántöku og tæma sparnað sinn. Slík tillaga er stutt og einföld: Húsnæðisverð verður ekki lengur í vísitölu neysluverðs. Tillaga þessi tekur gildi strax. Rökstuðningur með tillögunni er að sama skapi einfaldur. Húsnæðisverð er einfaldlega ekki í vísitölu neysluverðs hjá nágrannaþjóðum okkar. Svo einfalt er það. Fyrir kröfuharða sem vilja meiri lestur er hægt að vísa í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt var snemma árs 2017. Skýrslan er svo ekki sé meira sagt afar fróðleg og höfundar hennar ekki síður en skýrslan heitir: FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR PENINGASTEFNU ENDURMAT Á RAMMA PENINGASTEFNUNNAR Höfundar eru: Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóri Ásdís Kristjánsdóttir núverandi bæjarstjóri Kópavogs Illugi Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Tilvitnanir úr þessari skýrslu eru afgerandi þegar kemur að samsetningu vísitölu neysluverðs: „Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna að beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Að mati starfshópsins þarf að skoða slíkar leiðir vel og vandlega.“ „Tillaga 5: Verðbólgumarkmið Seðlabanka skal áfram miða við 2,5% en sú vísitala sem markmiðið nær til skal ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skal því undanskilja húsnæðisverð.“ Hér er því kominn ítarleg skýrsla, samin af sjálfum Seðlabankastjóra, núverandi bæjarstjóra Kópavogs og fyrrverandi ráðherra. Svo sjálfsagt mál væri þannig afgreitt - samdægurs. En stóra spurningin hlýtur að vera, af hverju er þetta ekki þegar orðið? Fyrir hverja eru þessir 63 þingmenn eiginlega að vinna? Hvernig má vera að ekki einn einasti þeirra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis, þrátt fyrir jafn afgerandi fyrirliggjandi skýrslu og hér liggur til grundvallar? Skipta kjósendur engu máli? HVAR ER ALÞINGI? Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Alþingi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eins og greinarhöfundur hefur áður fjallað um í grein sinni Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum - Vísir (visir.is), þá er eitt mesta mein íslenskra heimila og fyrirtækja háir vextir. Okurvextir sem þekkjast hvergi annarsstaðar í kringum okkur. Áðurnefnd grein lýsir því hvernig við getum með einföldum hætti breytt leikreglum þannig að landsmenn geti framvegis búið við sömu lágu vexti og stöðugleika og nágrannar okkar í Evrópu. En eitt getur Alþingi gert strax sem: Lækkar verðbólgu úr 6,2% í 3,5% ? Lækkar stýrivexti Seðlabanka um helming? Lækkar vexti/greiðslubyrði sem nú sligar 60 þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja - um nær helming? Hvers vegna Alþingi er ekki löngu búið að hrinda þessari einföldu og jafnframt mikilvægu breytingu í framkvæmd er óskiljanlegt. Hvernig má vera að þingmenn allra flokka hafi ekki séð sóma sinn í að sameinast um velferð kjósenda sinna með þessum hætti? Það er ekki eins og það þurfi að vera átök um slíkt mál. Svona sjálfsögð og einföld er framkvæmdin: Húsnæðisverð tekið úr vísitölu neysluverðs: Gjörbreytt og bætt staða heimila og fyrirtækja Á einum degi getur Alþingi tekið sig saman og samþykkt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs og lækkað þannig verðbólgu úr 6,2% í 3,5%. Áhrifin yrðu þau sem lýst er hér að ofan og því gríðarlegur léttir fyrir þau sextíu þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja sem samkvæmt nýbirtri könnun ná ekki endum saman í dag og þurfa því að mæta vaxtaokinu með aukinni lántöku og tæma sparnað sinn. Slík tillaga er stutt og einföld: Húsnæðisverð verður ekki lengur í vísitölu neysluverðs. Tillaga þessi tekur gildi strax. Rökstuðningur með tillögunni er að sama skapi einfaldur. Húsnæðisverð er einfaldlega ekki í vísitölu neysluverðs hjá nágrannaþjóðum okkar. Svo einfalt er það. Fyrir kröfuharða sem vilja meiri lestur er hægt að vísa í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt var snemma árs 2017. Skýrslan er svo ekki sé meira sagt afar fróðleg og höfundar hennar ekki síður en skýrslan heitir: FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR PENINGASTEFNU ENDURMAT Á RAMMA PENINGASTEFNUNNAR Höfundar eru: Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóri Ásdís Kristjánsdóttir núverandi bæjarstjóri Kópavogs Illugi Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Tilvitnanir úr þessari skýrslu eru afgerandi þegar kemur að samsetningu vísitölu neysluverðs: „Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna að beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Að mati starfshópsins þarf að skoða slíkar leiðir vel og vandlega.“ „Tillaga 5: Verðbólgumarkmið Seðlabanka skal áfram miða við 2,5% en sú vísitala sem markmiðið nær til skal ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skal því undanskilja húsnæðisverð.“ Hér er því kominn ítarleg skýrsla, samin af sjálfum Seðlabankastjóra, núverandi bæjarstjóra Kópavogs og fyrrverandi ráðherra. Svo sjálfsagt mál væri þannig afgreitt - samdægurs. En stóra spurningin hlýtur að vera, af hverju er þetta ekki þegar orðið? Fyrir hverja eru þessir 63 þingmenn eiginlega að vinna? Hvernig má vera að ekki einn einasti þeirra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis, þrátt fyrir jafn afgerandi fyrirliggjandi skýrslu og hér liggur til grundvallar? Skipta kjósendur engu máli? HVAR ER ALÞINGI? Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun