Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 10:06 Sigrún leiðir nýja Náttúruverndarstofnun og Gestur nýja Umhverfis- og orkustofnun. Vísir Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Alþingi hafi í júlí samþykkt frumvörp um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Ný Umhverfis- og orkustofnun taki við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun taki við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar auk lífríkis og veiðistjórnunarhluta hennar. Forstjóri Umhverfisstofnunar tekur við Náttúruverndarstofnun Í tilkynningu segir að Sigrún hafi verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020 og hafi starfað að umhverfismálum í rúm tuttugu ár. Hún hafi verið sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var skipuð í embætti forstjóra stofnunarinnar. Þá hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á árunum 2000 – 2008. Sigrún hafi lokið cand.jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1995. Sigrún hafi sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, meðal annars í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hafi hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil. Eiginmaður Sigrúnar sé Davíð Pálsson leiðsögumaður og þau eigi tvö börn. Embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðnum og átta sótt um stöðuna. Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar beint úr stóriðjunni Þá segir að Gestur, nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, hafi verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hafi hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland. Gestur hafi víðtæka reynslu af stjórnun og hafi átt sæti í framkvæmdastjórnum félaga sem æðsti stjórnandi eða sem næstráðandi nær óslitið frá árinu 2004. Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hafi Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Gestur hafi lokið meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998. Embætti forstjóra Umhverfis- og loftslagsstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðinn og sex sótt um stöðuna. Umfangsmiklar stofnanabreytingar Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun muni taka til starfa 1. janúar 2025, en nýju stofnanirnar séu liður í umfangsmiklum stofnanabreytingum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafi unnið að, ásamt undirstofnum, frá miðju ári 2022 og sem miði að því að skapa vettvang fyrir kraftmikið fagstarf og árangur. Umhverfismál Stjórnsýsla Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stóriðja Vistaskipti Tengdar fréttir Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20 Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Alþingi hafi í júlí samþykkt frumvörp um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Ný Umhverfis- og orkustofnun taki við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun taki við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar auk lífríkis og veiðistjórnunarhluta hennar. Forstjóri Umhverfisstofnunar tekur við Náttúruverndarstofnun Í tilkynningu segir að Sigrún hafi verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020 og hafi starfað að umhverfismálum í rúm tuttugu ár. Hún hafi verið sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var skipuð í embætti forstjóra stofnunarinnar. Þá hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á árunum 2000 – 2008. Sigrún hafi lokið cand.jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1995. Sigrún hafi sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, meðal annars í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hafi hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil. Eiginmaður Sigrúnar sé Davíð Pálsson leiðsögumaður og þau eigi tvö börn. Embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðnum og átta sótt um stöðuna. Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar beint úr stóriðjunni Þá segir að Gestur, nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, hafi verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hafi hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland. Gestur hafi víðtæka reynslu af stjórnun og hafi átt sæti í framkvæmdastjórnum félaga sem æðsti stjórnandi eða sem næstráðandi nær óslitið frá árinu 2004. Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hafi Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Gestur hafi lokið meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998. Embætti forstjóra Umhverfis- og loftslagsstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðinn og sex sótt um stöðuna. Umfangsmiklar stofnanabreytingar Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun muni taka til starfa 1. janúar 2025, en nýju stofnanirnar séu liður í umfangsmiklum stofnanabreytingum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafi unnið að, ásamt undirstofnum, frá miðju ári 2022 og sem miði að því að skapa vettvang fyrir kraftmikið fagstarf og árangur.
Umhverfismál Stjórnsýsla Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stóriðja Vistaskipti Tengdar fréttir Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20 Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20
Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01