Kompany svarar fyrir sig: „Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað“ Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 13:01 Vincent Kompany fylgist með leiknum við Dinamo Zagreb í München í gærkvöld. Getty/Marco Steinbrenner Vincent Kompany, stjóri Bayern München, nýtti tækifærið í gærkvöld til að svara þeim sem efast hafa um að hann ráði við starfið, sem hann fékk óvænt í hendurnar í sumar. Eftir frábæran feril sem leikmaður hefur Kompany, sem er 38 ára, aðeins stýrt Anderlecht heima í Belgíu og svo Burnley sem hann fór með upp og niður úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir langa leit Bayern að nýjum stjóra fékk þýski risinn Kompany samt til sín og hafa margir talið að það eigi eftir að reynast mistök. Kompany byrjar hins vegar vel í starfi og í gær vann Bayern 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleiknum undir hans stjórn. „Á maður bara að hætta að trúa á sjálfan sig út af einhverju sem annað fólk segir?“ svaraði Kompany á blaðamannafundi í gær. „Ég skal segja ykkur eitt snöggvast, til þess að sanna mál mitt. Ég fæddist í Brussel og pabbi minn var flóttamaður frá Kongó. Hverjar voru líkurnar mínar á að spila í ensku úrvalsdeildinni, vinna eitthvað sem leikmaður og spila fyrir landsliðið? Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað. Núna er ég þjálfari,“ sagði Kompany. „Hugarfarið snýst um að halda áfram og ef manni mistekst þá bara mistekst manni, og ef maður nær árangri þá nær maður árangri. En maður getur alltaf gert betur. Það er alltaf hægt að finna eitthvað á netinu, svo að ég tek því nú ekki persónulega,“ sagði Kompany. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00 Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01 Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11 Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Eftir frábæran feril sem leikmaður hefur Kompany, sem er 38 ára, aðeins stýrt Anderlecht heima í Belgíu og svo Burnley sem hann fór með upp og niður úr ensku úrvalsdeildinni. Eftir langa leit Bayern að nýjum stjóra fékk þýski risinn Kompany samt til sín og hafa margir talið að það eigi eftir að reynast mistök. Kompany byrjar hins vegar vel í starfi og í gær vann Bayern 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleiknum undir hans stjórn. „Á maður bara að hætta að trúa á sjálfan sig út af einhverju sem annað fólk segir?“ svaraði Kompany á blaðamannafundi í gær. „Ég skal segja ykkur eitt snöggvast, til þess að sanna mál mitt. Ég fæddist í Brussel og pabbi minn var flóttamaður frá Kongó. Hverjar voru líkurnar mínar á að spila í ensku úrvalsdeildinni, vinna eitthvað sem leikmaður og spila fyrir landsliðið? Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað. Núna er ég þjálfari,“ sagði Kompany. „Hugarfarið snýst um að halda áfram og ef manni mistekst þá bara mistekst manni, og ef maður nær árangri þá nær maður árangri. En maður getur alltaf gert betur. Það er alltaf hægt að finna eitthvað á netinu, svo að ég tek því nú ekki persónulega,“ sagði Kompany.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00 Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01 Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11 Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. 18. september 2024 10:00
Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. 17. september 2024 23:01
Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2024 21:11
Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. 12. ágúst 2024 10:00