Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 10:47 Selenskíj (f.m.) í Skotfæraverksmiðju Bandaríkjahers í Scranton í Pennsylvaníu sunnudaginn 22. september 2024. AP/Bandaríkjaher Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Skotfæraverksmiðjan í Scranton í Pennsylvaníu er ein fárra sem eftir eru í Bandaríkjunum sem framleiða 155 millímetra sprengikúlur fyrir stórskotalið. Bandaríkjastjórn hefur sent Úkraínumönnum meira en þrjár milljónir slíkra kúlna frá því að innrás Rússa hófst fyrir meira en tveimur og hálfu ári. Sprengjukúlurnar fyrir stórskotalið sem eru framleiddar í Scranton. Úkraínumenn fóru í gegnum sex til átta þúsund slíkar kúlur á dag á tímabili í stríðinu.AP/Ted Shaffrey Selenskíj, sem er staddur í Bandaríkjunum vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, heimsótti verksmiðjuna í gær. Matt Cartwright, fulltrúadeildarþingmaður demókrata, sem fylgdi Selenskíj segir skilaboð úkraínska forsetans þar hafa verið einföld: „Þakka ykkur fyrir, og við þurfum á meiru að halda.“ „Það er á stöðum sem þessum þar sem maður finnur sannarlega til þess að lýðræðisríki geti haldið velli. Þökk sé fólki sem þessu, í Úkraínu, í Bandaríkjunum og öllum bandalagsríkjunum, sem vinna þrotlaust að því að tryggja að mannslíf séu varin,“ skrifaði Selenskíj síðar á samfélagsmiðlinum X. Scranton, Pennsylvania. I visited a plant that manufactures 155 mm artillery shells. Now, for our warriors who are defending not only our country, not only Ukraine, the plant will be ramping up production.I began my visit to the United States by expressing my gratitude to all… pic.twitter.com/OXnvqHclkM— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 AP-fréttastofan segir að Úkraínumenn hafi skotið svo mörgum sprengikúlum á tímabili og byrjað var að ganga verulega á birgðir Bandaríkjamanna sem óttuðust að þær dygðu ekki Bandaríkjaher í neyð. Því var gripið til aðgerða til þess að auka framleiðsluna og ræsa gamlar verksmiðjur. Það skapar störf á stöðum eins og Scranton. Nokkrir heimamenn af austurevrópskum uppuna fögnuðu Selenskíj með úkraínskum fánum fyrir utan verksmiðjuna.AP/Laurence Kesterson Heimsókn Selenskíj vekur ekki síst athygli vegna þess hversu mikilvæg Pennsylvaníu er í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Úrslitin þar gætu hæglega ráðið því hvort þeirra Kamölu Harris eða Donald Trump verður forseti. Afar mjótt er á munum á milli þeirra í Pennsylvaníu en Harris mælist með naumt forskot. Stjórn Joes Biden, þar sem Harris er varaforseti, hefur stutt einarðlega við bakið á Úkraínumönnum í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Trump og Repúblikanaflokkurinn hefur aftur á móti ítrekað lýst yfir efasemdum um áframhaldandi stuðning við stjórn Selenskíj. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Skotfæraverksmiðjan í Scranton í Pennsylvaníu er ein fárra sem eftir eru í Bandaríkjunum sem framleiða 155 millímetra sprengikúlur fyrir stórskotalið. Bandaríkjastjórn hefur sent Úkraínumönnum meira en þrjár milljónir slíkra kúlna frá því að innrás Rússa hófst fyrir meira en tveimur og hálfu ári. Sprengjukúlurnar fyrir stórskotalið sem eru framleiddar í Scranton. Úkraínumenn fóru í gegnum sex til átta þúsund slíkar kúlur á dag á tímabili í stríðinu.AP/Ted Shaffrey Selenskíj, sem er staddur í Bandaríkjunum vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, heimsótti verksmiðjuna í gær. Matt Cartwright, fulltrúadeildarþingmaður demókrata, sem fylgdi Selenskíj segir skilaboð úkraínska forsetans þar hafa verið einföld: „Þakka ykkur fyrir, og við þurfum á meiru að halda.“ „Það er á stöðum sem þessum þar sem maður finnur sannarlega til þess að lýðræðisríki geti haldið velli. Þökk sé fólki sem þessu, í Úkraínu, í Bandaríkjunum og öllum bandalagsríkjunum, sem vinna þrotlaust að því að tryggja að mannslíf séu varin,“ skrifaði Selenskíj síðar á samfélagsmiðlinum X. Scranton, Pennsylvania. I visited a plant that manufactures 155 mm artillery shells. Now, for our warriors who are defending not only our country, not only Ukraine, the plant will be ramping up production.I began my visit to the United States by expressing my gratitude to all… pic.twitter.com/OXnvqHclkM— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 AP-fréttastofan segir að Úkraínumenn hafi skotið svo mörgum sprengikúlum á tímabili og byrjað var að ganga verulega á birgðir Bandaríkjamanna sem óttuðust að þær dygðu ekki Bandaríkjaher í neyð. Því var gripið til aðgerða til þess að auka framleiðsluna og ræsa gamlar verksmiðjur. Það skapar störf á stöðum eins og Scranton. Nokkrir heimamenn af austurevrópskum uppuna fögnuðu Selenskíj með úkraínskum fánum fyrir utan verksmiðjuna.AP/Laurence Kesterson Heimsókn Selenskíj vekur ekki síst athygli vegna þess hversu mikilvæg Pennsylvaníu er í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Úrslitin þar gætu hæglega ráðið því hvort þeirra Kamölu Harris eða Donald Trump verður forseti. Afar mjótt er á munum á milli þeirra í Pennsylvaníu en Harris mælist með naumt forskot. Stjórn Joes Biden, þar sem Harris er varaforseti, hefur stutt einarðlega við bakið á Úkraínumönnum í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Trump og Repúblikanaflokkurinn hefur aftur á móti ítrekað lýst yfir efasemdum um áframhaldandi stuðning við stjórn Selenskíj.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira