Hver er ábyrgð Icelandair? Sævar Þór Jónsson skrifar 24. september 2024 09:01 Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg meinsemd sem á ekki að viðgangast. Hins vegar þarf að fara varlega þegar ásakanir eru bornar á einstaklinga sama hvers eðlis þær eru. Kynferðisbrot geta ekki verið þar undanskilin, slík mál þurfa faglega og vandaða úrvinnslu. Til þess höfum við réttarvörslukerfi. Í vikunni hafa verið sagðar fréttir af voveiflegu fráfalli einstaklings í kjölfar þess að á hann voru bornar sakir um kynferðisbrot. Viðkomandi hafði starfað hjá Icelandair og svo virðist sem fyrirtækið hafi leyst viðkomandi frá störfum eftir að ásakanirnar voru tilkynntar til stjórnenda. Ég þekki ekki til þessa máls og get því ekki fullyrt um atvik þess. Hins vegar þekki ég til fleiri svona mála innan Icelandair. Fyrir ekki margt löngu aðstoðaði ég mann, sem gegndi ábyrgðarstöðu hjá Icelandair, vegna ásakana sem bornar voru á hendur honum um kynferðisbrot. Brotið átti að hafa átt sér stað utan vinnutíma en gagnvart öðrum starfsmanni fyrirtækisins. Ásakanirnar leiddu til þess að umbjóðanda mínum var vikið úr starfi. Hann var lengi atvinnulaus sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann bæði fjárhagslega og andlega. Í viðræðum við Icelandair var lögð áhersla á meðalhóf í úrvinnslu málsins og lagt til að viðkomandi færi í leyfi meðan lögregla rannsakaði málið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi og missti umbjóðandinn vinnuna. Eftir rannsókn málsins ákvað lögreglan að fella málið niður og var sú ákvörðun staðfest hjá Ríkissaksóknara. Þrátt fyrir að ósannað væri að umbjóðandi minn hafi gert nokkuð af sér þá var skaðinn skeður og hann átti ekki afturkvæmt í sambærilegt starf og hefur líf hans beðið skipsbrot. Það er alls óvíst hvort umbjóðandi minn muni nokkru sinni ná sér fjárhagslega eða andlega eftir þessa útreið. Hér virðist sem stefna Icelandair í þessum málum sé svo ströng og ómanneskjuleg að það er ekkert svigrúm fyrir meðalhóf. Það eitt að ásakanir eru bornar upp virðist duga til þess að víkja fólki úr starfi og virðist lögreglurannsókn eða hlutverk réttarvörslukerfisins engu skipta fyrir fyrirtækið. Það er jákvætt að taka skýra afstöðu með þolendum kynferðisbrota og leyfa þeim að njóta vafans og það er göfugt að stórfyrirtæki eins og Icelandair vilji taka samfélagslega ábyrgð. En við getum ekki verið barnaleg í afstöðu okkar, við lifum ekki í veruleika sem er svartur og hvítur, - hann er alls konar. Þótt við tökum afstöðu með þolendum og sýnum þeim stuðning þá er ekki forsvaranlegt að sá sem borinn er sökum sé réttinda- og varnarlaus. Það er einhver meðalvegur þarna sem þarf að þræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá rétti einstaklings til að svara fyrir sig. Það er engum greiði gerður með því að byrja með offorsi og slaufa viðkomandi og jafnvel eyðileggja líf hans fyrirfram. Samfélagið græðir ekkert á því. Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála um réttarríki þar sem þeir sem eru bornir sökum eiga rétt á að fá réttláta málsmeðferð fyrir hlutlausum dómi. Þeir eiga heimtingu á því að halda áfram með sitt líf séu þeir sýknaðir eða rannsókn leiðir til þess að ekki er talið sannað að brot hafi verið framið. Við getum ekki brotið þennan aldagamla samfélagssáttamála sem er til að vernda borgarana, einstaklingana, gegn ofríki. Við þurfum að spyrja okkur áleitna spurninga hvar mörkin eiga að liggja þegar kemur að þessum málum. Þessu þurfa fyrirtæki eins og Icelandair einnig að spyrja sig að og koma hreint fram hvort þeir líti svo á að öfug sönnunarbyrði eigi að ráða þannig að menn séu sekir uns þeir sanni sakleysi sitt. Samræmist það þeim hugmyndum sem við höfum um réttarríkið? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Icelandair Kynferðisofbeldi Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg meinsemd sem á ekki að viðgangast. Hins vegar þarf að fara varlega þegar ásakanir eru bornar á einstaklinga sama hvers eðlis þær eru. Kynferðisbrot geta ekki verið þar undanskilin, slík mál þurfa faglega og vandaða úrvinnslu. Til þess höfum við réttarvörslukerfi. Í vikunni hafa verið sagðar fréttir af voveiflegu fráfalli einstaklings í kjölfar þess að á hann voru bornar sakir um kynferðisbrot. Viðkomandi hafði starfað hjá Icelandair og svo virðist sem fyrirtækið hafi leyst viðkomandi frá störfum eftir að ásakanirnar voru tilkynntar til stjórnenda. Ég þekki ekki til þessa máls og get því ekki fullyrt um atvik þess. Hins vegar þekki ég til fleiri svona mála innan Icelandair. Fyrir ekki margt löngu aðstoðaði ég mann, sem gegndi ábyrgðarstöðu hjá Icelandair, vegna ásakana sem bornar voru á hendur honum um kynferðisbrot. Brotið átti að hafa átt sér stað utan vinnutíma en gagnvart öðrum starfsmanni fyrirtækisins. Ásakanirnar leiddu til þess að umbjóðanda mínum var vikið úr starfi. Hann var lengi atvinnulaus sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann bæði fjárhagslega og andlega. Í viðræðum við Icelandair var lögð áhersla á meðalhóf í úrvinnslu málsins og lagt til að viðkomandi færi í leyfi meðan lögregla rannsakaði málið. Sú tillaga hlaut ekki brautargengi og missti umbjóðandinn vinnuna. Eftir rannsókn málsins ákvað lögreglan að fella málið niður og var sú ákvörðun staðfest hjá Ríkissaksóknara. Þrátt fyrir að ósannað væri að umbjóðandi minn hafi gert nokkuð af sér þá var skaðinn skeður og hann átti ekki afturkvæmt í sambærilegt starf og hefur líf hans beðið skipsbrot. Það er alls óvíst hvort umbjóðandi minn muni nokkru sinni ná sér fjárhagslega eða andlega eftir þessa útreið. Hér virðist sem stefna Icelandair í þessum málum sé svo ströng og ómanneskjuleg að það er ekkert svigrúm fyrir meðalhóf. Það eitt að ásakanir eru bornar upp virðist duga til þess að víkja fólki úr starfi og virðist lögreglurannsókn eða hlutverk réttarvörslukerfisins engu skipta fyrir fyrirtækið. Það er jákvætt að taka skýra afstöðu með þolendum kynferðisbrota og leyfa þeim að njóta vafans og það er göfugt að stórfyrirtæki eins og Icelandair vilji taka samfélagslega ábyrgð. En við getum ekki verið barnaleg í afstöðu okkar, við lifum ekki í veruleika sem er svartur og hvítur, - hann er alls konar. Þótt við tökum afstöðu með þolendum og sýnum þeim stuðning þá er ekki forsvaranlegt að sá sem borinn er sökum sé réttinda- og varnarlaus. Það er einhver meðalvegur þarna sem þarf að þræða. Það er ekki hægt að líta fram hjá rétti einstaklings til að svara fyrir sig. Það er engum greiði gerður með því að byrja með offorsi og slaufa viðkomandi og jafnvel eyðileggja líf hans fyrirfram. Samfélagið græðir ekkert á því. Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála um réttarríki þar sem þeir sem eru bornir sökum eiga rétt á að fá réttláta málsmeðferð fyrir hlutlausum dómi. Þeir eiga heimtingu á því að halda áfram með sitt líf séu þeir sýknaðir eða rannsókn leiðir til þess að ekki er talið sannað að brot hafi verið framið. Við getum ekki brotið þennan aldagamla samfélagssáttamála sem er til að vernda borgarana, einstaklingana, gegn ofríki. Við þurfum að spyrja okkur áleitna spurninga hvar mörkin eiga að liggja þegar kemur að þessum málum. Þessu þurfa fyrirtæki eins og Icelandair einnig að spyrja sig að og koma hreint fram hvort þeir líti svo á að öfug sönnunarbyrði eigi að ráða þannig að menn séu sekir uns þeir sanni sakleysi sitt. Samræmist það þeim hugmyndum sem við höfum um réttarríkið? Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun