Vinna að þriggja vikna vopnahléi á milli Ísrael og Hezbollah Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 23:05 sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, greindi frá því á fundi öryggisráðsins að Frakkar og Bandaríkjamenn væru að vinna saman. Vísir/EPA Frakkar og Bandaríkjamenn vinna nú að því í sameiningu að semja um 21 daga vopnahlé á milli Hezbollah samtakanna og Ísrael. 72 létust í árásum Ísraela á Líbanon í dag og hundruð særðust. Alls eru um 600 látin í árásunum. Fyrr í dag var greint frá því að mögulega ætlaði Ísrael í landhernað í Líbanon. „Það er möguleiki á diplómatískri lausn. Síðustu daga höfum við unnið með bandarískum félögum okkar að tímabundnu vopnahléi í 21 dag sem myndi gefa færi á samningaviðræðum,“ sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Guterres var harðorður í ávarpi sínu.Vísir/EPA Hann sagði að planið yrði brátt gert opinbert og að treyst væri á að báðir aðilar myndu samþykkja það án tafar til að vernda almenna borgara og svo hægt verði að hefja diplómatískar samningaviðræður. Barrot er á leið til Líbanon við lok þessarar viku. „Þetta er krefjandi leið, en þetta er möguleg leið,“ sagði Barrot. Hann varaði jafnframt við því í ávarpi sínu að staða Líbanon sé afar veik nú þegar. Verði stríð þar sé ekki tryggt að hægt sé að byggja það upp aftur. Stígi frá brúninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í kvöld um stöðuna í Líbanon. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu að allt væri að fara til helvítis í Líbanon og að landið sé á barmi. Hann kallaði eftir því í ávarpi sínu að íbúar í suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísrael geti snúið aftur heim. Hann sagði mánudaginn þann blóðugasta í langan tíma í Líbanon. Hann kallaði eftir því að drápin væri stöðvuð og eyðileggingin. „Stígið frá brúninni,“ sagði Guterres í ræðu sinni. „Fólkið í Líbanon, fólkið í Ísrael og fólkið í heiminum hefur ekki efni á því að Líbanon verði annað Gasa,“ sagði Guterres. Ávarpar SÞ á föstudag Fjallað er um fundinn á vef breska miðilsins Guardian. Þar kemur fram að sendifulltrúi Ísrael hafi sagði Ísrael vilja diplómatíska lausn en ef það tækist ekki myndi Ísrael nota allar aðrar leiðir sem þeir hafi. Þá sagði hann forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, á leið á fundinn og að hann muni ávarpa Sameinuðu þjóðirnar á föstudag. Fundurinn er enn í gangi og hægt að horfa á hann hér að neðan. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Bandaríkin Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
„Það er möguleiki á diplómatískri lausn. Síðustu daga höfum við unnið með bandarískum félögum okkar að tímabundnu vopnahléi í 21 dag sem myndi gefa færi á samningaviðræðum,“ sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Guterres var harðorður í ávarpi sínu.Vísir/EPA Hann sagði að planið yrði brátt gert opinbert og að treyst væri á að báðir aðilar myndu samþykkja það án tafar til að vernda almenna borgara og svo hægt verði að hefja diplómatískar samningaviðræður. Barrot er á leið til Líbanon við lok þessarar viku. „Þetta er krefjandi leið, en þetta er möguleg leið,“ sagði Barrot. Hann varaði jafnframt við því í ávarpi sínu að staða Líbanon sé afar veik nú þegar. Verði stríð þar sé ekki tryggt að hægt sé að byggja það upp aftur. Stígi frá brúninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í kvöld um stöðuna í Líbanon. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu að allt væri að fara til helvítis í Líbanon og að landið sé á barmi. Hann kallaði eftir því í ávarpi sínu að íbúar í suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísrael geti snúið aftur heim. Hann sagði mánudaginn þann blóðugasta í langan tíma í Líbanon. Hann kallaði eftir því að drápin væri stöðvuð og eyðileggingin. „Stígið frá brúninni,“ sagði Guterres í ræðu sinni. „Fólkið í Líbanon, fólkið í Ísrael og fólkið í heiminum hefur ekki efni á því að Líbanon verði annað Gasa,“ sagði Guterres. Ávarpar SÞ á föstudag Fjallað er um fundinn á vef breska miðilsins Guardian. Þar kemur fram að sendifulltrúi Ísrael hafi sagði Ísrael vilja diplómatíska lausn en ef það tækist ekki myndi Ísrael nota allar aðrar leiðir sem þeir hafi. Þá sagði hann forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, á leið á fundinn og að hann muni ávarpa Sameinuðu þjóðirnar á föstudag. Fundurinn er enn í gangi og hægt að horfa á hann hér að neðan.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Bandaríkin Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira